Að uppskera eins og til er sáð

Mikið er gaman að uppskera árangur erfiðis síns.

Naglinn fór í mælingu áðan og niðurstaðan var gleðileg: 58 kg og 9% af því er mör.
Markmiðið var að komast í 10% fyrir mót og það hafðist og gott betur.
Naglinn er því 91% fat-free....hahahaha...góður!!
Síðan síðastu mælingu eru 2,5 cm farnir af vömbinni, 2 cm af afturenda en öllu verra er að brjóstin hafa snarminnkað og ekki var nú miklu til að dreifa fyrir. Naglinn er því bara með bringu núna, ekki brjóst.

Nú er bara að vona að vatnslosun gangi samkvæmt áætlun svo það sjáist nú einhver meiri skurður.
Hefði viljað vera með meira kjöt á skrokknum en það kemur bara á næsta móti.
Einhvers staðar verður maður að byrja, ekki satt??

Nokkrir hafa spurt á hvaða sæti Naglinn stefni á, og slíkar spurningar valda Naglanum hugarangri þar sem væntingar annarra til Naglans eru meiri en Naglinn getur staðið undir.

Naglinn stefnir ekki á neitt sæti á laugardaginn enda væru slíkir hugarórar veruleikafirring þar sem keppinautar Naglans eru hver annarri glæsilegri og þaulreyndar í bransanum.

Bara það að stíga hálfberrösuð upp á sviðið í Austurbæ á laugardaginn, í besta formi lífs míns verður sigur Naglans.

En bíðið bara, Naglinn er rétt að byrja.... líkt og Jóhanna sagði forðum daga: Minn tími mun koma !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt  Hjartanlega til hamingju með þessa frábæru frammistöðu  Mikið vildi ég að ég kæmist til að sjá þig í keppninni en það gengur víst ekki upp  Þú átt eftir að standa þig glimrandi vel enda geturðu verið mjög stolt af árangrinum nú þegar - hvernig sem keppnin fer.

Geturðu annars frætt okkur amatörana um "kött" og hvað það felur í sér? Þ.e. hvernig fer þetta fram - hvað borðarðu og hvað ekki og hvað tekur þetta ferli langan tíma? Er þetta nokkuð sem er ráðlagt fyrir fólk að gera nema það stefni á keppni í vaxtarækt eða fitness?

Óla Maja (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:07

2 identicon

Váá! Ekkert smá góður árangur! Þú ert alveg rosaleg! Ótrúlega gaman að fylgjast með þér. Hlakka til að sjá þig á sviðinu.

Mína (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:19

3 identicon

Til hamingju skvís.. þetta er ekkert smá flott hjá þér hlakka til að koma og sjá þig á laugardag... og hlakka enn meira til að fá að gera þetta með þér seinna!!! mundu bara að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera að gera þetta.. þú átt það skilið

Kristjana (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:25

4 identicon

vááá, þú ert nú meiri helv...naglinn, þó ekki sé nú meira sagt. Gangi þér vel.

alva (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 01:58

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vááá takk allar saman!! Það er ómetanlegt fá allan þennan stuðning frá ykkur .  Peppar mann alveg upp í loft. 

Kristjana!! við neglum þetta saman um páskana.  Það verður ekkert smá stuð hjá okkur að kötta saman .

Óla Maja!  Kött er bara annað orð yfir megrun í rauninni.  Það er bara hreinsað til í mataræðinu og "köttað" niður hitaeiningar og kolvetni, sumir "kötta" út fæðutegundir eins og mjólkurvörur og ávexti.  Hvernig hver og einn köttar er mjög einstaklingsbundið og tekur margar keppnir að ná þeirri kúnst upp á hár, því líkamar bregðast við á mismunandi hátt.  Ég mæli ekki með svona stífu mataræði nema að planið sé að keppa.  Fitness og vaxtarræktar fólk er ekki á svona stífu mataræði allt árið um kring, yfirleitt er "kött" tímabil 12-15 vikur fyrir mót. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 08:29

6 Smámynd: Audrey

Ég eiginlega bara verð að kommenta núna

Hef verið laumugestur hér í nokkurn tíma og fylgst með skemmtilegum penna og frábærum fróðleik varðandi þetta mikla áhugamál mitt... líkamsræktina. Ég verð að óska þér til hamingju með þennan árangur og dugnað og takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með.  Ég er ekki frá því að þú hafir smitað mig og það er draumur hjá mér að komast einhverntímann í þetta rosalega form

Gangi þér vel á laugardaginn og ekki hætta að blogga eftir keppni.... það er víst mikill prósess að ná sér niður og það væri gaman að sjá hvernig það er gert

Audrey, 22.11.2007 kl. 08:56

7 identicon

Að fá aftur Myoplex með kaffidufti og karamellusírópi (sykurlausu auðvitað)" Er þetta venjulegt vanillu Myoplex?  Hversu mikið kaffiduft og síróp notarðu?

Eins með hafragraut með próteininu... hvernig og hversu mikið prótein og blandarðu því út í heitan graut eftir eldun eða kaldan graut?

Guðrún (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 08:57

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Audrey!  Takk fyrir að kíkja í heimsókn og nenna að lesa.  Ég mun ekki hætta að blogga eftir keppni, síður en svo .  Ég hvet þig eindregið til að láta slag standa og keppa.  Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt.  Ef þig vantar ráðleggingar þá veistu hvar ég er .

Guðrún!  Ég nota alltaf súkkulaði Myoplex, en bragðið fer auðvitað eftir smekk hvers og eins.  Þessi uppskrift er afrakstur áralangrar þróunar með Myoplexið því mér fannst það aldrei gott eitt og sér, fann alltaf eitthvað duftbragð.  Ég nota 1-2 tsk af kaffidufti og 1 msk af sýrópi.

Annars borða ég aðallega prótín frá Scitec núna, sem þarf ekkert að bragðbæta því það er þrusugott á bragðið eins og það kemur af kúnni. 

Ég hræri smá prótínduft í bolla með smá vatni og helli yfir hafragrautinn eftir eldun.   

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 10:22

9 identicon

Vá, innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!

Gangi þér vel á laugardaginn og skemmtu þér vel:D

Lena (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:35

10 Smámynd: Audrey

Takk fyrir það :)

Ég verð nú samt að ráðleggja þér eitt sem ég hef þykist hafa smá vit á ... og það er að passa förðunina.  Alltof oft sem maður sé stelpurnar alltof ljóst farðaðar og púðraðar í andlitinu miðað við brúnan líkamann.  Sést sérstaklega á myndum.. en þú hefur örugglega komið auga á þetta.

Gangi þér vel - aftur!

Audrey, 22.11.2007 kl. 10:39

11 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Lena! Takk fyrir það kærlega .

Audrey! Fer í Airbrush, svo ég hef ekki miklar áhyggjur.  Ég myndi örugglega klúðra þessu með að bögglast í förðuninni sjálf, er ekki sú flinkasta í þessum geira 

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 10:44

12 identicon

váá.... 9% !! Glæsilegt hjá þér!! Kem pottþétt á keppnina að skoða ykkur kroppana

Hrund (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:39

13 identicon

Lýst vel á það nagli!

Eins gott að þú sért bara að byrja því við ætlum saman á sviðið um páskana

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 21:35

14 Smámynd: Gúrúinn

Til hamingju með þennan frábæra árangur og gangi þér vel á laugardaginn.

Gúrúinn, 22.11.2007 kl. 23:22

15 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Fannar !! Ekki spurning að við förum saman á svið um páskana, við verðum flottust á Akureyri, enda með svo ansi góð gen bæði tvö ;-). Til hamingju með árangurinn í réttstöðunni síðasta laugardag...240 kg... hver er Naglinn ég bara spyr??

Gúrú! Takk fyrir það.

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.11.2007 kl. 08:52

16 identicon

Þú ert búin að standa þig svo ótrúlega vel krútta og átt eftir að vera stórglæsileg á sviðinu. Nú er það bara að njóta þessa alls og hafa gaman af. Hlakka til að sjá þig á eftir. :)

ingunn (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 11:18

17 identicon

Gangi þér vel á morgun !!! 

Get rétt ímyndað mér sæluvímuna hjá þér þegar keppnin verður lokið :-)

Ingibjörg Dröfn (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:59

18 identicon

OOOOO ég er svo ánægð með þig :D

Ég dáist að því að þú hafir nennt að standa í þessu og hlakka mikið til að sjá þig á sviðinu á morgun. Hverjum er ekki sama um einhverja sæta röðun - sigurinn er unninn nú þegar. Ég er svo stolt af þér, ég veit þú átt eftir að kick ass! Bara ekki gleyma að brosa og hafa gaman af þessu, njóttu þess nú að vera á toppnum :D

kiss og knús,

Kata (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:39

19 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það elskurnar mínar. Frábært að fá svona mikinn stuðning þegar kvíðahnúturinn í maganum er að drepa mann. Kata! Þú verður að öskra á mig úr salnum "Brosa Ragnhildur BROSA!!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 23.11.2007 kl. 16:53

20 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Gangi þér rosa vel á morgun! Ert búin að sýna þvílíkan dugnað og sjálfsaga í gegnum þetta ferli! Bara það eitt og sér gerir þig að sigurvegara

Og já ekki hætta að blogga, ég þarf að hafa einhvern sem heldur mér við efnið!! hehe

Bjarney Bjarnadóttir, 23.11.2007 kl. 18:56

21 identicon

Gangi þér rosa vel og til hamingju með árangurinn! 9%, það er rosalegt...
 Fyrir okkur sem ekki verðum þarna en höfum verið að fylgjast með þá má alveg setja inn myndir eftirá

Snjólaug (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband