Föstuástand á föstudegi

  Naglinn fékk spurningu hér á síðunni um hvort það væri ráðlegt að lyfta á fastandi maga. 

Svarið er: Nei, það er ekki ráðlegt.

Þegar við vöknum eru c.a 8-12 tímar liðnir frá síðustu máltíð og líkaminn því í föstuástandi.  Þetta ástand er katabólískt sem þýðir að líkaminn er að brjóta niður vöðva fyrir orku, þar sem kolvetnabirgðirnar eru tómar. 

Ef við svo lyftum lóðum í þessu ástandi erum við að brjóta enn frekar niður vöðva. 

Vöðvar stækka nefnilega ekki í ræktinni heldur í hvíldinni. 

Lyftingar eru streituvaldur fyrir líkamann og þegar við lyftum erum við að brjóta niður vöðvana sem gera svo við sig í hvíldinni og stækka og styrkjast fyrir næstu átök. 

alarm clock

Fyrir þá sem lyfta snemma á morgnana er gott að fá sér hraðlosandi kolvetni 30 mín fyrir æfingu, t.d epli, banana eða hrískökur ásamt BCAA amínósýrum eða smá hreinu prótíni, kreatíni, og kýla svo á lóðin og virkilega taka á því. 

buffmarilyn

Eftir æfingu er u.þ.b 45 mínútna tímarammi sem við höfum til að slafra í okkur prótínsjeik, kreatín, glútamín, amínósýrur og hraðlosandi kolvetni til að hindra frekara niðurbrot.

 

Góða helgi blómin mín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir það! Já ég sendi þér mail á næstu dögum :)

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:02

2 identicon

Takk fyrir góða pistla, frábært að fá svona góða fræðslu um þessi mál:) Keep up the good work!

Kristín (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eva! Ekki málið, þetta gaf mér líka góða hugmynd að pistli .  Endilega sendu meil með æfingaplani (og mataræði ef þú vilt) svo ég fái skýra mynd af þínum pælingum.

Kristín! Takk fyrir það, og takk fyrir að kíkja í heimsókn.  Vonandi er blaðrið í mér til einhvers gagns og jafnvel gamans .

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 13:39

4 identicon

Hvaða skoðun hefur þú á ,,hreinsunarkúrum"?  Persónulega finnst mér þeir algert rugl.  Flestir kúrarnir vanrækja alveg nauðsynlegar fitur og aminósýrur og ég get ekki séð kostinn við þetta þótt þetta sé ekki í langan tíma, spurningin sem ég velti fyrir mér er hvort langtímaáhrifin séu jákvæðari en skammtímaáhrifin.

Haukur (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:00

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ertu að tala um detox kúrana sem eru að tröllríða öllu?  Jónína Ben og félagar?  Ef svo er þá finnst mér þeir algjört kjaftæði.  Trúi ekki að líkaminn safni upp eitri inni í sér, svo ekki sé talað um stólpípuna.  Já nei takk, þá verð ég frekar eitruð.  Annars trúi ég að rétt næring og regluleg hreyfing sé alltaf lykilatriðið til að allt starfi eins og það á að gera og hreinsist út á eðlilegan hátt.

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 14:40

6 identicon

Þú ert endalaus viskubrunnur frænka góð, hlakka til að sjá þig uppfrá

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:22

7 identicon

Takk fyrir svörin   Er einhver sérstök týpa af Polar púlsmælunum sem þú mælir með frekar en önnur?

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér undanfarið að breyta planinu hjá mér. Langar svo rosalega til að komast í að lyfta seinnipartinn 3x í viku. Ég held að ég sé ekki að ná besta mögulega árangri með þessum stuttu morgunlyftingartímum mínum  Finnst ég líka oft of kraftlaus svona á morgnana. Er nokkuð of mikið að brenna 5-6 sinnum í viku í 30-45 mín í senn með 3ja daga lyftingaprógrammi?

Óla Maja (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:55

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Óla Maja, Eins og ég sagði í athugasemd frá 12.12 þá mæli ég með Polar púlsmælum.

Ég myndi frekar lyfta 5-6 x í viku og brenna 3x í viku. Leggðu meiri áherslu á lyftingarnar en brennsluna. 30-45 mín er passlegur tími í brennslu og reyndu að hafa hana sem fjölbreyttasta ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.12.2007 kl. 10:23

9 identicon

Ég var að forvitnast um Polar púlsmæla í gær á netinu og sá að þeir eru með svo gífurlegt úrval af mælum. Maður þarf greinilega að leggjast aðeins yfir það hvað hentar manni. En í sambandi við lyftingarnar þá var ég að velta þessu fyrir mér svona því ég get komið því við að fara á æfingu á morgnana en virka daga hef ég ekki nema hámark 45 mínútur til að æfa sem mér finnst því passa fyrir brennslu frekar en lyftingar. Það er öllu erfiðara fyrir mig að koma því heim og saman að fara seinnipartinn en ég hélt að það ætti ekki að verða mér ofviða að finna 2 virka daga til að fara seinnipartinn og fara þá 1x um helgar. Mér finnst ég alveg þurfa 60-90 mín í lyftingaræfingu!?

Óla Maja (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 10:58

10 identicon

Hm lyfta 5-6x í viku? Er það ekki soldið mikið? Þarf maður ekki að hvíla vöðvana svo þeir stækki?  Eða er þetta gott í brennslu??

Eitt enn, ég er að norðan og fann nokkra púlsmæla. Sumir frá 2 þús til 20 þús en þeir eiga víst að mæla alveg helling sem ég skil ekki Einhverstaðar sá ég í þætti svona púls mæli sem er tengdur við tölvu og þá sér maður hvað maður er að brenna allan daginn og sér þetta svart á hvítu, hefuru séð svoleis?

kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 11:17

11 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sorrý var eitthvað að misskilja þig, en nei það er engin ein týpa af Polar púlsmælum sem ég mæli með. Ég á sjálf F6 mælinn og finnst hann fínn, voða einfaldur í viðmóti. Svo eru til mælar með fleiri fídusa og vesen og einmitt hægt að tengja við tölvu en ég persónulega er of tæknilega fötluð í svoleiðis. Varðandi lyftingarnar þá er 45 mín í góðu lagi fyrir lyftingaæfingu ef þú ert að taka á því allan tímann, t.d súpersett eða fjórsett og ert á fullu allan tímann. Þú átt ekki að lyfta lengur en 60 mín. Maður þarf bara að finna sinn takt í þessu, ég sjálf lyfti 6x í viku og finnst ég svara því álagi best, en sumir lyfta 3-4x með fínum árangri. Hvað virkar fyrir hvern og einn er svo einstaklingsbundið.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.12.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 549221

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband