Jólin, jólin allsstaðar

Það er ekki kjaftur í ræktinni þessa dagana.  Það er greinilega útbreiddur misskilningur að skrokkurinn fari í jólafrí.  Nú þegar jólaboðin hellast yfir lýðinn með svignandi borðum af kræsingum er nauðsynlegra en nokkru sinni á árinu að hreyfa sig.  Jólakíló eru ekki lögmál og með smá sjálfsaga og staðfestu getum við komist hjá því að bæta á okkur grammi yfir jólin. 

Þegar við hreyfum okkur búum við til innistæðu fyrir jólasteikinni, eða losum okkur við umfram hitaeiningar úr gúmmulaðinu daginn áður. 

 Jólahlaup

Með því að svitna og púla losum við út úrgangsefni og bjúg sem safnast upp þegar mjög saltaður matur er borðaður og við höfum meiri orku.  Þá líður okkur ekki eins slenuðum eins og vill oft verða þegar vömbin er kýld út fyrir velsæmismörk. 

 

Af því að góð vísa er aldrei... og allt það kemur hér margtugginn innkaupalisti.  Nú er aldeilis þörf á áminningu um hollt mataræði, því hátíð Mackintosh og hangikjöts er að ganga í garð. 

Ham

Reynum að missa okkur ekki í hömlulaust át um hátíðirnar. 

Takmörkum sukkið við jólaboðin og þá helst bara eina máltíð, en borðum hollt og "hreint" þess á milli og munum að HREYFA okkur.... líka yfir jólin.  Skrokkurinn er nefnilega í gangi 365 daga á ári... og fitusöfnunin fer ekki í jólafrí. 

    

Prótín:

Skinnlausar kjúklingabringur

Túnfiskur í vatni

Magurt nautahakk (4-8% fita)

Nautakjöt-innralæri (roast beef), sirloin eða fillet

Fiskur (lax, ýsa, þorskur, lúða, silungur)

Sardínur í dós (tómatsósu eða hreinar)

Rækjur

Egg/Eggjahvítur

Kalkúnn

Kotasæla

Prótínduft

 

 

Flókin kolvetni (sterkja)

Haframjöl (gróft)

Sætar kartöflur

Baunir (black eye, pinto, grænar, nýrna)

Hýðishrísgrjón

Heilhveiti pasta

Spínat pasta

Gróft brauð (Fittý, Pumpernickel)

 

Trefjarík kolvetni

Kál (græn lauf, rauð lauf, romaine)

Brokkolí

Blómkál

Kúrbítur

Rósakál

Spínat

Aspas

Paprika

Gúrka

Sellerí

Eggaldin

Laukur

Tómatar

 

Ávextir

Epli

Greipaldin

Jarðarber

Ferskjur

Bláber

Sítrónur

Bananar

Appelsínur

Perur

 

Holl fita

Ólífuolía

Hnetur og Möndlur

Hörfræolía

Sesamolía

 

Sósur

Sinnep

Tómatsósa

Tómatpúrra

Salsasósa

Sojasósa (helst saltskert)

Teriyaki

Balsamedik

Vanilludropar, möndludropar

Sykurlaust síróp

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög svo þörf áminning. Ótrúlega auðvelt að láta glepjast og missa sig í Mackintoshinu. Held að ef e-rn tímann sé þörf fyrir einbeitingu og staðfestu þá er það nú yfir jólahátíðina - og ekki amalegt að hafa Naglann til að halda sér við efnið

Mína (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 11:50

2 Smámynd: Audrey

En hvað segirðu með Mango Chutney?  Er það alveg útúrsykrað og ruglóhollt? 

Audrey, 20.12.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Mína mín! Ég verð hér alla jólahátíðina og sparka í rassinn á landanum.

Auður! Jamm mín kæra, eins og þú orðar svo skemmtilega þá er chutney "útúrsykrað".  1-2 teskeiðar drepur nú samt engan, tala nú ekki um þegar fólk æfir eins og skepnur.  Fáðu þér það þá frekar fyrri part dags svo þú brennir sykrinum yfir daginn .   

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 13:12

4 Smámynd: Audrey

Ok flott!  Fékk mér smá með kjúllabringunni og hýðishrísgrjónunum í hádeginu... ógissla gott

Audrey, 20.12.2007 kl. 13:45

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jammí  ég skal trúa því, hljómar allavega "delicious".  Hafðu ekki áhyggjur mín kæra, eftir að hafa djöflast á löppunum í morgun þá öskra vöðvarnir þínir á sykur núna.  Þetta er "the beauty" við að lyfta: orkan fer bara í vöðvana og ekkert á mallann .

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 14:13

6 identicon

Já mjög svo þörf áminning. Mikið verður gaman að fara í gegnum jólahátíðina með þig í farteskinu  

Verð líka að kommenta á þetta með ræktina.. ég hef verið mjög hamingjusöm í minni undanfarið.. á staðinn alveg fyrir mig. Veit ég er eigingjörn en ég verð að viðurkenna að ég nýt þess að get sett græjurnar þar í botn með þeirri tónlist sem ég kýs og þeyst á milli tækja og lóða án þess að nokkur komist þar inn á milli.. Það verður líklega eitthvað annað upp á teningnum í janúar

Óla Maja (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 21:04

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Segðu!! Núna erum við sem æfum allan ársins hring, sama hvort það heita jól eða júlí, erum Palli einn í heiminum í salnum . Svo mætir lýðurinn með bullandi samviskubit og útþanda vömb í janúar og ætlar aldeilis að taka á honum stóra sínum í eitt skipti fyrir öll.  En við getum huggað okkur við það að þetta lið verður horfið í mars... þú veist klassíska 3 mánaða átakið og svo búið og bless .    

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband