Kryddsíld Naglans

Nú eru allir sjónvarpsþættir að líta um öxl og gera upp árið 2007 á ýmsum vettvangi og horfa fram á veginn árið 2008.

Naglinn ætlar að gera slíkt hið sama í þessum pistli.

Í einkalífinu er það án efa brúðkaupið okkar Snorra sem stendur upp úr. Það var mikil hamingjustund og ógleymanleg athöfn og veisla, stuð og stemmning all the way.

Á vettvangi hreystinnar er það Fitness keppnin í nóvember sem stendur upp úr, enda snerist líf Naglans um þessa keppni bróðurpart ársins.

Í undirbúningnum fyrir keppnina lærði ég meira um næringu, þjálfun og hvað virkar á minn eigin líkama, en öll þau 7 ár sem ég hef pælt í þessum hlutum.

Naglinn eignaðist líka fullt af góðum vinum í gegnum undirbúninginn, Heiðrúnu, Ingunni, Önnu Bellu og Sollu sem hjálpuðu mér heilmikið og hefði aldrei farið í gegnum þetta án þeirra.

Þó ég hafi ekki staðið á palli þá fannst mér ég samt hafa sigrað, því ég sigraði allar neikvæðu hugsanirnar, eins og að ég gæti þetta aldrei og fitness væri bara fyrir annað fólk, og stóð uppi á þessu sviði í mínu besta formi.
En lengi má gott bæta og árið 2008 er stefnan að bæta verulega við vöðvamassann, þá sérstaklega axlir, bak og hendur.

Naglinn er líka stoltur af þátttöku sinni í Þrekmeistaranum í vor, þar sem tíminn frá haustmótinu var bættur.
Stefnan árið 2008 er að gera enn betur og bæta þær greinar sem ég er léleg í, eins og armbeygjur, fótalyftur og uppsetur, en ég tapaði dýrmætum sekúndum í þessu greinum á báðum síðustu mótum.

Naglinn óskar öllum lesendum síðunnar gleðilegs og heilbrigðs árs, og takk fyrir að nenna að lesa blaðrið árið 2007. Sjáumst vonandi heil og hraust á síðunni á nýju ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár og þakka æðislega fyrir fræðsluna á því gamla og býð spennt eftir nýjum og nýjum fróðleiksmolum á nýju ári :)

Eva (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Megi nýtt ár færa þér gleði og gæfu !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.12.2007 kl. 15:51

3 identicon

Gleðilegt nýtt heilsu- og hreystisár!

Takk fyrir alveg brilliant síðu. Maður lítur alltaf við spenntur yfir því hvaða fróðleik þú ætlar að ausa yfir okkur, lesendur þína. Engin pressa samt, við erum ósköp "einföld" mörg hver ;o) Það er bara svo mótiverandi að lesa um það hvað þú sjálf ert dugleg í ræktinni, rekur mann upp af rassg....

Bestu kveðjur frá einni ókunnugri :o)

Helga Dögg (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 13:03

4 identicon

Glæsilegt ár hjá Naglanum  Það verður spennandi að sjá árangur ársins 2008  Þakka enn og aftur fyrir mig á árinu sem var að líða og ég verð svo sannarlega hér áfram á þessu nýja og góða ári

Óla Maja (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 13:16

5 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Gleðilegt ár sæta mín og haltu áfram að vera svona dugleg í heilsuræktinni og blogginu. Frábærir pistlar sem þú skrifar hérna inn og við Hilmar lesum þá í gríð og erg.... Eigðu frábært ár 2008 með honum Snorra þínum :-)

Kram og klejner fra Danmark, Eydís

Eydís Hauksdóttir, 1.1.2008 kl. 14:08

6 identicon

Gleðilegt ár mín kæra og takk fyrir það gamla. Hlakka til að fræðast enn meira um hreysti og heilsu á nýju ári og fylgjast með afrekum þínum

Mína (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 14:42

7 identicon

Hæ Ragga, sammála öllu því fólki sem segir sínar skoðanir á þínu BLOGGI. Frábærir molar þú ert alveg einstakur penni bæði fróðleg og fyndin. Takk fyrir flott Blogg árið 2007.  Veit að þú munt gera góða og kröftuga hluti á árinu 2008.  Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Hreyfingakveðja Anna Marta

Anna Marta (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 10:44

8 identicon

Gleðilegt ár dúllan mín og megi þú ná öllum þínum markmiðum á nýju ári...kiss og knús

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:36

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hjartans þakkir allar saman fyrir falleg orð, Naglinn er hrærður yfir hvað þið eruð ánægð með pistlana frá mér og hve margir nenna að lesa nöldrið. Þá líður manni ekki eins og einhverjum siðapostula sem þrumar yfir athyglisskertum lýðnum heldur einum af hópnum þar sem allir eru námsfúsir og fróðleiksþyrstir.

Takk elskurnar mínar!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.1.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband