10.1.2008 | 12:00
Ekki roð í Naglann
Naglinn stóð svo sannarlega undir nafni í ræktinni í gær.
Bibbinn og tribbinn voru viðfangsefnið gærdagsins og Naglinn að rembast í sitjandi hammer.
Í bekknum við hliðina var þjóðþekktur söngvari líka að pumpa bíseppinn.
Naglinn tók eftir því að félaginn byrjaði að stara og það ekkert í laumi og segir svo hátt og snjallt: "Helvíti tekurðu á því stelpa, maður á bara ekki roð í þig".
Sem var alveg rétt hjá kauða, því Naglinn var að taka á því með helmingi þyngri lóð en hann.
Reyndar sýndist Naglanum að hér væri um bullandi Janúarátak að ræða hjá söngfuglinum, og því kannski ekki langt að bíða þar til hann fer að ráða við sömu þyngdir og kellingin.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Ragganagli,
Það er synd að sjá hversu sjaldan fólk skilur eftir athugasemdir, sérstaklega þar sem fræðandi og skemmtileg blogg eru í gangi. Ég er nýliði í ræktinni. Hef ákveðið að breyta um lífstíl, þó grannur sé. Ég bara varð að hrósa þér fyrir skemmtilegt blogg og um leið langar mér að biðja þig um ráð hvar hægt sé að nálgast uppskriftir af heilsulegum mat. Hvað sé best að setja ofaní sig á daginn, miðjan dag og á kvöldinn. Fæ mér Hafragraut sjálfur á morganna, áður enn það kemur hádegi epli eða appelsínu ef ég er svangur annars borða ég Cherrios í hádeginu, fæ mér shake f. æfingu og eftir æfingu, einnig líka á kvöldin. Skyr, Jarðarber, Banana og vatn. Er í lagi að fá sér fitty brauð líka um miðjan dag eða jafnvel í hádeginu? Hlakka til að sjá næsta pistil frá þér.
Kveðja,
Nýliðinn
Nýliðinn (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:05
Sæll Nýliði og til hamingju með að vera byrjaður í ræktinni. Ertu að hugsa um að byggja þig upp og stækka, eða er markmiðið að bæta þolið. Það væri ágætt að fá meiri upplýsingar um þig til þess að geta ráðlagt þér betur. Það sem þú segist vera að borða núna hljómar ekki mjög mikið og of lítið af alvöru mat, og of mikið af sjeikum. Cheerios í hádeginu er ekki staðgóð máltið og skilur lítið eftir sig í formi næringarefna. Þú ættir frekar að fá þér magurt kjöt t.d kjúlla, eða fisk, og kartöflu eða hýðishrísgrjón og grænmeti. Kvöldmatur ætti að vera svipaður, en þó minna af flóknum kolvetnum og meira af grænmeti. Maginn er gerður til að melta mat, og þannig heldurðu brennslunni í botni frekar en að borða of mikið af sjeikum. Þeir eru bestir milli mála og eftir æfingar en ekki sem heil máltíð, það kemur ekkert í staðinn fyrir venjulega fæðu.
Fittý brauð er frábær kostur í kaffitímum.
Vertu í bandi ef þig vantar meiri aðstoð.
Gangi þér vel!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.1.2008 kl. 13:18
Ég hef nokkrum sinnum kommentað, og er orðinn fastagestur - langar bara taka undir hvað þetta er frábært og fræðandi blogg.
Valdís (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 15:50
Hæ og vá kærar þakkir fyrir ábendingarnar sko...
Markmiðið mitt er að stækka, byggja upp orkuna og auka þolið. Ég er ekkert smá sáttur þegar þú sagðir "of lítinn mat." Ég væri nefnilega alveg til í að borða aðeins meira yfir daginn. Sjálfur er ég frekar grannur, hávaxinn c.a. 188cm á hæð, 73kg. Ég er búinn að fara 1x síðan ég fór að byrja prógrammið mitt. Enn er að fara út að ganga í 30 mín á eftir. Ég fer svo í ræktina aftur á morgun. [Ég verð að viðurkenna tvennt. Ég hef alltaf borðað lítið af grænmeti og ávöxtum.]
Ég hef aldrei getað borðað tómata né agúrkur. Þó það kæmi heimstyrjöld og ég hefði öll bestu vopnin og sá sem væri á móti mér væri með tómata og agúrkur hann myndi vinna auðveldlega. Enn annars hvað væri best að borða í hádeginu? Þú nefndir kjúlla. Má hann vera kryddaður? .
Ég fékk mér í gærkvöldi kjúkling og brún hýðishrísgrjón og vatn með. Er semsagt í lagi að borða 2x heitar máltíðir yfir daginn ef svo er, hvers vegna er það í lagi? Ég er aðalega í vandræðum hvernig ég á að skipuleggja daginn og hvað ég á að fá mér að borða? Ég er líka að hugsa um í leiðinni. Hvað gerir shake-inn fyrir mann? Ég tek hann áður enn ég fer á æfingu og eftir æfingu og áður enn ég fer að sofa. 500gr að skyri. 2x banana og jarðarber. Hreint skyr að sjálfsögðu. (Kærastan mín hún er að drekka hið sama og ég.) Mér var sagt að þetta væri öll sú orka sem maður þyrfti yfir daginn og sjálfsögðu með mat líka :) Kærastan er rosalega dugleg að borða grænmeti og ávexti. Keypti epli og appelsínur áðan.
Ætlunin mín er að byggja mig upp og fá meiri orku. Styrkja líkamann og koma mér í betra form. Ég er með smá utan á mér enn ekkert alvarlegt. Kemur bumba þegar ég sit, *yack* :) Enn er samt alls ekki feitur. Mér hefur verið sagt að þetta hverfur með brennslu og styrkja líkamann. Þú nefndir að shake kemur ekki í staðinn fyrir fæðu, hvernig er þá best að borða og hvað? Ég er ekkert smá sáttur við svörin sem ég fékk frá þér og hversu fljótt þú svaraðir. Þú ert greinilega frábær karakter og góð sál. Það fer ekkert á milli mála. Hjálpsöm og yndisleg!
Já meðan ég man. Ég fæ einn nammidag í viku. Það væri stór og mikill bónus ef þú gætir gert mér greiða og bætt inn fleiru sem væri í lagi að setja ofan í sig. t.d. gróft kex er það í lagi? Þá er ég að meina hafrakex. Til að grípa í. Alls ekki til að síéta yfir allan daginn, alls ekki. Í lokin vil ég benda þér á. Þú mátt endilega þegar þú hefur tíma bæta meiri heilsuréttum inn eða eru þeir kannski ekkert margir? Það hlýtur að vera hægt að búa sér til eitthvað rosa gott og hollt.
Já og meðan ég man svona í lokinn. Ef þú náðir því ekki. Þú gerðir það samt örugglega. Þá er mig bara farið að langa hafa stinnann og flottann maga. Líta vel út og hafa meiri orku í mér:) Kærastan mín. Hún þarf reyndar að brenna meiru enn ég. Er með smá björgunarhring enn er rosalega dugleg að borða hollan og góðan mat. Hún þarf bara meiri hreyfingu og maturinn má vera hollari. (Þú ert svo frábær ragganagli að mig langar að bæta einu við. Þegar við fórum að kynnast fór maður meira að hafa það kósý með doritos snakki og meiru snakki og namminu.) Þannig maður kannski gleymdi sér aðeins. Enn núna er tími að snúa vörn í sókn, gera betur :)
Ó já mig langar að borða aðeins meira enn bara spurning hvað það gæti verið og með hverju. Þú ert svo hjálpsöm ég verð að spyrja þig að einu í viðbót. Í hverju eru flókinn kolefni og hvað gera þau líkamanum? (Er t.d. precision burner drykkur sem þú gætir mælt með?) Hinir orkudrykkirnir þeir eru allir rusl, ekki satt? Mig langar bara að læra að borða hollar og betur.
Kærar þakkir!!!
Hlakka mikið til að fá svörin frá þér.
P.S. Fittý brauðið með hverju er gott að borða það 11% ost? (1 eða 2 sneiðar, hvað er í lagi?) - Ég held að kærastan ætlar að hafa plokkfisk í kvöld :) Það þarf kannski ekkert að taka það fram enn kærustunni henni langar að verða grennri og líta betur út, mig langar samt alls ekki að hafa hana tágranna, henni er meira en velkomið að hafa smá utan á sér, vill bara að hún sé heilbrigð, líti vel út og við höldum í sameiningu heilsunni okkar og um leið orkunni í lagi :)
Kveðja,
Nýliðinn
Nýliðinn (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 15:57
Ég hef alltaf gaman af því þegar þú situr inn æfingasögur úr ræktinni, hvaða þyngdir og æfingar þú ert að gera o.s.frv. Hef mjög gaman af því að lesa um það - sem og annan fróðleik sem þú birtir
Mína (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 11:48
Sæll aftur Nýliði,
Kjúllinn má vera kryddaður já og það er í lagi að borða 2 heitar máltiðir á dag, morgunmatur, í hádegi og á kvöldin er gott að fá sér máltíðir og nota svo sjeikana eftir æfingu og milli mála. Myndi sleppa hafrakexi, það er unnin vara. Kíktu á pistlana á síðunni um flókin kolvetni, og um hreint mataræði, þeir útskýra mál mitt betur. Sjálf nota ég aldrei orkudrykki svo ég get ekki sagt neitt um þá. 2 Fittýbrauðsneiðar eru í góðu lagi. Passaðu bara að hafa þær með mögru áleggi.
Verið bara dugleg að æfa, lyfta og brenna með, og sleppið sukkinu nema um helgar og þá eruð þið bæði í góðum málum.
Kv
Ragga Nagli
Ragnhildur Þórðardóttir, 12.1.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.