Hungrið ógurlega

Áherslubreytingum Naglans í ræktinni fylgja vandkvæði, nefnilega viðstöðulaust hungur. 

Skammtarnir hafa verið stækkaðir umtalsvert, einni máltíð bætt við inn í daginn, kolvetnin skrúfuð vel upp, en allt kemur fyrir ekki.... er södd í svona klukkutíma og svo kemur brjálað Biafra hungur, við erum að tala um örvæntingarhungur, þar sem augun glennast upp eins og í antilópu í leit að æti og munnurinn fyllist af munnvatni og eina sem kemst að í hausnum er að borða NÚNA NÚNA NÚNA. 

HUNGRY

Svo Naglinn fer úr húsi klyfjaður nokkrum kílóum af æti á morgnana, í þeirri veiku von að skrokkurinn haldist sáttur þar til vinnudegi lýkur.   

Svengd fer líka mjög í skapið á Naglanum og finnst vöðvarnir rýrna á ógnarhraða með hverri mínútunni sem líður í hungurástandi.  Þetta ástand er því ekki gott fyrir heimilisfriðinn. 

food

Þetta ástand hefur líka óneitanlega aukinn kostnað í för með sér, því matarinnkaupin hafa aukist til mikilla muna og Ísland er dýrast í heimi með kjúklingabringur flokkaðar sem munaðarvöru.

Ekki láta ykkur því bregða þó þið rekist á Naglann úti í bæ, hálfan ofan í ruslatunnum í leit að hálfétnum kjúklingi og brokkolíafgöngum.       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Eins og talað úr mínum munni... fyrir ekki svö löngu síðan fann ég ekki svona svakalega fyrir hungri!  Núna er ég með fulla tösku af mat og bætiefnum til að gúffa í mig í vinnunni....  Vöðvarnir alveg grenja á meiri mat - maður veit bara varla hvernig maður á að taka þessu

Audrey, 24.1.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þessar þungu lyftingar eru ekkert smá orkufrekar maður... svo er maður alltaf skíthræddur að bæta á sig speki, en vill ekki rýrna svo þetta er oft mikil togstreita í hausnum hversu mikið skal borða.  En skrokkurinn bókstaflega grenjar á mat og því verður að sinna svo hann þegi .

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.1.2008 kl. 15:04

3 identicon

HAHAHA    góðar lýsingar hér á ferð

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:19

4 identicon

Sæl Ragnhildur, ég er að lyfta mun þyngra heldur en ég hef gert nokkurntíman áður og ég er sísvöng (og pirruð ) þannig að ég skil hvað þú átt við.  Hópurinn sem ég er að æfa með ætlar að keyra allar þrekmeistaraæfingarnar í gegn á sunnudaginn eftir viku og ég er smá kvíðin því ég get í mesta lagi gert 10 armbeyjur í einum rykk með 55 cm á milli en það hlýtur að koma. Ef þú vilt fylgjast með hópnum þá er slóðin www.blogcentral.is/workout   Já og prótínið maður lifandi..... getur maður pantað það frá Akureyri?  Ég get ekki lengur pínt í mig Myoplex sullinu.  Bestu kveðjur og gangi þér vel.  Guðrún Helga (hans Einars)

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:07

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð Guðrún,

Það er samt lúmskt gaman að geta borðað eins og meðal stóðhestur án þess að hafa áhyggjur af vömbinni því vöðvarnir tæta þetta allt í sig.  Gangi þér vel á sunnudaginn, ekki hafa áhyggjur þó þú getir ekki armbeygjurnar núna, það er enn nægur tími til stefnu.  Vertu bara dugleg að æfa og borða .  Prótínið færðu hjá Sigga Gests í Vaxtarræktinni, hringir bara í hann (s. 462 5266) og pantar og færð sent heim að dyrum.  Þetta er algjör suddi, þetta er svo gott, bara eins og að fá sér bragðaref, tala nú ekki um með banana út í.... já sæll .

Ragnhildur Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband