Ofátsgræðgisröskun

Naglinn á verulega bágt í hausnum.

Innbyrti hitaeiningafjölda í svindlmáltíð helgarinnar sem meðalfíll hefði verið stoltur af og uppskeran eru gríðarlegir kraftar á æfingu, en vaxtarlag eins og Barbapabbi.

barbapabbi

En þrátt fyrir vömbina sem er girt ofan í sokkana og fituna sem ég finn stífla æðarnar eftir maraþon súkkulaðiát, er Naglinn þegar farinn að skipuleggja og telja niður dagana að næsta svindli.

hugsaumsvindl

Það er ekki nema þriðjudagur for crying out loud og ekki einu sinni komið hádegi!!

Þessi matgræðgi Naglans hlýtur að flokkast sem röskun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sukk, æ hvað ég skil hann, brenndur sama brennimarki. missi völdin og ræð ekki við neitt. Er þó í átaki núna, annars missi ég heilsuna. Kem fyrst fram undir nafni þegar 55 kíló eru farin, þá er ég 90. Sukk og aftur sukk. Vildi gefa allt til þess að komast yfir þennan fjanda. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:54

2 identicon

Já, sæll! Við skulum ekkert vera að ræða þetta sukk um helgina. Maður lifandi hvað ég át mikið. :)

ingunn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:20

3 identicon

Gott að svindla stökum sinnum ... en er ekki að koma að næsta móti og niðurskurður í nánd?

Guðrún (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:32

4 Smámynd: Audrey

Sjís.... tala nú ekki um ef maður nær að verða veikur og liggja heilan dag og vera svo með barnaafmæli daginn eftir!  Át alvarlega yfir mig af viðbjóði um helgina  

Af hverju gerir maður sér þetta??

Audrey, 29.1.2008 kl. 11:38

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Er svo með bumbuna út í loftið og samviskubit á stærð við Vatnajökul daginn eftir, en fellur svo í sama farið helgi eftir helgi

Það er bara svoooo gott að borða .

Guðrún! Niðurskurður hefst ekki fyrr en í ágúst, svo ég þarf að ferja rassinn í hjólbörum næsta hálfa árið .

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 11:50

6 identicon

Hæ,

Ég gat ekki skilið eftir athugasemd þar sem þú svaraðir mér seinast. Enn ég vil þakka þér fyrir skemmtilega pistla og góð ráð. Ég vildi bara koma því áleiðis :)

Kveðja,

Nýliðinn

Nýliðinn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:55

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nýliði!  Þakka þér fyrir, og verði þér að góðu með ráðleggingarnar.  Gangi þér vel og vertu duglegur .

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 13:00

8 Smámynd: Audrey

Á ekki að keppa um páskana, Nagli??

Audrey, 29.1.2008 kl. 13:10

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Neibb ekki um páskana, ætla að keppa næst í haust.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 13:16

10 identicon

Vá hvað ég þekki þetta... get sko ekki beðið eftir laugardeginum... (og sunnudeginum reyndar líka (sem er of mikið)!!!

Lena (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband