Trial and error

Eftir því sem Naglinn lærir meira um undirstöðuatriði fyrir líkamsrækt og uppbyggingu vöðva þá sé ég alltaf betur öll þau mistök sem ég hef gert í eigin þjálfun og mataræði í gegnum tíðina.  Það er hverju orði sannara að reynslan er besti kennarinn og maður lærir víst best á eigin mistökum frekar en mistökum annarra. 

Líkamsrækt byggist að miklu leyti á "trial and error", því það sem virkar fyrir einn þarf alls ekki að virka fyrir næsta mann.  Líkamsrækt er ekki "one size fits all" heldur þarf að fara í gegnum margar tilraunir á sjálfum sér til að læra hvað virkar og hvað ekki.  Það er heldur ekki gott að hlusta á of mörg sjónarmið því þá verður maður alveg ruglaður í skallanum. 

 

  • Naglinn hefur verið í megrun síðustu 8 ár og lengst af borðað eins og hamstur.  Enda vöðvavöxturinn oft verið á við meðal nagdýr. 
  • Talandi um nagdýr þá hefur Naglinn líka verið Cardio kanína undanfarin ár og hamaðist á bretti, skíðavél eða stiga allavega 6 daga vikunnar í klukkutíma í senn.  Skildi svo ekkert í því að vöðvarnir stækkuðu ekki og styrkurinn jókst ekki neitt.  Alltaf orkulaus seinni part dags á lyftinga æfingu eftir að hafa brennt í klukkutíma um morguninn og skorið hitaeiningar við nögl yfir daginn.
  • Low-carb:  Lengi vel borðaði Naglinn nánast engin flókin kolvetni, bara grænmeti.  Hver var árangurinn af þess konar mataræði?  Hausverkur, síþreyta, orkuleysi og úthaldsleysi á æfingum.  Vöðvavöxtur sama og enginn því það vantaði alla orku í lyftingarnar.  Bætingar á æfingum voru jafn sjaldséðar og geirfuglinn.
  • Ekki borða 3 tímum fyrir lyftingar ef lyftingaæfing var seinni part dags:  Naglinn var einu sinni haldinn þeirri fásinnu að ekki ætti að borða 3 tímum fyrir lyftingaæfingu, það væri best að vera nánast í föstuástandi að lyfta.  Mætti á æfingu á tómum tanki og tók á því í klukkutíma.  Þegar svo líkaminn fékk loksins nærði sig voru liðnir næstum 5 tímar frá síðustu máltið... brennslan í lágmarki en vöðaniðurbrot í hámarki. 
  • Þegar Naglinn og viðhengi bjuggu í Edinborg var alltaf lyft á morgnana.  Það tímabil lyfti Naglinn eingöngu á fastandi maga, og brenndi svo í 45 mín eftir æfinguna.  Semsagt eftir 8 tíma svefn með líkamann í föstuástandi sem er niðurbrjótandi (katabólískt) fór Naglinn og tók á járninu (líka katabólískt) og var því kominn í tvöfalt niðurbrot.  Ekki skánaði það svo þegar brennsla var tekin, og í alltof langan tíma og því hámarks niðurbrot í gangi.  Svo skildi Naglinn ekkert í að vöðvarnir voru flatir eins og pönnukökur.
  • Drekka bara einn sjeik í kvöldmat.  Þetta gerði Naglinn í Edinborg.  Þá kláraðist vinnan svo seint að Naglanum fannst hann ekki hafa tíma til að búa til kvöldmat þegar heim var komið.  Sjeik væri því besta lausnin.  Ekki nóg með það að hann væri einhverjar aumar 200 kaloríur, heldur er heil fæða mun betri fyrir skrokkinn og brennsluna, nema eftir æfingu.
  • Borða of lítið:  Lengi vel þorði Naglinn ekki fyrir sitt litla líf að setja einni kaloríu yfir 1200 ofan í sinn vesæla skrokk sem öskraði á meira eins og hungraður fuglsungi.  En á það var ekki hlustað enda Naglinn krónískt með feituna á hæsta stigi.
  • Æfa of mikið:  2 x á dag var normið hjá Naglanum í mörg ár.  Brennsla eins og áður segir í 50-60 mín á fastandi maga og svo lyfta seinnipartinn.  Ofþjálfun??? Eigum við að ræða það eitthvað.  Líkaminn algjörlega staðnaður og útbrunninn.  Bætingar í þyngdum voru sjaldséðar á þessum tíma og vöðvavöxtur á hraða snigilsins. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá kannast maður við þessi mistök eða hvað. Það er sko alveg rétt að þetta er eilíft lærdómsferli að finna út hvaða hentar manni. Stundum getur það verið ansi frustrerandi en yfirleitt er það bara skemmtilegt.

ingunn (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Segðu!! Held að allir hafi gert ógrynni af mistökum í gegnum tíðina.  Maður heldur að maður sé að gera pottþétta hluti en pælir ekkert í því að árangurinn er í núlli.  Maður er alltaf svo vitur eftir á .

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 10:36

3 identicon

OMG 1200 kaloríur... og í hreyfingu! Það er svakalegt .... ég myndi rífa af mér hárið að pirringi ...

Hvað ertu að æfa oft núna yfir vikuna? Ég er að reyna að fara 6 sinnum en á stundum erfitt með að halda þeim dampi....

Snjólaug (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:05

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Einmitt 1200 kaloríur er það sem maður þarf til að fúnkera í dauðadái, hvað þá sprelli vakandi og að æfa 2x á dag.  Sæll!! Algjört rugl.

6 sinnum í viku er glæsilegt, þú skalt ekki fara oftar en það.  Ég æfi 6 daga vikunnar líka, lyfti 5-6 sinnum og brenni 3-4 sinnum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 11:18

5 identicon

Hæ hæ! Frábærir punktar og fá mann sko til umhugsunar. Það er samt voða gott að finna hvað kvenmenn eru almennt að verða betur upplýstar um "sannleikann" í þessu öllu saman! Vigtin skiptir engu fja... máli!

En bara svona fyrir forvitnissakir... Hvað heldurðu að þú sért í ca. mörgum kcal per dag núna, þ.e. miðað við allar þessar lyftingar?

Hvernig tekurðu svo nammidaginn, hefurðu heilan dag og leyfirðu þér hvað sem er fram að miðnætti eða ertu bara að binda þetta við extra góða máltíð og eftirrétt t.d.

Er einmitt að reyna að fínpússa mín plön og vil alls ekki keyra niður grunnbrennsluna með því að fara of neðarlega í kcal-inu en vil samt sem áður ná að skafa aðeins utan af mér. Það er vandlifað... ;)

bkv. Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:07

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð Helga Dögg,  ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég ekki hugmynd um kcal núna, en giska á í kringum 1800-2000. 

Nammidagurinn hjá mér hefur tekið miklum breytingum gegnum tíðina, hér áður fyrr þá byrjaði ég að sukka um morguninn alveg til miðnættis.  Svo breytti ég því yfir í kvöldmat og svo morgunverð daginn eftir.  Núna hins vegar tek ég bara eina máltíð, yfirleitt kvöldmat, og eitthvað nammi og gúmmulaði eftir það.  Hætti að sukka á miðnætti.  Maður þarf svolítið að prófa sig áfram með nammidagana.  Sumir geta sukkað heilu dagana án þess að finna fyrir því, en aðrir (t.d ég) verða útblásnir og vatnaðir bara eftir smá sukk.   Eftir því sem mataræðið er hreinna dags daglega, því verr bregst líkaminn við hveiti, salti, sykri, fitu, og mjólkurvörum (ef þær eru ekki á daglega planinu).  Ég nenni ekki að vera eins og flóðhestur í marga daga eftir sukk, og þess vegna minnkaði ég það niður.  Mikið sukk er líka fljótt að skemma árangur vikunnar. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 13:24

7 identicon

Sæl Ragga, ég les alltaf bloggið þitt en commenta aldrei...

Núna langaði mig samt að spyrja þig þar sem þú talaðir um að á Edinborgartímabilinu hafðir þú lyft á morgnana á fastandi maga... Ég lyfti á morgnana en gæti held ég með engu móti komið fæðu niður rétt eftir að ég vakna ef það er það rétta...

Varðandi hitaeiningarnar... ég þarf að missa nokkur kg. 10 væri mjög gott en væri ágætlega sátt við að missa 5 til viðbótar. Er búin að vera ágætlega dugleg í mataræðinu og er það í raun í fyrsta skipti sem ég sé árangur með mataræði, hef í raun aldrei náð að vera eins öguð og núna.  Ef maður þarf að missa kg, þarf maður þá ekki að hafa hitaeiningafjöldann í lægra lagi..finnst ég oft hafa heyrt 1200-1500?

Dyggur lesandi... sem commentar aldrei (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 16:59

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Kæri dyggi lesandi. Þú gengur of mikið á þig með að lyfta á galtóman maga. Eitt epli, eitt djúsglas eða prótínsjeik er alveg nóg. Svo geturðu borðað vel eftir æfinguna.

Ef markmiðið er að missa fitu en viðhalda vöðvamassa skaltu alls ekki fara of neðarlega í hitaeiningum. Ef þér finnst ekkert gerast er oft betra að hreinsa aðeins til í mataræðinu, auka brennsluæfingar eða herða lyftingarnar frekar en að kötta hitaeiningarnar meira niður. Megrun minnkar vöðvamassann sem aftur minnkar grunnbrennsluna. Það er erfitt að miða við einhverja tölu því fólk er mismunandi hvað varðar hæð, þyngd, vöðvamassa, fitu% o.s,frv. Þú þarft svolítið að prófa þig áfram, í hvaða fjölda þú viðheldur þyngd, hvar missirðu fitu, hvar byrjarðu að missa massann o.s.frv.

Gangi þér vel og endilega kommentaðu aftur. Það er svo gaman að fá komment ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 17:12

9 identicon

Þetta er það sem gerir síðuna þína svo skemmtilega.  Þú kemur að þessum málum á svo fjölbreyttan hátt og ég held að það sé rosalega áhrifaríkt af Nagla eins og þér að opinbera svona mistökin í gegnum tíðina. Sumir halda að þeir sem hafa náð góðum árangir hafi bara alltaf haft allt sitt á hreinu. Ég kannast vel við ýmislegt af þessu. Man t.d. eftir að hafa trúað á "þrem tímum fyrir lyftingar" regluna  man líka að matarræðið þessum þrem tímum fyrir æfinguna var ekkert endilega vandað né til þess fallið að auka kraft né hreysti. Eins þetta með hitaeiningarnar. Var m.a.s. einu sinni sett á 1.000 hitaeininga-kúr og vá hvað ég þjáðist. Elska að borða og á þessum tíma þá komst hreinlega engin önnur hugsun að í kollinum á mér en matur.. var farið að dreyma eingöngu um mat

Ég held að það hafi komið fram hjá þér.. en til að vera viss.. dagana sem þú bæði brennir og lyftir; ertu þá að brenna að morgni og ferð svo aftur seinnipartinn til að lyfta?

Óla Maja (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 19:15

10 identicon

Batnandi mönnum er best að lifa. Finnst alltaf jafn frábært þegar fólk getur viðurkennt mistök sín og lært af þeim, svona almennt séð...það er nefninlega alltof mikið af fólki sem hjakkar í sama farinu og hreinlega þvertekur fyrir það að því geti nokkurn tíman skjátlast.

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:20

11 identicon

Ég vildi bara kvitta fyrir innlitið. Kíki reglulega hérna inn og alltaf eitthvað skemmtilegt að lesa um. Frábærir pislar og einmitt það sem manni vantar í "átakinu" sínu.

Smá spurning
Nú fer ég í ræktina kl 6 á morgnanna og tek brennslu 3 í viku og lyftingar 2-3 sinnum . Ætti ég að fá mér próteinsheik eða eitthvað annað áður en ég fer á æfingu? Þá hef ég ekki borðað neitt frá cirka kl 20 kvöldinu áður .

Takk fyrir skemmtilegt blogg

Lilja Guðrún (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:47

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Óla Maja!

1000 kal kúr ætti nú bara að vera á skrá hjá Amnesty undir pyntingar .  Þrisvar í viku brenni ég á fastandi og fer svo seinnipartinn að lyfta.  Hina þrjá dagana fer ég að lyfta að morgni og búið.  Ég reyni að haga því þannig að á brennsludögum tek ég minni líkamshluta seinnipartinn t.d hendur eða axlir.

Lilja Guðrún!   Takk sömuleiðis fyrir að kíkja í heimsókn.  Til að svara spurningu þinni:  Þegar þú ferð að brenna skaltu fara á fastandi og drekka bara vatn og fá þér BCAA eða glútamín.  Ef þú ert hins vegar að fara að lyfta er betra að borða eitthvað áður.  Til dæmis eitt epli, banana, prótínsjeik, hrökkbrauð, skyr.   

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 09:22

13 Smámynd: M

Góðan daginn. Degi á eftir hérna, en þegar þú brennir, hvað ertu þá að gera ?

Einni sem gengur ekki nógu vel að brenna og lærin bara stækka (vöðvar)

M, 6.3.2008 kl. 09:26

14 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl og bless M,

Ég hleyp rosa mikið, og þá aðallega með halla á brettinu og tek spretti.  Eins nota ég skíðavélina og þrekstigann mikið, og svo plyometrics sem eru allskonar hopp, t.d upp og niður á kassa, hnébeygjuhopp, sipp, hoppa yfir bekk.

Einu tímarnir sem ég get farið í er spinning því ég get ekki lært eitt einasta spor og er algjörlega taktlaus .  Ég er týpan sem er aftast í tímanum og fer í öfuga átt við alla hina.  Svo ég hætti fljótlega að reyna og gera mig að fífli og held mig við einfaldari æfingaform

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 10:51

15 Smámynd: M

Stundum verð ég þreytt á að lesa "þig"  Þá meina ég ekki að þú sért leiðinleg, öðru nær   

Ég er svo löt við þessi hlaupabretti, labba í 15-20 mín. á þeim áður en ég fer í Body shape. Skíðavélina hef ég aldrei farið í og þori ekki   Er soldið góð (eða vond) við mig.

Eigðu góðan dag dugnaðarforkur. 

M, 6.3.2008 kl. 10:55

16 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

He he, ég er með njálg og bara verð að spretta úr spori til að losna við hann .  Tók einmitt skíðavélina í 45 mín í morgun, finnst rosa fínt að fara á hana með gott vöðva eða tísku blað og púla.  Mæli eindregið með að þú tékkir á henni.  Þú brennir helling á henni sérstaklega með að nota handföngin.

Eigðu góðan dag!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 11:11

17 identicon

Hæ,

þú ert nú bara eins og einkaþjálfarinn minn hér á netinu. Mér finnst frábært að lesa pistlana þína og hef lært meira á að lesa það sem þú skrifar hér, síðan í haust þegar ég byrjaði að lesa, heldur en þau ár sem ég hef verið reglulega í ræktinni...

Það er svo oft eins og þeir sem eru einkaþjálfarar eða að vinna á líkamsræktarstöðvum vilji ekki segja manni frá þessum "leyndarmálum" .... en þú ert bara flott og gefur manni endalaus spörk í rassinn....

Takk fyrir mig.

Hulda.... sem kíkir hér inn á hverjum degi  .... og er ekki lengur með samviskubit yfir því að kvitta aldrei

Hulda (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:18

18 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Æi frábært mál Hulda mín að ég sé þér að einhverju gagni, og bara takk fyrir að kíkja í heimsókn .  Ég upplifði einmitt sjálf það sama með þjálfara, maður var að spyrja og spyrja en fékk oft bara loðin svör, eins og þeir vildu ekki gefa of mikið uppi nema gegn borgun eða þetta væri allt eitthvað leyndarmál sem aðeins fáir útvaldir mættu vita. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 11:53

19 identicon

Hefur þú heyrt um Turbulence Training?, eða lesið bloggið http://skwigg.tripod.com/blog/, þar er margt fróðlegt eins og á þinni síðu.

Takk fyrir góða pistla.

Jon Haraldsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:13

20 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæll Jón,  Turbulence training þekki ég ekki en hins vegar les ég skwigg reglulega.  Hún er algjör snillingur og við eigum ótrúlega margt sameiginlegt ég og hún.

Takk fyrir að kíkja í heimsókn

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband