Oft má satt kyrrt liggja

Naglinn átti ljúfa daga í Köbenhavn.  Fór í ræktina og borðaði samkvæmt planinu alveg fram á laugardagskvöld þegar við fórum út að borða á indverskan.  Á páskadag missti Naglinn sig svo alveg og sukkaði út fyrir öll velsæmismörk.  Páskaegg, danskur frokost, meira páskaegg, meiri síld, kavíar, spekfeitur ostur, enn meira páskaegg rann allt ljúflega niður, einum of ljúflega eiginlega. 

Naglanum leið ekki vel með bumbuna út í loftið á leiðinni heim á páskadagskvöld í flugvélinni og þurfti meira að segja að skipta úr gallabuxunum yfir í jogging á vellinum.... eins og Joey í Friends sagði réttilega:  "Jeans have no give."

Að morgni annars páskadags drattaðist Naglinn í brennslu, illa sofin, útúrvötnuð eins og naggrís í framan, með tvær bólur á stærð við Vatnajökul á hökunni og bumbuna í hjólbörum.  Sjálfstraustið var því í sögulegri lægð þennan morguninn.  Því var síðan sturtað ofan í klósettið eftir samtal sem Naglinn átti við kunningjakonu sína í ræktinni, en sú sá um að mæla Naglann fyrir fitnesskeppnina í haust.

Eníhú.... Konan segir:  "Þú hefur nú bætt dálítið vel á þig síðan þú kepptir í haust."

Naglinn:  Ha já, *roðn* já, það eru komin einhver 9 kíló síðan í keppninni.

Konan:  "Já, ég sé það...það er nú líklega ekki mikil fita, þú æfir nú svo mikið.  En þú þarft að passa kviðsvæðið á þér... þú varst búin að ná því svo vel niður en það er allt komið til baka".  

Naglinn:  *roðn*  he he já, bumbumaginn er kominn aftur.  Það gerðist mjög fljótt.  Ég virðist safna á mig þarna.... *hér var Naglinn orðinn létt fjólulitaður af skömm*

Konan:  Já maginn á þér er alltaf svo útblásinn.  Eins og þú sért alltaf ógeðslega södd!!!

 Með þessa blautu tusku í smettinu labbaði Naglinn út úr ræktinni þennan morguninn, með bólurnar og ógeðslega sadda magann.  Svuntuaðgerð var íhuguð alvarlega og gönguferð í sjóinn var álitin vænlegur kostur.

Maður þarf ekkert alltaf að segja það sem maður hugsar....    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Eins og þú sást hjá mér, þá líður mér eins eftir helgina.  Eins með mallann, alveg sama hversu mjó ég hef verið í gegnum tíðina þá hefur alltaf verið svona útstandandi Bíafra magi á mér. Held við séum bara svona sumar konur og ekkert við því að gera. Öllu verra með mörinn framan á

M, 25.3.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Já það er svona þegar maður keppir í svona útlitskeppni, þá er eins og fólki finnist það hafa rétt á að dæma útlit manns þaðan í frá (hef lent í því sjálf, en ég sko bætti ansi miklu á mig eftir mín mót), en ætli þau meini ekki vel? Finnist að þau séu með hag manns í huga með því að benda manni á það sem betur mætti fara líkamlega séð. Verðum við ekki bara að trúa því? Þú stingur svo bara uppí þau með því að mæta með rosa fínan malla þegar þú stígur næst á svið

Bjarney Bjarnadóttir, 25.3.2008 kl. 15:52

3 identicon

Jahérnahér! Alveg með ólíkindum. Veit bara varla hvað ég á að segja... En þú hefur nú sterkari bein (og vöðva) en svo að taka þetta e-ð mikið inn á þig. Ef þér er huggun í því þá ert þú mín helsta fyrirmynd í líkamsræktarmálum og er ég með á todo-listanum að prenta út mynd af þér og hengja á ískápinn mér til hvatningar híhí

Þakka enn og aftur fyrir skemmtilega síðu hjá þér og fróðlega pistla. Sjáumst vonandi fljótlega. Stórt knús 

Mína (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já ég mæti bara með sixpakkinn helskorinn og flottan í haust og sýni þeim sem eru að setja út á bumbuna mína hvar Davíð keypti ölið .

 Mína!  Takk fyrir falleg orð mín kæra. Ég er ekki viss um að þú myndir setja mynd af mér eins og ég lít út núna upp á ísskáp, ekki nema þá sem víti til varnaðar .

Hrafnhildur!  Þetta er athyglisverð spurning.  Það er eins og það megi segja allt við okkur fitness spírurnar því við höfum stjórn á vömbinni og getum náð henni af okkur, en það má ekkert segja við þá sem eru virkilega feitir og ekkert að gera í sínum málum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 08:56

5 identicon

Ég á ekki til orð. Vinsamlegast benda mér á þessa konu svo ég geti tekið í lurginn á henni.

lovísa (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband