1.4.2008 | 09:31
Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag, hefur heilsan ekki tíma fyrir þig á morgun !!!
Hösbandið stundar tuðruspark tvisvar í viku og er það vel. Nema að fyrir nokkrum dögum sneri greyið á sér ökklann svo nú lítur vinstri fótur hans út eins og hjá konu komin á níunda mánuð meðgöngu, allur bólginn og þrútinn. Eins og gefur að skilja er tuðrusparkið út úr myndinni næstu vikurnar, sem og veggjaboltinn á miðvikudögum.
Naglinn benti sínum heittelskaða á að þar sem skrokkurinn fúnkerar fullkomlega ofan sköflungs væri ekkert því til fyrirstöðu að fara í ræktina og lyfta upper body. Það væri nú ekki hægt að mygla úr hreyfingarleysi þrátt fyrir smá helti. Til eru dæmi sem Naglinn þekkir þar sem menn á hækjum, spelkum, haltir og jafnvel án útlims mæta harðir í ræktina.
Naglinn varð þess fljótt áskynja að hugmyndin hlaut ekki góðan hljómgrunn hjá húsbóndanum, eitthvað hummaði í honum og ræskingar og hósti fylgdu í kjölfarið. Svo klykkti hann út með að segja að þá þyrfti hann að kaupa sér kort, og hann TÍMDI því ekki.
Naglinn fékk næstum gyllinæð af hneykslun, enda fátt sem Naglinn þolir verr en afsakanir fyrir að fara ekki í ræktina, eina gilda afsökunin í bókum Naglans er að vera dáinn og grafinn. Allra ömurlegust er að hafa ekki tíma, hver hefur ekki 30 mínútur til að hreyfa sig af 24 klukkustundum dagsins??? Hversu miklum tíma er eytt fyrir framan skjáinn sem mætti nýta í göngutúr?? Að þykjast ekki hafa efni á líkamsræktarkorti fylgir svo fast í kjölfarið í ömurð, og er þyngra en tárum taki að fólk verðleggi heilsuna. Það er ókeypis að fara út að labba eða gera armbeygjur heima í stofu !!!
Naglinn lýsti því yfir hátt og snjallt að þessi hegðun húsbóndans væri Naglanum til skammar og um þetta skyldi sko bloggað svo öll heimsbyggðin fengi að vita hvers konar aumingjaskapur viðgengist á Sogaveginum.
Hana vessgú kallinn minn..... svo skalt þú díla einn við þína samvisku.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert alveg hillaríus
Mína (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:30
Ohh ég skil hann samt svo vel... en veit auðvitað að þú ert að segja alveg sannleikann. Það er bara svo auðvelt að vera latur þegar maður er meiddur en svo allt í einu kemur það aftan að manni og hausinn fer í rugl. Allavega minn.
Vertu góð við hann samt
Audrey, 1.4.2008 kl. 11:24
Hreyfingarleysi er bara ekki liðið í húsakynnum Naglans og hann veit það en óhlýðnast samt og það fer í taugarnar á mér . En ég verð ekkert rosalega vond við hann... ég lofa
Ragnhildur Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 11:37
Heyr heyr!!!! spurning um hvort að þetta sé Bollagötuveiki??? Ég þekki nefninlega mann sem er slæmur í hnénu og á við hann samtal af sömu tegund all reglulega.... með engum árangri.
Guðrún Helga (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:55
Hehehe...þú átt alla mína samúð Snorri minn Það leynast víðar letihaugar
Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:25
Guðrún Helga! Já það er spurning hvort einhver pest sé að ganga í Norðurmýrinni? Letipest kannski ??? Og þeir eigandi svona konur, að fá ekki samviskubit yfir að vera svona haugar !!!!
Ingunn! Þakkaðu fyrir að vera ekki gift Naglanum, annars fengir þú sömu útreið.
Ragnhildur Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 16:01
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.4.2008 kl. 07:25
Haha.. eru reglur hjá naglanum? Snorri getur þá ráðfært sig við Gunna sem er bugaður af reglum..... þó er engin þeirra um hreyfingu Kannski er spurning um að fara að endurskoða reglurnar og bæta kannski við.
En batakveðjur til Snorra.... ekki gaman að lenda í þessu.
Anna María (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:30
Til hamingju með afmælið sæta !!
Jú jú það er ein ófrávíkjanleg gullin regla meitluð í stein í Casa de Nagli og það er að hreyfa á sér rassgatið . Það má drekka af stút, og þurrka gólfið með borðtuskunni en hreyfingarleysi er ekki liðið. Skila batakveðjunum .
Sjáumst á morgun í saumó skvís!
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.