Big and buff is better

Naglinn glápti á nokkra gamla Friends þætti í gærkvöldi enda alltaf hægt að hlægja að þeim, þó að maður sé að heyra brandarana í 17. skiptið.  Óverdósaði á Friends fyrir nokkrum árum, svo þeir hafa verið í hvíld frá DVD spilaranum í ansi langan tíma.  Það sem sló Naglann algjörlega út af laginu var vöxturinn á þeim vinkonum Jennifer Aniston og Courteney Cox-Arquette (a.k.a Rachel & Monica).  Þær litu út eins og sleikibrjóstsykurspinnar báðar tvær, gjörsamlega innfallnar af hor, með baunaspíru handleggi og höfuðið í engu samræmi við ræfilslegan búkinn.  Í gamla daga þegar ég horfði óhóflega á Friends eins og heróínsjúklingur að fá skammtinn sinn, fannst Naglanum þær tvær æðislegar, alveg hrikalega "hot mamas".  Líkamsvöxtur þeirra þótti svo eftirsóknarverður að markmiðið var lengi vel að líta svona út. 

Eftir að hafa legið yfir tímaritum og vöðvasíðum á netinu hafa augun opnast fyrir hvernig flottar konur líta út, massaðar, ofurtöffarar sem geta farið í sjómann og opnað sínar eigin sultukrukkur.  Konur sem þurfa ekki aðstoð við að flytja, heldur massa sína kassa (hey þetta rímaði). 

melita-side-chest

Núna verður mér hálf illt við að sjá konur langt undir kjörþyngd og finnst nákvæmlega ekkert eftirsóknarvert við slíkan vöxt.  Vinkona mín sem er fitnessdrottning, og einkaþjálfari sagði mér frá unglingsstúlkum sem voru í þjálfun hjá henni sem spurðu hana: "Hvaða æfingar getum við gert svo lærin okkar verði þannig að þau snertist ekki?"  Halló!!!  Hvað er í gangi í samfélaginu þegar slíkt útlit er orðið eftirsóknarvert? 

Mig flökrar þegar ég fletti Vogue og Elle og sé litlu hortuggurnar sem skakklappast eftir sýningarpöllunum og langar helst að kaupa miða til Mílanó, ryðjast inn á tískusýningarnar vopnuð rjóma og troða honum ofan í þær.  En þetta eru fyrirmyndirnar, og unglingsstúlkur rembast eins og rjúpan við staurinn, jafnvel með puttann ofan í koki til að líta svona út.  Heilsufarsvandamálin sem fylgja því að vera of mjór eru alveg jafn alvarleg og að vera of feitur.  Beinþynning, hármissir, hormónatruflanir, röskun á starfsemi líffæra og meltingar, og þessi vandamál geta verið langvarandi, jafnvel þó viðkomandi nái aftur kjörþyngd. 

 

2007-1-14-thin-models

Við konur eigum ekki að vera einhver vannærð hræ sem kroppum í örfáar baunir og köllum það matmálstíma.  Við eigum ekki að hlaupa af okkur hverja einustu holdtutlu til þess að passa í ákveðna stærð af buxum. 

Við eigum að vera ofurtöffarar, nautsterkar, buffaðar, massaðar og sjálfstæðar.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Hell je!!

Sá í þig í morgun en þegar ég var í miðju aftursparki.  Þú varst hins vegar svo langt í burtu og greinilega að klára  (stórt þetta Laugadót!) að ég lét það vera að hlaupa af stað , hehe   Gaman að sjá þig samt - langt síðan síðast.  Þú lítur rosa vel út

Audrey, 2.4.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég sá þig einmitt þegar ég var uppi að teygja stirða limina og þá varst þú að massa fótapressuna. 

Takk fyrir það, skvís og sömuleiðis, þú ert ennþá í fitness forminu bara .  Ég er reyndar með feituna á lokastigi þessa dagana, kemst ekki í eina einustu spjör í skápnum , langar að vera í jogging galla alla daga, en er að vona að ég sé að buffast upp en ekki að hlaupa í spik.  Mössum æfingu saman í Laugum við fyrsta tækifæri .

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 14:11

3 identicon

Alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína ;)  Og ég er svooo sammála þér.... ;) 

Ég þoli ekki þegar karlmenn tala um að konur megi ekki vera of massaðar... Ég hef nú bara spurt þá menn hvort þeir yrðu ekki ánægðir ef konurnar þeirra gætu slegið af sér nauðgara eða ræningja, frekar en að líta út eins og sleikjópinni!!

Nanna (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Audrey

Jamm bjúgurinn og vibbinn er að minnka - gerðist furðufljótt eftir að ég byrjaði bara að æfa aftur. Vikupása var alveg meira en nóg .. en samt svo kærkomin

Iss hvernig getur manneskja sem æfir eins og tuddi alla daga og borða kjúllabringur hlaupið i spik? Ekki séns.  En það fylgir auðvitað alltaf smá mýkt því að byggja mikið upp en það veistu best af öllum.  Hugsaðu þér bara hvernig þú verður í haust þegar þú ferð að skera niðu, þá verður sko gaman hjá þér

Já þurfum endilega að taka æfingu saman - ekki hlæja að mér þegar þú sérð hvað ég er léleg í hnébeygjum samt   Verð að fara að versla mér belti!

Audrey, 2.4.2008 kl. 17:21

5 identicon

Guð hvað ég gæti ekki verið meira sammála þér! Finnst núna ekkert fallegra en konur með línur. Líka fallegt þegar þær verða smá massaðar ;) En skil bara ekki hvað karlmönnum finnst flott við þessar rass, brjóst og mjaðmalausu gellur...

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:55

6 identicon

Held nú að engin karlmaður sé að leitast eftir horrenglum (nema hommarnir kannski sem sjá um tískupallana þeir vilja hafa þær eins og skólastráka )

held að við konurnar höldum það bara ...

alla vega þeir karlmenn sem ég þekki vilja nú hafa konur með einhverjar línur

Sibba (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:58

7 identicon

Mikið er ég sammála,,það er bara ekkert flott við það að vera of horuð og með enga vöðva=) við eigum að vera með fallegar línur og massaðar í rusl =)

Una (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 549181

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband