Offita og erfðir

Stundum er talað um að offita sé erfð. 

Fjölmargar greinar hafa verið ritaðar í fjölmiðla og fræðirit þar sem kemur fram að offita sé erfðatengd.  Skilaboðin eru: "Þetta er ekki þér að kenna, það eru erfðirnar sem gera þig feitan".  Slík umfjöllun getur ýtt undir að fólk reynir ekki einu sinni að létta sig því með þessu er fólk hvatt til að kenna einhverju öðru en sjálfum sér um ástand sitt.  Þar með er verið að gera fólk óábyrgt fyrir eigin hegðun og það heldur bara áfram á braut ofáts og hreyfingarleysis.  Hugsunarhátturinn er þá orðinn þannig að það skiptir hvort eð er ekki máli hvað ég reyni, ég mun alltaf vera feit(ur) og það er auðvitað þægilegt að skýla sér á bakvið þá skýringu að vera saklaust fórnarlamb erfða.  Staðreyndin er hins vegar að trúin á að þetta sé ekki þér að kenna er ein sú stærsta lygi sem sögð er í megrunarbransanum og hugsanlega ein sú mest skemmandi. 

Eina leiðin til að ná kjörþyngd eða árangri í líkamsrækt er að taka ábyrgð á eigin hegðun.

Það er vissulega genetískur þáttur að baki offitu, við erfum tilhneigingu til ákveðinnar líkamsfitu á sama hátt og við erfum hæð, augnlit og háralit.

Í kringum 1990 fundu vísindamenn OB (obesity) genið og tengdu það við litning nr. 7. Hins vegar hafa vísindamenn bent á að stökkbreyting í þessu geni er afar sjaldgæft, og menn efast um sterk tengsl offitu og erfða.  Vísindamenn hafa í þessu samhengi bent á að offita sem er algjörlega orsök erfða megi finna hjá aðeins um 5% offitusjúklinga.  Hegðun og lífsstíll vega því miklu þyngra en erfðir þegar kemur að offitu og yfirþyngd.

"..þetta er ekki þér að kenna, þú fæddist bara feitur.  En ekki örvænta og ekki skammast þín... því við höfum lyfið sem getur hjálpað þér..."  Megrunarpillubransinn hagnast skuggalega á þeirri blekkingu að offita sé af líffræðilegum orsökum.  Fjölmörg lyfjafyrirtæki keppast um að þróa offitulyf því ef offita er flokkuð sem genetískur sjúkdómur má græða skrilljónir á því að selja óupplýstum almúganum töfrapillur. 

Fjölmargar aðrar kenningar úr erfðafræði fjalla um líkamann í tengslum við þyngd og útlit.  Má þar nefna kenninguna um þrjár mismunandi líkamsgerðir: Ectomorph, Endomorph og Mesomorph.

Líkamsgerðir:

 

Ectomorph: Grannir, fíngerð bein og langir útlimir.  Lítið af vöðvum og lítið af fitu.  Mjög hröð grunnbrennsla og eiga því erfitt með að bæta á sig þyngd, hvort sem er í formi fitu eða vöðva.  Eiga erfitt með stífar æfingar eins og þungar lyftingar eða erfiða þolþjálfun og er því ráðlagt að taka 2-3 hvíldardaga í viku.  Þeir sem líta svona út eru til dæmis maraþonhlauparar og ofurfyrirsætur.

 

Endomorph: Peruvöxtur, yfirþyngd, stórbeinóttir.  Andstæðan við Ectomorph.  Stærri líkami með ávalari línur.  Oftast er fituhlutfall hátt en þessir einstaklingar eru með mun meira af vöðvum en Ectomorph.  Eiga erfitt með að létta sig en eiga auðvelt með að bæta á sig vöðvum en því miður bæta auðveldlega á sig fitu líka.  Flestir eru með hæga grunnbrennslu sem skýrir hátt fituhlutfall.  Þessir ættu að stunda hóflegar brennsluæfingar samhliða lyftingum til að halda fitusöfnun í lágmarki.  Dæmi um slíkan vöxt eru t. d leikmenn í amerískum fótbolta.

 

Mesomorph: Mjótt mitti, breiðar axlir, vöðvastæltir.  Þessir eru blanda af hinum tveim týpunum.  Þessir einstaklingar eiga auðvelt með að bæta á sig þyngd og vöðvamassa og hafa oft líkamlegt samræmi.  Þeir bæta yfirleitt ekki á sig miklu af fitu og geta komist upp með að slaka á í mataræði og æfingum í smá tíma án þess að það sjáist mikið á vextinum.  Þeir eiga samt auðvelt með að bæta á sig fitu, en eru fljótir að ná henni af sér aftur.  Há tíðni æfinga hentar fólki með þennan vöxt því þeir eru fljótir að jafna sig milli æfinga en þurfa samt að passa að ofkeyra sig ekki.

 

body types

 

 

Það er alveg ljóst að sumir eiga auðveldara með að missa fitu en aðrir og ekki allir hafa líkamsbyggingu til að vinna gull á Ólympíuleikum.  En það þýðir samt ekki að við séum dæmd til að vera feitabollur bara af því við höfum ekki íþróttagenið.  Það geta allir bætt líkama sinn.  Líkamsfita er afleiðing margra þátta og erfðir eru þar aðeins einn þáttur.

Samkvæmt vísindamönnum við Human genomics laboratory í Baton Rouge, LA eru aðallega fjórir þættir sem stuðla að offitu: 

1) Umhverfi

2) Félagsskapur

3) Hegðun

4) Líffræði (Erfðir)

 

Erfðir eru því aðeins 25% af skýringum offitu og hin 75% eru lífsstíll og hegðun.  Vísindamenn benda á að offitufaraldurinn sem blasir við í dag hefur þróast á undanförnum 50 árum og það er of stuttur tími til að hægt sé að skýra hann út frá breytingum í genum mannkynsins.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr er ástand skrokksins að mestu leyti afleiðing hegðunar okkar og lífsstíls.  En það eru líka góðar fréttir því þessum þáttum getum við stjórnað og breytt til hins betra. 

Fyrsta skrefið til að koma líkamanum í betra form er að viðurkenna 100% ábyrgð á eigin þyngd og heilsu.  Þegar á móti blæs er auðvelt að kenna einhverju öðru um og búa til afsakanir. 

Með því að kenna erfðum um og gefast upp erum við að gera okkur sjálf að fórnarlömbum í stað þess að þrauka áfram og skapa nýjan og betri líkama.

 

Nokkur spakmæli til að hafa í huga:

Heimurinn hneigir sig fyrir þrautseigju. 

 

Ekkert sem kemur auðveldlega er þess virði.

 

Góðir hlutir gerast hægt.

 

Árangur kemur aðeins á undan vinnu í orðabók.

 

Mastering others is strength.  Mastering yourself is true power

 

Success is not final. Failure is not fatal:  it is the courage to continue that counts (Winston Churchill)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Ljómandi pistill og mikil hvatning. Sál og félagsfræðingar benda á að maðurinn er merkilega góður að plata sjálfan sig, og réttlæta hegðun sína og skoðanir...eftir á. Afneitun, hvort sem gagnvart áhrifum reykinga, ofneyslu sætinda eða fæðu, áhættu sem fylgir eiturlyfjum (jafnvel sterum), er mjög algeng og því fyrr sem fólk yfirstígur hana, því fyrr á það möguleika á að bæta ráð sitt.

Erfðir eiginleika eru notaðar sem afsakanir, aðallega vegna grundvallar misskilnings á eðli erfðaþátta og stökkbreytinga. Stökkbreytingar hafa missterk áhrif, frá afgerandi áhrifum eins og sást í dvergvaxta plöntum Mendels yfir í veik, t.d. gen sem auka framleiðslu á fitufrumum um 0.1%. 

Gen eins og þau sem Mendel fann eru sjaldgæf, og flest gen eru með veik áhrif. T.d. eru flest gen sem Íslensk erfðagreining er að finna þessa mánuði með miðlungs til veik áhrif.

Arnar Pálsson, 3.4.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vá þú ert greinilega fróður á þessu sviði .  Takk fyrir gott "input" í umræðuna.  Það er alltof algengt að fólk skýli sér á bakvið afsakanir til að hreyfa sig ekki eða borða hollt, og dettur aldeilis í lukkupottinn þegar það getur gert sig að saklausu fórnarlambi gena og erfða.

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 13:16

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nákvæmlega, eins og það sé hægt að flokka vöxt á öllu mannkyni niður í 3 flokka?  Ég átta mig ekki á hvað ég flokkast svona alla jafna.  Ætli maður tilheyri ekki mörgum flokkum eftir því hvaða tími ársins er.  Er endo núna: off-season og búttuð.  Var ecto þegar ég keppti og meso c.a mánuði eftir keppni.  Algjör þvæla. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: M

Held ég sé Meso með Endo ívafi Var einu sinni Ecto

M, 3.4.2008 kl. 15:27

5 identicon

Verð nú að fara að kvitta fyrir mig, kíkji inn á hverjum degi en kvitta aldrei:(

En þessir pistlar þínir eru frábærir, mikil hvatning til að breyta rétt. Ég er einmitt með svona "offitugen" en það gefur mér bara spark í rassinn heldur en hitt. Þá veit ég bara að ég þarf á hreyfingunni að halda svo að ég verði ekki fitubolla:)

Sunna Eir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:41

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð Sunna Eir, takk fyrir það kærlega og takk fyrir að kíkja í heimsókn. Það er ágætt að vera með fitutendens því þá er ekki um annað að ræða en að hreyfa á sér rassg.... Ég er allavega þannig, fitna aðeins of auðveldlega og þarf að hreyfa mig eins og mökkur til að halda spekinu í skefjum ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband