8.4.2008 | 11:06
Töfrapillur og galdramjöður
Sterar hafa verið til lengi, sem og offitulyf. Nýlega hafa vaxtarhormón (HGH) komið fram á sjónarsviðið, og verið notuð sem yngingarlyf eða í hormónaskiptameðferð. Oft er þörf á þessum lyfjum í klínískum tilgangi en það færist æ meir í vöxt að auglýsingum sé beint að heilbrigðu miðaldra fólki sem vilja viðhalda æskuljómanum, eða að þeim sé beint að ungu fólki sem vill stytta sér leið í þjálfuninni.
Það má ná fram dramatískum skammtíma árangri á líkamssamsetningu (vöðvar vs. Fita) með notkun alls kyns megrunarlyfja, stera, fitubrennsluefna, skjaldkirtilslyfja, vaxtarhormóna og annarra efna.
Hvaða nöfnum sem lyfin nefnast þá falla þau öll undir sama hatt:
- 1) Margmilljóna peningamaskínur
- 2) Skammtíma aðferð til að meðhöndla afleiðingar, en ekki orsök
Ef við tökum offitulyf sem dæmi. Hvað myndi gerast ef lyfjafyrirtækin myndu finna upp "öruggt og áhrifaríkt" lyf gegn offitu og myndu markaðssetja það í massavís?
Lyfjafyrirtækin myndu verða ríkari en offituvandinn yrði ennþá til staðar. Ef við spáum aðeins í þessu. Læknaði Xenical offituvandann? En Phentermine? Eða Meridia? Adipex? Bontril? Tenuate?
Hvað með efedrínið og öll fitubrennsluefnin? Milljónir hafa hámað þær pillur í sig. Lagaði það offituvandann?
Í sumum tilvika eru lyf nauðsynleg, jafnvel upp á líf og dauða og vega þá upp á móti áhættunni af því að taka þau. Slík tilvik eru samt afar fá, því flestir sem eru yfir kjörþyngd eru ekki lífshættulega feitir. Því ætti lyfjasmjatt að vera allra síðasta úrræðið sem reynt er. Það kemur ekkert í staðinn fyrir rétta næringu, hreyfingu og breytingu á lífsstíl.
Við lifum í heimi þar sem allt sem gerist hefur orsök. Það gerist ekkert fyrir tilviljun.
Grannur líkami gerist ekki fyrir tilviljun
Feitur líkami gerist ekki fyrir tilviljun
Grannur og feitur líkami eru afleiðingar, og báðir hafa orsök. Ef þú ert of þungur geturðu búið til langvarandi breytingar með því að svipta hulunni af orsökum þyngdar þinnar.
Orsök of mikillar líkamsfitu er í nær öllum tilvikum hreyfingarleysi, léleg næring og oft neikvæð sjálfsmynd. Lyf geta bara unnið á afleiðingunni sem er fitan en hún kemur aftur ef orsökin er ekki meðhöndluð.
Það er ekki hægt að ætlast til langvarandi breytinga á lyfjum því þau meðhöndla eingöngu afleiðingarnar.
Við höfum valdið til að betrumbæta líkamann og það er alltaf hægt að bæta líkamlegt ástand sitt, óháð erfðum, stað og stund.
Hvernig? Jú með því að taka ábyrgð á eigin ástandi og gera jákvæðar breytingar á hverjum degi. Þú þarft hreinlega að breyta lífsstílnum.
Langvarandi heilsa, fallegur líkami og kjörþyngd koma ekki úr lyfjaglasi, alveg sama hvaða efnablöndu farmasíurnar kokka upp. Þeir sem eru ekki sammála þessu uppskera skammtímaárangur en án þess að gera langtíma breytingar á lífsstíl sínum, reka þeir sig fljótlega á vegg.
Í draumaveröld bindast líkamsræktariðnaðurinn og lyfjafyrirtækin höndum saman til að stöðva þessar hugsanavillur fólks og kenna fólki að breyta lífsstíl sínum til hins betra og hafa áhrif á skoðanir þess, í stað þess að selja töfrapillur í Hagkaup eða skrifa upp á endalausa lyfseðla handa Jóni og Gunnu.
Til þess að ná langvarandi kjörþyngd, þarf að átta sig á orsökum offitu og yfirþyngdar.
Þær geta verið:
- Of margra hitaeininga neytt yfir daginn
- Lélegt val á fæðu
- Hreyfingarleysi
- Óhollar lífsstílsvenjur (reykingar, áfengisdrykkja)
- Sálrænar og tilfinningalegir þættir
Svo er það bara að meðhöndla þessar orsakir. Aðeins þegar þær hafa verið fjarlægðar munu óæskilegar afleiðingar (fitan) hverfa fyrir fullt og allt. Þangað til eru allar aðrar lausnir aðeins skammgóður vermir, eins og að pissa í skóinn sinn.
Meginflokkur: Fæðubótarefni | Aukaflokkur: Fróðleikur | Breytt 3.11.2008 kl. 10:43 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta video er snilld
http://www.youtube.com/watch?v=rH0Tdxybvic
Þá held ég að skynsamlega aðferðin virki bara best
Kv, Kristín Birna
Kristín Birna (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 13:01
Þvílík snilld . Næst þegar maður kemst ekki í ræktina skellir maður bara þvottavélinni og uppþvottavélinni sitthvoru megin á kústskaft .
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.4.2008 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.