Diet survival

 

Þó við pössum mataræðið og borðum hollt er engin ástæða til að maturinn sé jafn spennandi á bragðið og ljósritunarpappír. 
Við fæddumst jú öll með bragðlauka og þá þarf að kitla til að við séum sátt við lífið og tilveruna. 
Lífið er einfaldlega of stutt til að borða mat sem bragðast eins og trjábörkur og við framleiðum einfaldlega ekki nóg munnvatn til að tyggja þurrar bringur. 

 

Hér eru nefndir nokkrir hlutir sem eru nauðsynlegir þegar verið er að passa mataræðið:

 

Tyggjó

Splenda sætuefni

Sykurlaust síróp

Sykurlaus sulta (þessi franska: St. Dalfour held ég)  hrikalega góð á eggjahvítupönnsur

 

Allskonar krydd t.d:

Sítrónupipar

Svartur pipar

Kjúklingakrydd frá Bezt

Kryddblöndur í snúningsstaukum

Pizzakrydd frá Pottagöldrum

Tandoori

Hvítlaukur

Ostakrydd (snilld á blómkálið)

Krydd bréf frá Knorr blandað í sýrðan rjóma eða ólífuolíu sem sósur eða salatdressingar

 

Kanill

Múskat

Bragðdropar (vanillu, möndlu, appelsínu)

 

Sykurlaust gos

Sódavatn með bragði

 

Saltskert sojasósa

Teriyaki (lax eða kjúlli í Teriyaki...slef)

Sinnep

Tómatpúrra

Edik

Balsamedik

Te

Ólífuolía með bragði (sítrónu, basil, hvítlauks, chilli)

 

Hnetusmjör

Prótínduft (bláberja, hindberja, banana) í eggjahvítupönnsurnar

 

 

Endilega bætið við hugmyndum elskurnar...... 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Ég les alltaf það sem þú ert að skrifa og nota það mér til heilsubótar. Þetta er frábært hjá  þér

Svanur Heiðar Hauksson, 9.4.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir það kærlega, Svanur. 

Frábært að þú sért á réttri braut með heilsumálin

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 13:42

3 identicon

Ohh þennan lista þarf maður að eiga þegar maður verður hugmyndasnauður á skurðinum.... En sojasósan og léttsýrður rjómi er í uppáhaldi hjá mér!

Ertu að undirbúa þig fyrir bikarmótið skvís?

Nanna (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Elska sojasósu.... get ekki borðað brúnu grjónin án hennar. 

Jamm er að "bölka" á fullu, er orðin búttuð og fín.  Kemst í einar gallabuxur úr skápnum og það með herkjum.....  Hlakka nú svolítið til að byrja að skera í ágúst þó að það sé gaman að mega borða eins og meðalhross .

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 14:02

5 identicon

Frábær pistill eins og alltaf  

En ein spurning, hvað er ostakrydd? Hljómar spennandi

Unnur (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 14:42

6 identicon

Les síðuna þín reglulega, sem er alveg full af fróðleik og skemmtilegheitum.

Er með eina spurningu...  Er nýbyrjuð að borða hnetusmjör, heyrði einhversstaðar að það væri sniðugt. Er það mjög fitandi? Er hálf hrædd við það ennþá..held að ég muni blása út af því

 Kv Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:51

7 identicon

þar sem að þú segir sykurlausir gosdrykkir þá datt mér í hug að þú hefðir áhuga á að horfa á þetta. Og bara allir þeir sem að eru að drekka light drykki

http://www.youtube.com/watch?v=YEQXkdu5_wM

Allavega alltaf gaman að lesa síðuna hjá þér

sas (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 18:52

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Unnur! Ostakrydd er frá Molly McButter http://mollymcbutter.com/ Algjör snilld út á allt mögulegt. Kallinn notar það líka helling.

Kristín! Hnetusmjör er auðvitað gert úr hnetum og því mikil fita í því, en það er góð fita sem hjálpar til við að brenna fitu og hægir á upptöku prótína svo þú ert södd lengur. Ein matskeið t.d með prótíni á kvöldin fyrir svefn er fínn skammtur. Ef þú ferð að úða því í þig þá getur það verið fitandi því það er jú mjög orkuríkt.

SAS! Ég hef heyrt svo margar hryllingssögur af aspartame, en það eru bara engar vísindalegar rannsóknir sem styðja þær. Hvað með baðkarið af Sprite-i og bláu M og M's. Allt er hættulegt í óhófi, og þar er sykurinn blessaður fremstur í flokki. Smá sætuefni ætti ekki að drepa neinn, ekki bráðdrepandi allavega ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 21:06

9 identicon

Mér finnst einmitt alltof mikið fár í kringum eins og t.d. aspartame og MSG og hvað þetta allt heitir...gott og vel að sumir þoli þessar vörur illa en það er þá bara eins og þeir sem eru með mjólkuróþol eða glutenóþol o.fl. að þá eiga viðkomandi aðilar bara að sniðganga þessi efni en ekki vera að básúna það út um allar trissur að þetta sé frá djöflinum komið og gangi hreinlega af þeim dauðum sem láta þetta inn fyrir sínar varir.

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:08

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nákvæmlega, og ef þær ætla að troða þessu upp á mannskapinn að hafa þá allavega gögn í höndunum sem styðja þessar fullyrðingar.  Enn sem komið er hafa rannsóknir ekki getað sýnt fram á þessa bráðdrepandi og krabbameinsvaldandi eiginleika Aspartame.  Ekki frekar en að Gsm-símar og örbylgjuofnar valdi krabbameini sem hefur nú aldeilis verið blásið upp í gegnum tíðina. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 549173

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband