Úldinn Nagli

Átti miður skemmtilegt móment í ræktinni í morgun. 

Eftir að hafa djöflast á staurunum í beygjum, deddi, hacki og tilheyrandi hamagangi var planið að taka 20 mín brennslu. 

Kjellingin fer að krönunum í Laugum til að væta elektróðurnar á sínum heittelskaða púlsmæli en krafturinn í krananum bleytti allt draslið, þar á meðal strappann sem fer utan um bakið svo hann varð rennblautur.  Við það gaus upp þessi líka viðbjóðslegi fnykur, við erum ekki að tala um neina venjulega svitalykt, nei nei.  Við erum að tala um að rauða málningin á veggjum World Class flagnaði og nærstaddir féllu í ómegin.  Prófið að vera í sömu sokkunum í viku, bleyta þá svo, setja á ofninn í nokkra daga og þið eruð sirka nálægt óbjóðnum sem mætti mér í morgun.  Mánaðargömul grásleppa lyktar betur.  Það hafði greinilega farist fyrir hjá Naglanum að undanförnu að þvo strappann á púlsmælinum.  
Ekki frá því að hafa bara komist í smá vímu þarna eitt augnablik.  

En nú voru góð ráð dýr.
Ekki var hægt að sleppa brennslunni enda "operation 10 days" í fullum gangi. 
Ekki er heldur hægt að brenna án púlsmælis, það er eins og að tannbursta sig með engu tannkremi. 

Niðurstaðan varð sú að láta sig bara hafa það og vona að aðrir gestir stöðvarinnar þennan fimmtudagsmorgun aprílmánaðar væru allir með kvef, eða svo helköttaðir að þeir þyrftu ekkert að brenna.  Naglinn klifraði upp á þrekstiga þar sem nærliggjandi stigar voru auðir. Naglinn vonaði heitt og innilega að enginn myndi koma á stigana sitt hvoru megin við í þessar aumu 20 mínútur. 
Nei, Naglanum varð ekki að ósk sinni, og ekki virtist liðið vera með kvef heldur. 
Fjórir.... já fjórir aðilar komu á stigana tvo sem stóðu lausir sitt hvoru megin við, og hver einn og einasti tróð marvaðann í innan við eina mínútu áður en þeir hættu skyndilega og færðu sig á aðra stiga. 

Við skulum ekki ræða hvað þetta fólk hefur hugsað um Naglann:  "Skítakleprapakk sem ekki baðar sig"

Já þetta var ekki besta móment Naglans, og 20 mínútur hafa aldrei liðið eins hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

M, 17.4.2008 kl. 13:38

2 identicon

hahahaha.....

Hrund (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Audrey

Úff erum við að tala um eiturgufur hérna?

En með púlsmæla, ég hef ekki enn gerst svo fræg að prófa þetta...  Miða bara við góðan svita og reyni að hafa áreynsluna rokkandi, svipað og í spinning tíma, eitthvað svoleiðis.  Er ég alveg úti að aka?  Verður maður að fá sér svona?

Audrey, 18.4.2008 kl. 10:06

4 identicon

hehehehhee....

en er púlsmælir málið? er að fara til NYC og er að pæla í að fjárfesta í einum slíkum. mæliru með einhverjum sérstökum eða einhverri búð þar sem hægt er að kaupa slíkan grip?

signý (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:14

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ekki spurning, púlsmælir er algjört möst í brennslu, þá geturðu fylgst með hvort þú sért að æfa á réttu álagi og hversu mörgum hitaeiningum þú brenndir á æfingunni.  Ég nota Polar mælana, þeir eru stærstir á markaðnum held ég, mjög þægilegir í notkun og einfaldir.  Veit ekki hvar þeir fást í NYC Signý, en googlaðu það bara.  Notaðu tækifærið og keyptu þar, miklu ódýrari.

By the way....ógeðslega abbó út í þig og NYC, gæfi nýrað fyrir að komast þangað aftur.

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 10:19

6 identicon

Polar mælarnir fást t.d. í Hreysti og í Erninum.

Alveg sammála, algjört mösta að hafa púlsmæli á æfingu. Ég get alveg eins mætt skólaus á æfingu eins og að mæta án púlsmælis

kv. Kristín Birna

Kristín Birna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:39

7 identicon

Best að commenta í annað sinn :)

Ég fjárfesti í polar púlsmæli, minnir F11... hef þó ekki orðið svo fræg að nota hann ennþá..kann ekkert á gripinn og hef mig ekki í það að læra á þetta. Hef þó einmitt heyrt að sumir geti hreinlega ekki æft án hans.

Dyggur lesandi... sem commentar aldrei (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:42

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Svo er líka hægt að kaupa þá beint af P. Ólafsson sem flytur þá inn.  Þeir eru í iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði. 

Ekki séns að ég geti brennt nema með púlsmæli og iPod.  Ég var einu sinni komin alla leið í ræktina, á hjóli nota bene, þegar ég fattaði að ég var ekki með púlsstrappann með mér.... mín hjólaði til baka til að ná í hann

Dyggur lesandi!  Púlsmælir er sáraeinfaldur um leið og þú lærir á hann.  Ég er samt svo tæknilega fötluð  að ég lá yfir bæklingnum í smá tíma þegar ég fékk minn fyrsta púlsmæli.  Þú þarft bara að stilla inn hæð, þyngd, kyn, aldur.  Svo geturðu ráðið hvort þú viljir sjá slög/mínútu eða % af hámarks púlsi.  Ég hef stillt á % þá veit ég í hvaða ramma ég er að æfa.  Gangi þér vel!

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 14:17

9 identicon

Vá, ég er svo innilega sammála því að púlsmælir er algert möst fyrir brennsluna. Ég gleymdi mínum mæli í morgun og var að spá í því að fara heim! Endaði á því að lyfta í staðinn fyrir að brenna í dag, maður er náttúrulega alveg klikkaður!

 En varðandi slögin, þ.e. púlsinn. Þú ert ekkert að hanga í einhverjum "fitu-brennslu-ramma" er það? Mig rámar í e-a umræðu hérna fyrir löngu þar sem þú mig minnir að þú hafir ekki verið sammála þeim pælingum.

Ef ég ætti að halda mig innan "fitubrennslumarka" þá gæti ég allt eins sleppt því að fara á brettið og bara rölt á staðnum heima í eldhúsi!

Helga "ein af þessu ókunnugu..." (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 15:55

10 identicon

Ég er algjörlega sammála með mikilvægi púlsmælanna, algjört möst!!!

Ég pantaði einn Polar F6 fyrir vinkonu á amazon.com og lét senda hann á hótelið mitt (var í NY síðustu helgi) og borgaði fyrir hann 109 dollara eða 8.000 kr íslenskar!

Stína (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 17:34

11 identicon

Vá ég er greinilega ósammála öllum ;)  nota ekki púlsmæli og finnst þeir eigi ekki að stjórna því hversu góða æfingu ég tek! Líka pínu erfitt að nota púlsmæli með hjartsláttinn í fokki.....

Nanna (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 00:50

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nei ég er ekki sammála þessum "fitubrennslu ramma", það er svipað átak og að labba um Kringluna. Ég er miklu hlynntari stuttum áköfum brennsluæfingum þar sem púlsinn er kýldur vel upp í stuttan tíma.

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 12:52

13 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar allir!

signý (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband