23.4.2008 | 11:30
Hippopotamus
Jæja, það er þá orðið opinbert. Naglinn er orðinn flóðhestur. Er jafnvel að hugsa um að fá það skráð í símaskrána sem starfsheiti: Ragga Nagli.......Flóðhestur.
Naglinn steig nefnilega upp á verkfæri djöfulsins í gærmorgun, og á stafræna skjánum blasti við tala sem Naglinn hefur ekki séð í tæpan áratug . Öllu verra en öll þessi kílógrömm, er að síðasta vígið er fallið, nú kemst Naglinn ekki lengur í víðu gallabuxurnar sínar, sem nota bene voru bjargvætturinn á mánudögum eftir sukk helgarinnar. Semsagt Naglinn er búinn að sprengja af sér allar buxur úr skápnum, feitabollubuxurnar líka. Nú klæðist Naglinn eingöngu víðum kjólum og leggings. Eru búrkur í tísku?
Nú finnst Naglanum vera komið gott af þessu off-season-i og myndi gjarnan vilja byrja að skera núna... en nei nei, það eru góðir 3 og hálfur mánuður eftir. Hvar endar þetta eiginlega?? Naglinn verður kominn í offitumeðferð á Reykjalund áður en yfir lýkur.
Hösbandið varð fórnarlamb æðiskastsins sem var tekið yfir rassi í hjólbörum, bumbu girta í sokkana, og bingó handleggjum. Hann tók þessu með stóískri ró, enda vanur að fá slíkar gusur yfir sig þegar Naglinn hefur vigtað sig. Hann benti sinni heittelskuðu á að þetta væru líklega að mestu leyti vöðvar og vöðvum fylgir fita, sérstaklega þegar borðað er meira og brennsluæfingar minnkaðar.
Naglinn veit þetta auðvitað allt saman , en eftir mörg mögur ár er erfitt að sætta sig við stærri líkama. En Naglinn verður að trúa að líkamssamsetningin sé að breytast. Mataræðið er tandurhreint, svo það hlýtur bara að vera að þessi gríðarlegu þyngsli séu gæðakjötframleiðsla með lágmarksfituhlutfall.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gvöð hvað ég skil þig! Ég hef aldrei þyngst jafn mikið á jafn stuttum tíma og akkúrat núna! Getur maður ekki bætt við vöðvamassann án þess að bæta fitunni svona mikið á líka? Ég bara neita að trúa öðru!
En mikið verðuru ruuusaleg á mótinu í haust, fitulaus, vatnslaus, hlaðin, tönuð í drasl og helköttuð... þá verður þetta allt þess virði
Audrey, 23.4.2008 kl. 11:41
Þú sást þó niður á vigtina , ekki allir sem geta það Fegin þín vegna að husbandið kom ekki með eitthvað hreinskilið svar eins og "ja ekki lýgur vigtin" Þinn er vel upp alinn og styður þig vel
M, 23.4.2008 kl. 11:41
Auður! Já segðu, vonandi verður maður skikkanlegur í haust, annars nenni ég þessu ekki. Þetta spek er þá ekki þess virði. Með alveg clean mataræði er hægt að draga úr fitunni, en það kemur alltaf eitthvað með auknum massa víst. Held samt að skrokkurinn á mér fúnkeri illa með svona lítilli brennslu, enda cardio kanína til margra ára. Eitthvað búin að fokka í kerfinu held ég
M. Já þökkum guði fyrir að ég sjái ennþá tærnar á mér, sjáum til hvernig ástandið verður í haust. Já hösbandið er sko vel upp alinn, hann veit hvað til síns friðar heyrir ef hann kemur ekki með fyrirfram ígrundaðar athugasemdir. Grey kallinn
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 11:49
hahaha .... ég las einusinni rosa góða færslu sem þú ættir kannski að lesa: http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/493493/
Snjólaug (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:47
Æi takk fyrir að slá mig utan undir með eigin röksemdum. Þarf að hysja upp um mig gammósíurnar og hætta þessu væli yfir sístækkandi afturenda.
Ég get þó allavega deddað steinsteypurör með allt þetta hold.... það er meira en hér í denn
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 14:02
Mitt persónulega met eru 15 kíló á þremur vikum. Eftir að ég byrjaði að æfa eftir of langt frí þá þyngdist ég um 15 kíló en útlitið var svo gott sem það sama, það fylgdu engir sentimetrar þessum kílóum...
Palli (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:06
Við erum þá að tala um hreint kjöt ef sentimetrarnir fylgdu ekki. Þú hlýtur samt að hafa bætt í bak, fætur og handleggi, er það ekki? Vöðvar taka jú sitt pláss.
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 17:33
Hæ Hæ...
Finnst alveg oboðslega gaman að lesa bloggið þitt og hef mjög gaman af því.. en veistu ég er sjálf einkaþjálfari þó svo ég starfi ekki sem slíkur núna.. bý erlendis.... en bottom line snúllan mín er kcal inn og brennslan... getur ekki verið að þú sért að taka allt of mikið af próteinum og kreatíni og borða svo ofan í það miðað við þann fjölda kcal sem þú brennir hvern dag!!!... Sjálf passa ég mig vel.. þe. tek ekkert inn aukalega af próteini heldur fæ það eingöngu úr mataræðinu... enda tel ég mig frekar fitt og netta persónu í dag og úfff er á 37 aldursári vil bara benta þér á að prufa að minnka alla neyslu á prótíndrykkjum og kreatíni um helming í 4 vikur skal lofa þér því að árangurinn lætur ekki á sér standa.. annars gangi þér ofsalega vel..
Með bestu kveðju frá Lubbecke Kristín
Lubbecke mærin (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:51
Sæl Lubbecke mær! Takk fyrir góð ráð. Ég tek bara einn prótíndrykk á dag eftir æfingu. Tók pásu frá kreatíninu fyrir viku síðan, en ég er alltaf á hreinu ekki kolvetna blönduðu. Annars reyni ég að borða prótínið, kjúlla, fiski, kjöti yfir daginn. Búin að tala við næringafræðing og hún vill að ég borði ekki svona clean, svo ég hafi eitthvað til að breyta þegar ég byrja að skera. Ég hef eiginlega enga skýringu á þessari þyngdaraukningu, aðra en fylgifiska uppbygginartímabilsins: minni brennslu, meiri kaloríur. Vonandi fer mörinn burt og gæðakjöt verður eftir þegar skurðurinn byrjar.
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 21:41
Þetta kemur pottþétt hjá þér... "þekki" fáar eins nákvæmar og agaðar eins og þig....
gangi þér vel að byggja upp
Hulda
Hulda (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:03
Ekki gleyma hvað vinkona okkar hún Jen segir, þú verður að borða yfir maintenance til að bæta á þig massa og þá fylgir fitan með. Það er líka held ég mjög líklegt að kerfið hjá þér hafi verið í töluverðum mínus eftir alla brennsluna í gegnum árin. Núna ertu að laga það og munt verða hraustari og sterkari fyrir vikið. Þetta er allt eitt lærdómsferli og reynsla sem þú munt búa að. Hvernig væri að fókusera meira á allar framfarirnar í tækjasalnum í staðinn fyrir fataskápinn og kaupa sér svo bara stærri föt. Þeir keppendur sem þurfa að stækka sig á milli móta eru hvort eð er með sér föt fyrir on season og off season. Svo þegar þér finnst þú hafa náð massanum þá geturðu haldið þér við án þessara miklu sveifla. :)
ps. annars skil ég þig hrikalega vel. Ég er komin beyond off-off season stærðanna og þarf heldur betur að kaupa stærri föt, tölum þó ekki meira um það að sinni ;)
ingunn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:25
Ég fór á smá bömmer um helgina... víðu gallabuxurnar mínar allt í einu orðnar alltof þröngar.... hmmm... En ég ákvað að taka bara stuttan bömmer á þetta!! og fór svo útí sjoppu og keypti mér ís! ;) Það þýðir ekkert að væla off-season, bara gera þetta almennilega!
OG ÞÚ LÍTUR EKKI ÚT EINS OG FLÓÐHESTUR! bara hafa það á hreinu ;)
Nanna (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.