Naglinn á egó trippi

Naglinn fékk netta egó trippið á síðustu fótaæfingu. Var að massa beygjurnar og í hnébeygjurekkanum fyrir aftan var einkaþjálfari sem Naglinn kannast aðeins við með kúnnann sinn að taka beygjur líka. Kúnninn var greinilega nýgræðingur því ekki var mikið á stönginni hjá honum greyinu. Eftir nokkur sett hjá báðum aðilum segir þjálfarinn við kúnnann: " Þú ert óheppinn að vera að taka beygjur fyrir aftan Röggu því hún er meistari í beygjum." Naglinn varð upp með sér og tvíefldist allur við þessa athugasemd. Var frekar sterk þennan morguninn en egó trippið gaf auka "boost" og stöngin var hlaðin sem aldrei fyrr. Alltaf gaman þegar einhver tekur eftir að maður leggur hart að sér á æfingum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heh já það er reyndar alveg satt hvað svona smá hrós rífur mann vel upp, man einu sinni var ég í svona maga tæki þegar kona kom í tæki á móti mér og sagði " svakalega ertu með sterka magavöðva stelpa! tekur engar smá þyngdir" .. ég gjörsamlega blómstraði og vissi varla hvað ég ætti að segja hehe :P

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 12:39

2 identicon

Hvað er svo kellan að setja á stöngina í hnébeygjunum? ;o)

forvitinn aðdáandi (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:50

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já Eva, maður verður óþolandi montinn að fá svona komment, og ofmetnast allur... sem er bara hið besta mál .

Forvitinn aðdáandi! Fer þyngst í 75-80 kg, alltaf ass to grass.  Var komin upp í 100 kg en það voru bara sissy squats, bara niður í 90°.  Var tekin í kennslustund í beygjum af meistaranum sjálfum og þurfti að létta enda helmingi erfiðara að fara svona djúpt.  Markmiðið er að vinna sig aftur upp í 100 kg en ass to grass beygjur .

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.5.2008 kl. 08:45

4 identicon

Var að spá varðandi hnébeygjur og tækið sem maður fer í.. virkar það ekki nánast eins? Því ég er svakalega feimin að taka hnébeygjur og á erfitt með að biðja um hjálp *hóst*

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:28

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ertu að tala um Smith vélina?  Það er áhrifaríkara að taka stöngina því þú notar svo marga jafnvægisvöðva þegar þú ert með stangir og lóð.  Þú ert þá að virkja mun fleiri vöðva en þegar þú notar vélar.  Prófaðu bara með stöngina fyrst til að byrja með, og svo geturðu unnið þig smám saman upp í þyngdum. Lykilatriði er að passa að bakið sé beint allan tímann, horfa beint fram og hafa þungann í hælunum og passa að hnén fari aldrei fram fyrir tærnar.  Ímyndaðu þér að þú sért að setjast í stól. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.5.2008 kl. 11:11

6 identicon

Takk fyrir svarið!

Það er greinilegt að ég á svolítið eftir í þig... hehe  nokkuð sátt með mín 50kg ;o)

Það er allt annað að taka hnébeygjur með stöng heldur en í vél.. ég næ ekki að beyta mér rétt í vélinni.. erfitt að ná djúpum beygjum með því að komast bara með stöngina beint niður..  

Mæli með að reyna stöngina, miklu betra þegar tökunum á því er náð.. 

forvitinn aðdáandi (Elísa) (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:45

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Mér finnst 50 kg nú bara alveg frábær árangur, það eru sko ekki margar konur sem taka beygjur og hvað þá komnar með svo þungt á stöngina .  Algjörlega sammála með vél vs. stöng, mér finnst óþægilegt að nota Smith vélina, hreyfingin verður svo óeðlileg einhvern veginn. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband