Byssurnar massaðar

Naglinn massaði byssurnar í gær, ekki veitir af að pumpa aðeins þessar spírur sem hanga utan á manni í þeirri veiku von að þær stækki nú eitthvað.  Æfði með Jóhönnu svo það var vel tekið á því og spottað alveg grimmt í þyngstu settunum. Enda eru komnar góðar sperrur í tribbann, og vonandi tekur bibbinn við sér í dag líka.

Æfing gærdagsins:

Við tökum alltaf bibb og tribb til skiptis, til að þreyta þá jafnt í gegnum æfinguna. 

Byrjuðum á dýfum með eigin þyngd.  Þessi er mjög góð til að byggja upp kjöt á þríhöfðanum.  Erum að reyna að repsa þessa, svo við erum hættar að nota lóðabelti, enda báðar off-season og alveg nóg þyngd bara einar og sjálfar LoL.

Svo negldum við curl með E-Z stöng vítt grip fyrir bibbann.  Þessi er eins og dýfurnar, hrikalega góð til að byggja upp massa.  Hér er mikilvægt að standa beinn allan tímann, ekki sveifla mjöðmum og baki fram og til baka.  Olnboga þétt við síðu allan tímann. 

Næst var það Skull crusher með E-Z stöng.  Þessi tekur hrikalega á þríhöfðanum og gott að hafa spott hérna.  Mikilvægt að fara vel niður í neðstu stöðu og hafa stöngina í línu við augun í efstu stöðu.

Preacher curli-ið með E-Z stöng þröngt grip var svo massað.  Hér er mikilvægt að láta bekkinn nema við handarkrikann og rétta vel úr handleggjum í neðstu stöðu.

Síðasta æfing fyrir tribbann var súpersett dauðans: Pressa með stöng í vél súpersettað með öfugri pressu með handfangi ein hönd í einu.  Þegar þessu var lokið var þríhöfðinn algjörlega game over.

Síðasta æfingin fyrir bíseppinn var hammer curl.  Hér er mikilvægt að hafa olnbogana þétt upp að síðunni allan tímann.

Eftir þessa æfingu vorum við algjörlega Dalai Lama í höndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Mætti segja mér að þú finndir aðeins fyrir þessu í dag.... eða hvað?  Miklar sperrur í tvíhöfða eru held ég einu sperrurnar sem mér finnast virkilega vondar

Audrey, 23.5.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband