3.6.2008 | 09:35
Hollusta morgunkorns
Flestir byrja daginn á því að hella morgunkorni ásamt mjólk í skál.
En hollustugildi morgunkorns er ansi mismunandi milli tegunda og mikilvægt að lesa vel innihaldslýsinguna á pakkanum.
Korntegundin skiptir mestu máli.
Bestu kostirnir eru þær afurðir sem innihalda heila hafra, haframjöl, hafraklíð, heilhveiti, hveitiklíð, hveitikím, hýðishrísgrjón og bygg. Gamli góði hafragrauturinn úr heilum höfrum er því fremstur í flokki hvað hollustu varðar.
Hins vegar ætti að forðast tegundir sem eru úr hvítum hrísgrjónum, maís og hvítu hveiti.
Þar er búið að strippa kornið af næringarefnum eins og trefjum, vítamínum og steinefnum og sáralítil hollusta eftir.
Einnig þarf að skoða trefjainnihald og sykurinnihald vörunnar og hafa í huga: Meiri trefjar og minni sykur.
Athugið að í kolvetnainnihaldi vörunnar skal hlutfall kolvetna á móti sykri vera 4:1. Til dæmis þegar kolvetni eru 24 g skal sykur ekki vera meira en 6 g. Það segir okkur að megnið af kolvetnunum er að koma úr trefjum og korni en ekki sykri.
Trefjar:
Cheerios er með 7,5 g af trefjum í 100g
All Bran með 14,5 g í 100 g
Hins vegar er morgunkorn sem er úr mikið unnu korni yfirleitt með lágt trefjainnihald.
Til dæmis Corn Flakes, en þar eru trefjar aðeins 2,0 g í 100 g.
Sykur:
Mikill munur er á sykurinnihaldi morgunkorns eftir tegundum.
Þær tegundir sem hafa minnstan sykur eru með 4,0 g í 100 g.
Mestur er sykurinn 40 g í 100 g eða sem samsvarar 20 sykurmolum.
Sykurinnihald í nokkrum tegundum:
Weetabix (4,4 g)
Cheerios (4,5 g)
Corn Flakes (8,0 g)
Fitness/ Special K (12,8 g)
Havre Fras (13,0 g)
Ekki láta blekkjast af litlum berjum sem skoppa glaðlega á mjólkinni utan á pakkanum. Flest morgunkorn sem innihalda ávexti nota þurrkaða ávexti sem eru mjög sykraðir, og yfirleitt er um mjög takmarkað magn að ræða. Þó þeir sé titlaðir framarlega í innihaldslýsingunni er það vegna þess að þurrkaðir ávextir eru þyngri en ferskir ávextir.
Mun hollara er að kaupa hollt morgunkorn og bæta ferskum ávöxtum við.
Eins ber að varast morgunkorn sem titlað er án sykurs en megnið af innihaldinu eru þurrkaðir ávextir eins og rúsínur og döðlur sem eiga að kýla upp sætubragðið og þannig sleppa við að nefna viðbættan sykur á pakkanum. Slíkt morgunkorn er oft mjög hitaeiningaríkt sökum sykursins í þurrkuðu ávöxtunum.
Granóla morgunkorn er oft mjög fituríkt eða um 4- 9 g í hverjum 100 g og því auðvelt að fá of stóran skammt hitaeininga úr einni skál.
Góðir kostir:
Heilir hafrar/ Hafragrautur
Haframjöl/ Hafragrautur
All Bran
Weetabix
Spelt flakes
Bran flakes
Haframúslí
Cheerios
Síðri kostir:
Special K
Fitness
Just right
Granóla
Fruit & Fibre
Alpen
Mjög slæmir kostir:
Cocoa puffs
Honey nut Cheerios
Lucky Charms
Rice crispies
Coco pops
Frosties
Sykrað múslí t.d Axa
Það er mikilvægt að fylgjast með magninu sem við borðum af morgunkorni í hvert sinn. Erum við að borða upp úr stærstu skálinni á heimilinu og fá þannig tvöfaldan jafnvel þrefaldan ráðlagðan skammt?
Gott ráð er að skipta niður í minni skál, þá finnst okkur við vera að borað meira ef skálin er full.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jii ég var einmitt að hugsa um það áðan að stinga upp á morgunkornapistli hérna - takk fyrir það :)
Auður (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:31
En fyndið... great minds think alike
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.6.2008 kl. 10:42
Og fyrir þá sem finnst hafragrautur allt annað en góður þá er alger snilld að fá sér haframjöl með undanrennu og hreinu súkkulaði próteini út á, algert nammi!!
Frábær pistill. Það er lygilegt hvað það heldur manni við efnið að kíkja inn á síðuna þína á hverjum degi, takk fyrir "hjálpina" ;o)
Helga (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:04
Súkkulaði prótín hrært út í vatn og hrært út í hafragrautinn er algjör snilld og ég er orðin algjörlega háð.
Alls konar bragðdropar og kanill er líka rosa gott.
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.6.2008 kl. 11:22
Það er æði að blanda saman 1 dl haframjöli, smá súkkulaði próteini, eggjahvítu, 1 tsk af kotasælu, smá kanil og jafnvel nokkrum rúsínum í skál og hræra vel saman. Búa til eina stóra klessu, setja inn í ofninn og búa þannig til hafraköku og borða í morgunmat. Rosa sniðugt ef maður hefur lítinn tíma á morgnanna að búa þetta til kvöldinu áður og grípa með sér á leið í vinnuna!!
Hollur og góður morgunmatur :-)
Kristín Birna (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:06
Mmmm, jammí hvað þetta hljómar eitthvað girnilega. Hvað hefurðu hana lengi í ofninum?
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.6.2008 kl. 13:19
Bökunartíminn fer eftir því hversu þykka maður vill hafa hana. Ég hef mína svona ca. 2 cm þykka og þá er hún að taka um 40 mín í ofni á 150°C. Og ég er að nota um 15 gr. af próteininu á móti 1 dl af haframjöli.
Ef blandan er þurr og erfitt að hræra þessu saman þá set ég bara nokkra dropa af vatni til að halda kökunni betur saman!
Þetta er bara gott ;-)
Kristín Birna (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.