Massaður í drasl

Naglinn er sáttur, Naglinn er verulega sáttur.

Þjálfari í Laugum spurði Naglann í gær: " Varstu að slasa þig, ég sá þig haltra hér í gær?" 
Naglinn: "Nei, nei, þetta eru bara einhver álagsmeiðsli."
Þjálfarinn:  " Hva!! Þú ert bara orðin svo mössuð að liðirnir ráða ekki við svona miklar bætingar."

Naglinn klökknaði nánast.  Kjellingin hlýtur bara að vera að bæta á sig kjöti fyrst að maðurinn kemur með svona athugasemd.  Varla hefði hann farið að segja að ég væri orðin svo feit að liðirnir væru allir að kikna undan spikinu.   Kannski hefur hann samt meint það Pouty.
Nei, ekkert svona... bara jákvæð hugsun.... Naglinn er að massast í drasl!!

 

andrea

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvita ertu að massast í drasl....það er ekki annað hægt þegar maður hefur viðlíka dedication og þú 

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:10

2 identicon

Lítur bara mjög vel út, sá það með eigin augum í apótekinu í gær... flottar, við alltaf í íþróttasettinu ávallt reiðubúnar í action

Stína (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:13

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ingunn! Takk fyrir það skvís .  Vonandi nær maður svo að skafa lýsið af fyrir keppni svo kjötið sjáist nú eitthvað.

Stína! Takk fyrir það, og sömuleiðis.  Ég sé mun á þér, það hefur heflast utan af þér, ekki spurning. Mikið var gaman að rekast á þig í gær. 
Utan vinnu er ég alltaf í íþróttafötum, svo ofur þægilegt eitthvað .... langar stundum að segja við fólk "Jú, ég á alveg önnur föt".  Þú ert samt verri en ég, þú ert líka í gallanum í vinnunni

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.6.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: M

Mikið væri gaman að sjá myndir af þér stækka og stækka hérna á síðunni þinni

Held mig hafa séð þig í WC um daginn, en nei hún er ekki svona mössuð á myndunum hugsaði ég og þorði ekki að heilsa

M, 12.6.2008 kl. 11:11

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

M!  Það er nú ansi mikið flabb utan á mér líka en ég gæti tekið eina í fötum og hent hér inn.... skal hugsa um það og reyna að safna hugrekki.

Hvenær sástu mig?.... ég veit nebblega ekki hvernig þú lítur út .  Ohhh, ég vona að það hafi verið ég, þá er einhver munur á mér frá myndunum. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.6.2008 kl. 11:56

6 Smámynd: Audrey

Allt að gerast hérna og kannski ekki skrítið, þú ert með því duglegra sem ég þekki í þessum málum!  Helmassaköttaðar kerlingarnar í haust

Audrey, 12.6.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: M

Nú man ég það ekki alveg. Varst ( eða þessi kona) að lyfta lóðum í hvítri peysu(jafnvel hettupeysu) Tók eftir að kona ( þú ?) hehe var með tösku í salnum, kannski full af prótíndrykkjum og orkustöngum Ljóshærð með tagl, en það er þorri kvennanna í wc svo sem. 

Passar þetta við þig ? 

M, 12.6.2008 kl. 12:39

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

M! Gæti sko alveg hafa verið ég, á hvíta peysu, er ljóshærð með tagl og ALLTAF með brúnu Puma töskuna mína í salnum, sem er full af allskonar tækjum og tólum.... ströppum, belti, vafningum, magnesíum, vatnsbrúsa, síma, tyggjó, púlsmæli, iPod....

Ég verð að fá að vita hvernig þú lítur út!! Ferðu að æfa í dag?

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.6.2008 kl. 13:13

9 Smámynd: M

Nei   hef lítið komist í þessari viku. Það yrði þá óvænt og þá veð ég á þig og sýni þér alla mína vöðva

M, 12.6.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband