Smá fróðleikur um roð

Naglinn er mikil roðæta, sérstaklega laxaroð, og finnst það í raun besti hluti fisksins, sérstaklega stökkt roð af grilli eða úr ofni.   Ekki skemmir fyrir að laxaroð er hollasti hluti fisksins en í roðinu er megnið af bráðhollu Omega-3 fitusýrunum.  Fyrir þá sem vilja fá sem mesta hollustu útúr fiskátinu ættu því að smjatta á roðinu líka. 

Maður nokkur sagði eitt sinn við Naglann:  "Alvöru reykingamenn vita að það er heróín í filternum".  Naglinn hefur aldrei gerst svo frægur að sannreyna þessa kenningu. 

Hins vegar vita alvöru heilsumelir að mest af Omega-3 er í roðinu. 

Og alvöru lyftingamenn eru með sigg í lófunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um þetta sigg, hvernig losnar maður við það?

Palli (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hætta að æfa .  En svona í alvöru, ég klippi það eða naga í burtu.  Þú getur líka raspað það með fótaraspi en það er líklega ekki mjög þægilegt.  Vertu bara stoltur af sigginu....það er merki um almennileg átök .

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.6.2008 kl. 11:11

3 identicon

Þokkalega stolt af sigginu maður ;)

ingunn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:39

4 identicon

Hahah! já þetta blessaða sigg.. grifflurnar hjálpa aðeins til við að halda þeim innan kvenlegra marka...

Elísa (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:39

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég get nefnilega ekki notað grifflur svo siggið í lófunum á mér er langt frá því að vera innan velsæmismarka kvenleikans. Tala nú ekki um þegar ég byrja svo að naga það burtu. Vantar bara akkeristattoo og neftóbak ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.6.2008 kl. 15:09

6 identicon

Hæhæ,

 heyrðu hvar pantaru Sci-tec prótínið?? sé bara sci-max...

Hrund (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:12

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð Hrund, panta það hjá Heiðrúnu sem fær það hjá Sigga fyrir norðan. Var ég ekki búin að svara þér í einhverjum þræðinum?? Æi eníhú... síminn hjá Heiðrúnu s. 869 2971. Segðu að þú hafir fengið símann í gegnum mig. Ef hún svarar ekki er síminn hjá Sigga: 462 5266, og hann sendir með póstinum alla leið heim að dyrum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.6.2008 kl. 15:28

8 identicon

Ok, frábært takk!:)

Hrund (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:20

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ekki málið. Láttu mig vita hvernig þér líkar. Súkkulaði og súkkulaði kókos Protein delite er bæði gómsætt. Í hreina prótíninu finnst mér súkkulaði mokka, raspberry, banana og vanilla berry blast (bláberja) best.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.6.2008 kl. 23:12

10 Smámynd: Ester Júlía

Ojjjjj ertu brjáluð manneskja - éta roðið????!!!! 

Ég er ekki matvönd og ét næstum allt sem að kjafti kemur en ROÐ!  hahaha..ég er sko ein af þeim ( sú eina kannski) sem skil roðið eftir á sushi.. úff..

EN....ég er ALVÖRU lyftingamaður.. er sko með brjálað SIGG innan á lófunum

Knús til þín duglegust!!! 

Ester Júlía, 18.6.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband