29.6.2008 | 11:03
Þú ert það sem þú borðar
Það er engin tilviljun að af þeim sem Naglinn hefur aðstoðað með að breyta útliti líkama síns, eru það þeir sem hafa verið duglegastir í mataræðinu sem hafa náð lang bestum árangri.
Hið sama gildir um þá fjölmörgu sem Naglinn hefur lesið um í tímaritum og á netinu og hafa náð eftirtektarverðum árangri. Undantekningarlaust hefur þetta fólk náð markmiðum sínum með skotheldu mataræði í bland við gott æfingaprógramm.
Það er alltof hátt hlutfall af ræktarmeðlimum sem halda að allt snúist um æfingarnar.
Vissulega er mikilvægt að æfa en mataræðið er enn mikilvægari breyta. Hægt er að skipta mataræði, hreyfingu og hvíld upp í hlutfall af árangri, þar sem mataræðið er 80% og hreyfingin 20%. Þú ert ekki að gera heilsunni, þrekinu eða útlitinu neinn greiða með því að troða óhollustu í þig 2-3 daga í viku.
Það er vonlaust að ætla að bæta fyrir slíkar átveislur með hreyfingu.
Alltof margir telja sig borða hollt en lauma upp í sig kexkökum og súkkulaðimolum í kaffitímanum, þamba gos á kvöldin og sleppa sér svo um helgar í sukkinu. Það er enginn að sega að þú þurfir að japla á brokkolí allan ársins hring til að vera fitt og hraustur. Við þurfum öll að smjatta á pizzu, súkkulaði og dreypa á rauðvíni eða gosi af og til og það er í góðu lagi að leyfa sér slíkan munað.
En það er ekki lengur hægt að tala um munað, heldur svindl og sukk þegar slíkur matur er farinn að teygja sig langt út fyrir 1-2 máltíðir á viku. Þegar jafnvel heilu dagarnir orðnir undirlagðir af sukki þá er það ekki vigtin sem er með mótþróaþrjóskuröskun heldur eru það matarvenjurnar sem koma í veg fyrir fitutap og/eða vöðvastækkun og útlitið breytist lítið sem ekkert.
Það er vissulega hægt að halda sér í skefjum með því að æfa en sé markmiðið að breyta útliti sínu til hins betra, hvort sem það er að missa fitu og/eða bæta á sig vöðvum, er ekki nóg að mæta bara í ræktina, við þurfum að standa okkur við matarborðið líka.
Meginflokkur: Mataræði | Aukaflokkur: Hugarfar | Breytt 2.11.2008 kl. 17:55 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér! Í mínum huga þarf algjöra lífstílsbreytingu til þess að halda sér fitt! Borða rétt, æfa rétt, sofa nóg og hugsa vel um líkama og sál! Það er allt í lagi að leyfa sér eitthvað stundum, en það er nú bara einu sinni svo að þegar maður gerir það líður manni bara ekkert betur á eftir!
Nanna (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:18
Takk fyrir þetta! Ég er búin að vera lasin í viku og þegar maður er veikur þá má maður en það er erfitt að hætta! Gott að fá svona búst fyrir nýja viku
Snjólaug (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:59
Nanna! Nákvæmlega, þetta snýst allt um lífsstíl, að vera hollur alla daga og allar nætur. Svo sukkar maður auðvitað pínu inn á milli til að halda sönsum, en eftirvæntingin eftir sukkinu er oft meira spennandi en aðgerðin sjálf, svo ekki sé talað um afleiðingarnar .
Snjólaug! Gott að þér er batnað. Ekki spurning að koma sér á beinu brautina aftur. Gangi þér vel!
Ragnhildur Þórðardóttir, 30.6.2008 kl. 11:40
Þetta er örugglega alveg rétt hjá þér Ragga. Ég hef verið massíft dugleg í ræktinni, mætt alveg 5-6 sinnum í viku, en leyft mér að sukka ansi vel. Enda er það þannig að það hefur tekið mjöööög langan tíma að sjá breytingu á líkamanum. En ég verð að segja að mér finnst mun erfiðara að breyta mataræðinu heldur en að taka sig á í hreyfingunni. Það er svo oft í hugsunarleysi að maður grípur kex með kaffinu eða gos á kvöldin. Einhver góð ráð til að venja sig af þessum ósið?
Kristín (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 16:17
Blessuð Kristín! Frábært að heyra hvað þú ert dugleg í ræktinni. Mataræðið skiptir alveg rosalega miklu máli ef ætlunin er að skafa af sér og bæta við vöðvum. Eina ráðið sem ég hef er að þú hugsir um hversu mikið þig langar til að breyta útlitinu. Er sú löngun sterkari en löngunin í þessa kexköku í kaffinu? Vilji er allt sem þarf, sterkur vilji elur af sér sjálfsaga og skipulagningu. Vertu alltaf tilbúin með hollan bita svo þú freistist ekki í samlokur, kökur og kex.
"Nothing tastes as good as looking good does."
Ragnhildur Þórðardóttir, 1.7.2008 kl. 09:04
Sæl Ragnhildur og takk fyrir fróðlega og góða síðu. Ég er ein þeirra sem er búin að eyðileggja brennsluna með matarkúrum. Síðastliðin 10 ár hef ég stundað mismunandi átaksnámskeið, oftast undir stjórn fólks sem telur sig vita hvað það er að tala um. ég hef borðað frá 1000 - 1300 kcal á dag og æft stíft. Gengið vel í nokkrar vikur, en dottið svo í nammigryfjuna og legið þar nokkra daga og uppí vikur. Ég hef þó alla tíð verið dugleg í ræktinni. Ég fékk því sjokk þegar ég fór í fitubrennslumælingu í vor og sá að ég lá langt undir í vöðvamassa þrátt fyrir að ég æfði nokkuð vel. ég varð svo reið, að ég ákvað að strunta í allt sem hét aðhald í mat og borðaði það sem mig datt í hug í 1 mánuð. á þeim tíma missti ég þó 0,6 kg fitu og bætti á mig tæpum 2 kílóum af vöðvum. Eg hef haldið þessu áfram undanfarið, ég hef að vísu ekki fitumælt mig aftur, en ég finn að ég er farin að bæta á mig fitu aftur. Mig langar ekki til að fara útí kaloríutalningu aftur, en veit ekki nema ég verði að gera það.
Mér finnst vanta mikið ráðleggingar sem er eitthvað vit í. Ég veit til dæmis með mig, að ef ég borða 1300 kcal á dag og æfi eins stíft og ég geri, þá missi ég vöðva. ég æfi á hverjum degi. tek body pump x4 í viku, body balance x 2, body jam x 1, to the core x 3, spinning x 4. Ætti ekki að vera nóg fyrir mig að bara borða hollan mat og forðast hröð kolvetni?
Ásta Kristín Norrman, 7.7.2008 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.