Grunnbrennsla líkamans - Basal Metabolic Rate (BMR)

Basal metabolic rate (BMR) eða grunnbrennsla líkamans er sú orkuþörf sem líkaminn þarfnast til að lifa af án þess að hreyfa sig nokkuð, til dæmis sú orkuþörf sem við þurfum meðan við liggjum í dauðadái.  Grunnbrennsla er venjulega mæld í hvíld en samt vakandi og 12 tímum eftir máltíð.  Semsagt best er að mæla grunnbrennslu um leið og maður vaknar og áður en maður borðar morgunmat.

Það má einnig áætla grunnbrennslu út frá nokkrum lykilbreytum:  Aldur, kyn, hæð, þyngd og fitufrír massi (vöðvamassi).  Fitufrír massi er mjög mikilvæg breyta.

Grunnbrennsla er samt ekki stöðug frá einum tíma til annars.  Hún er breytileg og undir áhrifum frá ýmsum þáttum:  

Svefn: Þegar við sofum er meiri virkni í vöðvum en þegar við erum vakandi og afslöppuð.  Hins vegar þegar við erum vakandi og stundum líkamlega þjálfun hækkum við grunnbrennsluhraðann. 

Aldur: því yngri sem manneskjan er því hærri er grunnbrennslan.  Eftir því sem við eldumst því hægari verður BMR og minnkar um 10% á hverjum áratug, það þýðir 1% á ári. 

Kyn: Karlmenn hafa hraðari grunnbrennslu en konur. 

Vöðvar:  Því meiri vöðvamassi því hærri grunnbrennsla.  Það er vegna þess að vöðvavefur er mun virkari vefur en fituvefur.  Hann krefst því meiri orku sem aftur hækkar grunnbrennsluna.

Líkamsbygging: Flatarmál líkamans, ekki þyngd.  Sá sem er 90 kg og 1,90 á hæð hefur hærri grunnbrennslu en maður sem er 1,70 og 90 kg.  Sá sem er hærri losar út meiri varma í gegnum stærra flatarmál húðar en sá sem minni er.

Megrun: Föstuástand eða langvarandi tímabil þar sem fárra hitaeininga er neytt lækkar grunnbrennsluna.  Þeir sem fara í skyndimegrun

Melting: Þegar við borðum hefur það áhrif á grunnbrennsluhraða.  Meltingarferli, vökvaflæði o.s.frv hækkar grunnbrennsluna.  Margar litlar máltíðir yfir daginn auka grunnbrennslu. 

 

Margir átta sig ekki á að þeir þurfa að annaðhvort minnka magn matarins í takt við hægari grunnbrennslu með aldrinum, eða byrja að æfa til að auka vöðvamassa og keyra upp grunnbrennsluna aftur.  Þegar vöðvar rýrna hægist á grunnbrennslunni.  Þeir sem fara í skyndimegrun hægja á grunnbrennslunni vegna þess að vöðvarnir rýrna.  Það hægist hins vegar ekki á grunnbrennslu við að missa fitu eingöngu.  Þeir eiga því miklu auðveldara með að bæta á sig eftir megrunina en fyrir.

 Það er því alveg "fatalt" að stunda eingöngu brennsluæfingar og borða öreindamáltíðir, til að hækka grunnbrennsluna verðum við að lyfta lóðum og borða oft en lítið í einu. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Góð færsla hjá þér. Margir sem misskilja þetta

Sólveig Klara Káradóttir, 1.7.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: M

Það er ekki gaman að koma úr fríi og lesa svo pistlana þína eftir allt óhófið   En þeir ýta við manni, vertu viss.

M, 1.7.2008 kl. 20:32

3 identicon

En þegar að þú talar um að best sé að mæla grunnbrennsluna eftir svefn fyrir morgunmat, hvernig mælir maður hana. Hvernig er grunnbrennsla mæld?

Palli (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:06

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nákvæmasta mælingin er á þeim tíma dags, og er mæld með öndunarprófi í ákveðnu tæki sem mælir súrefnisupptöku (VO2).  Það er líka hægt að ákvarða hitaeiningaþörf út frá daglegri hreyfingu.  Einnig er hægt að áætla grunnbrennslu með jöfnu sem tekur tillit til kyns, aldurs, hæðar, þyngdar og hreyfingar.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.7.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband