1.7.2008 | 14:48
Grunnbrennsla líkamans - Basal Metabolic Rate (BMR)
Það má einnig áætla grunnbrennslu út frá nokkrum lykilbreytum: Aldur, kyn, hæð, þyngd og fitufrír massi (vöðvamassi). Fitufrír massi er mjög mikilvæg breyta.
Grunnbrennsla er samt ekki stöðug frá einum tíma til annars. Hún er breytileg og undir áhrifum frá ýmsum þáttum:
Svefn: Þegar við sofum er meiri virkni í vöðvum en þegar við erum vakandi og afslöppuð. Hins vegar þegar við erum vakandi og stundum líkamlega þjálfun hækkum við grunnbrennsluhraðann.
Aldur: því yngri sem manneskjan er því hærri er grunnbrennslan. Eftir því sem við eldumst því hægari verður BMR og minnkar um 10% á hverjum áratug, það þýðir 1% á ári.
Kyn: Karlmenn hafa hraðari grunnbrennslu en konur.
Vöðvar: Því meiri vöðvamassi því hærri grunnbrennsla. Það er vegna þess að vöðvavefur er mun virkari vefur en fituvefur. Hann krefst því meiri orku sem aftur hækkar grunnbrennsluna.
Líkamsbygging: Flatarmál líkamans, ekki þyngd. Sá sem er 90 kg og 1,90 á hæð hefur hærri grunnbrennslu en maður sem er 1,70 og 90 kg. Sá sem er hærri losar út meiri varma í gegnum stærra flatarmál húðar en sá sem minni er.
Megrun: Föstuástand eða langvarandi tímabil þar sem fárra hitaeininga er neytt lækkar grunnbrennsluna. Þeir sem fara í skyndimegrun
Melting: Þegar við borðum hefur það áhrif á grunnbrennsluhraða. Meltingarferli, vökvaflæði o.s.frv hækkar grunnbrennsluna. Margar litlar máltíðir yfir daginn auka grunnbrennslu.
Margir átta sig ekki á að þeir þurfa að annaðhvort minnka magn matarins í takt við hægari grunnbrennslu með aldrinum, eða byrja að æfa til að auka vöðvamassa og keyra upp grunnbrennsluna aftur. Þegar vöðvar rýrna hægist á grunnbrennslunni. Þeir sem fara í skyndimegrun hægja á grunnbrennslunni vegna þess að vöðvarnir rýrna. Það hægist hins vegar ekki á grunnbrennslu við að missa fitu eingöngu. Þeir eiga því miklu auðveldara með að bæta á sig eftir megrunina en fyrir.
Það er því alveg "fatalt" að stunda eingöngu brennsluæfingar og borða öreindamáltíðir, til að hækka grunnbrennsluna verðum við að lyfta lóðum og borða oft en lítið í einu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Vísindi og fræði | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér. Margir sem misskilja þetta
Sólveig Klara Káradóttir, 1.7.2008 kl. 19:58
Það er ekki gaman að koma úr fríi og lesa svo pistlana þína eftir allt óhófið En þeir ýta við manni, vertu viss.
M, 1.7.2008 kl. 20:32
En þegar að þú talar um að best sé að mæla grunnbrennsluna eftir svefn fyrir morgunmat, hvernig mælir maður hana. Hvernig er grunnbrennsla mæld?
Palli (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:06
Nákvæmasta mælingin er á þeim tíma dags, og er mæld með öndunarprófi í ákveðnu tæki sem mælir súrefnisupptöku (VO2). Það er líka hægt að ákvarða hitaeiningaþörf út frá daglegri hreyfingu. Einnig er hægt að áætla grunnbrennslu með jöfnu sem tekur tillit til kyns, aldurs, hæðar, þyngdar og hreyfingar.
Ragnhildur Þórðardóttir, 2.7.2008 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.