Plankinn

Naglinn fékk fyrirspurn í athugasemdakerfinu um hvaða æfing "Plankinn" sé. 

Þessi æfing tekur vel á djúpu kviðvöðvunum (transverse abdominus). 
Með því að styrkja þessa vöðva stuðlum við að sterkari miðju.  Þessir vöðvar toga magavegginn inn á við og ásýnd kviðsins verður fallegri og sléttari kviður þegar þessir vöðvar eru sterkir.

Plankinn er mjög góð æfing til að styrkja djúpu kviðvöðvana. 

Hægt er að gera hana sitjandi, standandi eða liggjandi.

Algengast er að framkvæma hana liggjandi, annað hvort á hnjám (auðveldara) eða á tám (erfiðara). 

Lagst á magann á gólfið.  Farið upp á olnbogana, tær eða hné í gólf þannig að líkaminn sé í þráðbeinni línu frá hvirfli til ilja.  Kviðurinn sogaður inn, nafli í hrygg.  Ágætt að ímynda sér að undir maganum sé logandi kerti. Halda stöðunni í 15-60 sekúndur, lengur ef hægt er. 
Muna að anda!! Róleg öndun.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig er þessi æfing gerð sitjandi

berglind (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Berglind! Situr á bekk eða stól, dregur nafla inn í hrygg og heldur stöðunni. Snilld að gera í vinnunni ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.8.2008 kl. 19:23

3 identicon

Hæ Ragga

Ég kíki oft við á síðunni þinni og dáist að dugnaði þínum, virkar þvílíkt hvetjandi á mig. Eitt sem mig langaði að spyrja þig um í kjölfarið á magaæfinga ráðleggingunum (sem er mitt problem zone) er hvort þú vitir eitthvað um slendertone magaþjálfann. Ég æfi reglulega (cardio + lyfti lóðum) en var að hugsa um að bæta hinu inni í prógramið, svona yfir sjónvarpinu á kvöldin. Any thoughts?

Áhugasöm (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 20:21

4 identicon

hæ,

Ég finn ekki fyrir sætindaþörf á daginn en á kvöldin.... þá langar mig alveg svakalega mikið í eitthvað sætt ;-) Með hverju mælir þú til að svala þörfinni ?

kveðja, Sjúk í sætt  

Sætindi !! (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:47

5 identicon

takk

ég prufa það

berglind (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:12

6 identicon

hæ Ragga

þú

berglind (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:19

7 identicon

ups sendi þetta óvart

þú virðist vera í mjög góðu form og ættir kanski að prufa að fara í boot camp  ég er í því og ég bara elska það

berglind (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:24

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Áhugasöm! Ég hef litla trú á slíkum tækjum, maginn kemur með réttu mataræði, brennsluæfingum og styrktaræfingum.  Þarna skiptir mataræðið höfuðatriði, enda er kviðurinn fitusöfnunarsvæði hjá flestum konum og þegar fitan fer þá sjást kviðvöðvarnir sem við höfum byggt upp.  Utanaðkomandi rafstraumar hafa litla virkni að mínu mati.

Sætindi!  Þá ertu ekki að borða nóg yfir daginn ef líkaminn er að kalla á sykur á kvöldin.  Ef þú borðar jafnt og þétt allan daginn áttu ekki að upplifa sykurfall á kvöldin.  Eins getur þetta verið vani, og hann þarf að brjóta upp.  Píndu þig nokkur kvöld í röð að sleppa sælgæti eða öðru narti á kvöldin, borðaðu bara þinn kvöldmat og fáðu þér svo prótínsjeik fyrir svefninn en ekkert annað. 

Berglind!  Já ég hef oft hugsað um að prófa Boot Camp, það er á dagskránni skal ég segja þér. Enda er ég eiginlega skyldug því Biggi og Robbi eru gamlir félagar mínir og miklar elskur. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 11:43

9 Smámynd: Audrey

Alveg er ég viss um að þú fílir BootCamp.  Ég var í þessu í ár og hafði gaman að.  Reyndar lítið um lyftingar þar en þetta er biluð brennsla, og mjög skemmtileg brennsla :)

Audrey, 12.8.2008 kl. 12:52

10 identicon

Sæl Ragga. Var að lesa aðeins um plankann hérna hjá þér. Það að gera æfinguna sem allir helstu þjálfarar heims kalla planka (eða plank) er ekki hægt að gera sitjandi, þótt að æfingin sem þú ert að tala um (það að draga inn naflann) sé mjög góð æfing fyrir transversinn, og alveg crusial við mjóbaksvandamálum sé frábær þá telst hún bara ekki til plankaæfinga hjá flestum þjálfurum, þó er það svosem í lagi að þú kallir hana planka því það eru svosem engar reglur um nafngift æfinga :) Annað sem ég vil nefna þá krefst þessi æfing (transvers æfingin), ef þú vilt virkja transversus abdominis góðrar hreyfistjórnar og góðrar leiðsagnar

Ég er ekki alveg sammála því að transversinn sé einhver útlitsvöðvi sem bæti ásýnd kviðsins, þó getur hann gert það að einhverju leiti, en maður verður að muna það að hann er innstur af þessum blessuðu 3 lögum af kviðvöðvum sem við höfum.

Eitt sem ég vill bæta við með plankann er það hversu functional æfing hann er, og í raun betri en aðrar kviðæfingar vegna þess að í flest öllum tilvikum þá virka kviðvöðvarnir okkar sem "stopparar" eða stöðugleikavöðvar og koma í veg fyrir hreyfingar, og vernda þannig hrygginn alveg ómetanlega. Þannig er best að þjálfa þessa vöðva með isometrisku álagi. Annað sem má benda á er að láta fólk ekki gleyma hliðar-plankanum (side-plank), sem er ekki síður mikilvægur en straight plank æfingin.

Flott framtak þetta blogg, gaman að lesa þetta og gaman að kommenta hjá þér!

Einar Óli Þorvarðarson, Þjálfari og 3 árs sjúkraþjálfunar-nemi

Einar Óli Þorvarðarson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:31

11 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Einar Óli.

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.8.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 549189

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband