Krakkamáltíðir.... auðveld en hættuleg lausn á kvöldmatnum

Nýlega birtist skýrsla frá lýðheilsusamtökunum Center for Science in the Public Interest (CSPI) í Bandaríkjunum um næringargildi krakkamáltíða hjá 13  skyndibitakeðjum eins og KFC, Taco Bell, Mc Donalds og Burger King.  Í ljós kom að í 93% tilfella voru skammtarnir stærri en 430 hitaeiningar, sem er 1/3 af ráðlagðri daglegri hitaeiningaþörf 4 til 8 ára barna.

Til dæmis á einum staðnum Chili's Bar and Grill sem ekki er á Íslandi... ennþá allavega, er hægt að fá krakkamáltíð sem samanstendur af ostapizzu, frönskum kartöflum og límonaði og inniheldur slík veisla hvorki meira né minna en 1000 hitaeiningar.  Það jafngildir u.þ.b 2/3 af hitaeiningaþörf barnsins.  Burger King sem hefur fest rætur hérlendis býður upp á máltíð fyrir börn sem inniheldur tvöfaldan ostborgara, franskar og súkkulaðimjólk og 910 hitaeiningakvikindi synda í því boxi.

Subway er víst með skársta úrvalið þegar kemur að krakkamáltíðum hvað varðar hitaeiningar en aðeins 6 af 18 valkostum fóru yfir 430 hitaeininga markið.  Það sem aðgreinir Subway frá hinum stöðunum er að þeir bjóða ekki upp á gosdrykki með krakkamáltíðum og það lækkar hitaeiningafjöldann. 

Það þarf að fara í gegnum frumskóg af fitu, salti og hitaeiningum til að finna holla valkosti fyrir börnin. 

Niðurstöðurnar bentu einnig á að í 45 % af þeim krakkamáltíðum sem skoðaðar voru, var magn mettaðrar fitu og transfitu umfram ráðleggingar.  Það getur hækkað kólesteról hjá börnum og aukið líkur á hjartasjúkdómum hjá börnunum.  Önnur sláandi niðurstaða var að 86% máltíðanna voru með of hátt salt magn.

 

Það er tekið fram í skýrslunni nú til dags eru börn að fá þriðjung hitaeininga sinna í veitingahúsaferð, sem er tvöfalt meira en fyrir 30 árum síðan.

Höfundar skýrslunnar mæltu með við veitingastaði eftirfarandi:

 

  • Endurskoða matseðilinn til að minnka hitaeiningar, mettaða fitu, transfitu og salt.  Einnig að bjóða upp á fleiri hollar afurðir eins og ávexti, grænmeti og heilt korn.

 

  • Gera ávexti eða grænmeti og fitusnauða mjólk að stöðluðu meðlæti í stað franskra kartaflna og gosdrykkja.

 

  • Veita upplýsingar um næringargildi á matseðlum.  New York og San Francisco eru meðal þeirra borga sem hafa tekið upp reglugerðir um slíkar upplýsingar á matseðlum.

 

Það má samt ekki gleyma því að þekking og vitund um hollustu og gott mataræði fer fram innan veggja heimilisins, og það er því alltaf á ábyrgð foreldranna að innræta börnum sínum hollari lífshætti.

 

 

 

Eftir CSPI,
Blaðamaður: JOAN LOWY, Associated Press
4. ágúst

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einmitt alveg óþolandi að geta ekki fengið neitt annað fyrir barnið sitt nema kjúklinganagga, franskar, hamborgara og þ.h. þegar maður fer e-ð út að borða.

Hrund (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Einmitt.  Ég hef nefnilega tekið eftir að barnamatseðill, jafnvel á fínum veitingastöðum, er alltaf pizza og hamborgarar og franskar.  Af hverju ekki að bjóða upp á hollan pastarétt eða djúsí kjúklingarétt??  Það er alltaf gert ráð fyrir að börn vilji bara drasl að borða!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.8.2008 kl. 13:20

3 identicon

Jú ég á krakka

Hrund (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góð færsla þetta sem á erindi í td Fréttablaðið.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 19:22

5 Smámynd: Ragnhildur Þóra

Frábært að lesa síðuna þína.

Góð hvatning:)

Ragnhildur Þóra , 15.8.2008 kl. 08:33

6 identicon

Verð að taka undir þetta. Það er alveg ótrúlegt rusl sem börnum er boðið uppá á veitingastöðum. Þegar ég bjó í USA (Atlanta, GA) fannst mér þetta sérstaklega áberandi. Djúpsteiktur kjúklingur og franskar eða fitulöðrandi ostapizzur var það sem börnum var boðið uppá. Mér fannst strax mikill munur við það að koma á austurströndina. Þar var alltaf hægt að fá e-rja hollari valmöguleika fyrir börn.

Varðandi athugasemdina hér að ofan frá Helga Briem, þá er það vissulega þannig að flestum börnum finnast gott að borða t.a.m. kjúklinganagga og franskar. A.m.k. gerir dóttir mín það með bestu list. En það er heldur ekkert mál að fá hana (og önnur börn) til að borða hollari mat. Þetta er allt spurning um hvernig maturinn er framborinn og samsettur. Mín reynsla er sú að börn eru ekki hrifin af mat sem er búið að blanda mikið saman t.a.m. í e-rju sósujukki heldur er einfaldleikinn bestur.

Ég verð að segja að ég er yfirhöfuð ekki ánægð með íslenska veitingastaði því hérna eru einmitt kjúklinganaggar og franskar einna helst í boði fyrir börn.

Mína (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:51

7 Smámynd: Mama G

Ég er nú bara löngu búin að gefst upp á barnamatseðlinum, panta bara ríflega fyrir sjálfa mig og bið svo um aukadisk.

Best er samt að borða bara heima

Mama G, 15.8.2008 kl. 08:53

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk kærlega fyrir þitt innlegg Mína.
Nú vitið þið auðvitað betur sem eigið börn hvað þau velja sér af matseðli.  Það gefur auga leið að kjúklinganaggar, hamborgarar og franskar eru voða spennandi í augum barnsins, en það eru fyrst og fremst foreldrarnir og uppeldið sem móta val barnsins, og foreldrar ættu og geta alltaf haft áhrif á hvað þau borða á slíkum stöðum.  Það er mikill ábyrgðarhluti að hugsa um mataræði barnanna sinna.  En ábyrgðin liggur ekki síður hjá veitingastöðunum, og ættu þeir að sjá sóma sinn í að bjóða upp á hollari valkosti fyrir börn en franskar og nagga. 

Gott hjá þér Mama G, að gefa þínu barni af þínum skammti enda eru "fullorðins" skammtarnir jafnan langtum hollari en barnaseðillinn. 

Fjóla! Já það er rétt, það ætti að benda fjölmiðlum á þessa skýrslu, er gott innlegg í umræðuna um transfitusýrur og offitu barna.

 Ragnhildur Þóra!  Takk fyrir það nafna.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.8.2008 kl. 09:30

9 identicon

Mér finnst bara að veitingastaðir og sérstaklega leikskólar þurfi að fara að taka sig á í þessum efnum. Maturinn sem er í boði á sumum leikskólum er oft á tíðum ekki upp á marga fiska...einstaka sinnum grænmeti með matnum, mikið um unnar matvörur eins og súpur og slíkt. Þetta er reyndar mjög misjafnt á milli leikskóla en ég hef unnið á leikskóla þar sem ég gat sjálf ekki hugsað mér að borða matinn

Hrund (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 549186

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband