Naglinn maxar deddið

"Já fínt, já sæll skilurðu." "Dingdongdengdengdeng, skil ekki orð af því sem þú segir."

Kellingin toppaði sig og maxaði 90 kg í deddi.

Það verður líklega lítið um toppa héðan af, enda preppið byrjað og lítil orka í að taka massaþyngdir í skurði.
Það getur líka beinlíns verið hættulegt, því þegar hitaeiningar eru skornar niður eru meiri líkur á meiðslum.

En það þýðir bara að markmiðið fyrir dead-lift næsta off-season verður að sjálfsögðu þriggja stafa tala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjetturinn stelpa!!! Two thumbs up

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: M

Deddið og preppið, ekki alveg að skilja   Er niðurskurðurinn sem sagt byrjaður ?

M, 15.8.2008 kl. 20:25

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já kanntu ekki lingóið??? Nei bara djók. Dedd (Dead lift) er réttstöðulyfta og prepp (preparation) er undirbúningur fyrir mót semsagt niðurskurður.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.8.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: M

Gangi þér vel Naglinn minn

M, 15.8.2008 kl. 21:34

5 identicon

Vá!
Einhverntíman skal mér takast þetta líka :)
En ég er svosem bara rétt nýbyrjuð...

Anyways, mig langaði bara að hrósa þér fyrir mjög gott og fræðandi blogg.
Ég er búin að vera lurker í soldinn tíma núna, og það bregst ekki að það er alltaf jafn gaman að lesa greinarnar þínar :)
Keep it up!

Aggatho (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 10:06

6 identicon

Glæsilegt!

Tókstu það þá einusinni eða oftar? Ég þori aldrei að taka neina þyngd í deddinu sem að ég get ekki teikið minnst 5 sinnum, alltaf að passa bakið :)

Snjólaug (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 16:22

7 Smámynd: Mama G

Bíddu, 90 kg!?  Já, góðan daginn sko. Ég get ekki einu sinni ýtt til 90 kg. Hvað þá lyft þeim á nokkurn mögulegan máta

Mama G, 17.8.2008 kl. 13:57

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Aggatho!  Takk fyrir það kærlega.  Gott hjá þér að "unlurka" og kvitta, alltaf gaman að fá komment frá lesendum .

Snjólaug! Ég tók það 2x en seinni lyftan var ekki 100%.  Ég nota alltaf belti í þungum settum af deddi, stiffi og hnébeygjum til að passa bakið.  Ættir að tékka á því.

Mama G!  Þetta kemur hjá þér einhvern daginn með þjálfuninni.  Ég gat heldur ekki bifað 90 kg þegar ég byrjaði að lyfta

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.8.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband