RannsóknarNagli- the saga continues

Naglinn fór í seinni hluta hlaupa rannsóknarinnar í morgun. 


Í þetta skiptið þurfti að festa átta elektróður á vinstri fótlegg Naglans, en þær nema vöðvavirknina í fætinum en verið er að mæla hvenær vöðvarnir þreytast og hvernig hinir vöðvarnir bregðast þá við.

   
Naglinn þurfti því að leggjast á bekk meðan rannsakandinn og aðstoðarkona hans pikkuðu og potuðu og merktu við hina ýmsu staði á fótleggnum til að finna vöðvana þar sem átti að festa elektróðurnar.

Eftir smástund af þessu þukli sagði aðstoðarkonan við Naglann:  "Það er nú lítið mál að sjá vöðvana á þér, þú ert svo rosalega mössuð." 

Þeir sem vilja ná tali af Naglanum í dag geta fundið hana dansandi nakta niður Laugaveginn af hamingju og monti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Ætlarðu nú að stela athyglinni frá "strákunum" okkar ?   Þú köttaða mær.

M, 27.8.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jamm, jamm, kl. 18 legg ég af stað frá Snorrabraut nakin niður Laugaveginn og verð við Ingólfstorg kl. 18:30.  Þá er bara að sjá hvort fleiri komi og horfi á helmassaðan Naglann eða silfurdrengina

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.8.2008 kl. 15:19

3 identicon

 góð

Kristjana (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:24

4 identicon

Til hamingju ég mæti til að horfa á strákana.

Dóra (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég trúi því ekki, fullklæddir handboltakappar teknir fram yfir nakinn Nagla, dansandi í þokkabót. Er það af því Valgeir er ekki með númer hjá mér??

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.8.2008 kl. 20:58

6 identicon

þú mátt sko alveg vera montin! búin að leggja þvílíkt mikið á þig og fólk ætti bara að mæta og dást að þér!!! ;)

Nanna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:03

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þakka þér fyrir falleg orð Nanna mín.    Það eina sem ég get sagt er Sömuleiðis dugnaðarforkur.  Þú hefur aldeilis blásið byr í seglinn hjá mér, mín kæra, með þínum frábæra árangri og metnaði.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.8.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband