Le gym en Paris

Bon jour mon cheries.

París er yndisleg, algjörlega bjútíful borg.

Naglinn fór á stúfana að leita að líkamsræktarstöð um leið og rennt var inn í borgina.
Vopnuð niðurstöðum gúgglunar örkuðu Naglinn og hösbandið um hverfið og fundu eina sem hafði litið vel út á netinu, en að sjálfsögðu er ekki allt gull sem glóir, því engin lóð voru í stöðinni, aðeins tæki.
Þá var haldið á næsta gúgl, og þar var sama uppi á teningnum, engin lóð!!! og Naglanum tjáð að næsta slíka stöð væri talsverðan spöl í burtu. Frakkinn greinilega ekki að rífa of hart í járnið!!!

Svo Naglinn kyngdi stoltinu og framdi þau helgispjöll að hamast eingöngu í tækjum í morgun.
Aðrir meðlimir í tækjasalnum voru eingöngu karlkyns og Naglinn hefur ekki áður fundið jafn sterkt fyrir að vera nafli athyglinnar. Fransararnir greinilega ekki vanir dömum sem taka á því, enda voru þeir sjálfir ekki að toppa sig neitt. Einn var meira að segja með dagblað með sér sem hann las á milli setta í tækinu.

Naglinn skemmti sér hins vegar milli setta við að fylgjast með Jane Fonda leikfimitímanum í salnum við hliðina, og fannst magnað að sjá að ýmiss klæðnaður frá þeim tíma sé ennþá í góðu gildi hjá Frakkanum, t.d ennis svitaband og leikfimibolur utan yfir hjólabuxur.

Í brennslu eftir átökin var einnig boðið upp á skemmtiatriði, að þessu sinni var það sundleikfimi þar sem kennarinn var miðaldra karlmaður sem var örugglega Þjóðverji, ekki ósvipaður þjálfara þýska handbolta landsliðsins með yfirvaraskegg og grátt hár í tagli í stuttbuxum upp í görn.
Þarna stóð félaginn á bakkanum og sýndi kellingunum ýmsar hreyfingar sem þær áttu að framkvæma ofan í vatninu. Oftar en ekki leit hann út eins og hann væri að reyna að kúka.
Naglinn skemmti sér hreint konunglega og tíminn á þrekstiganum hefur aldrei áður liðið svona hratt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Hhahhaah frábært :) Allt sem styttir manni stundir í brennslu er æði, þó svo það líkist einhverju sem er að hægja sér :-þ

Audrey, 6.9.2008 kl. 18:28

2 identicon

hahaha þetta er nákvæmlega eins og þegar mér hlotnaðist sá heiður að heimsækja höfuðstöðvar EAS í Colorado. Þegar við æfðum í 24 hour fitness og já, greinilegt að konur eru ekki mikið að lyfta þar því það var horft á okkur eins og við værum ég veit ekki hvað... hehe

Svava (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

7_5_137

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 7.9.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Greinilega ekki eins flottir í þessu og við.
Velkomin heim Ragga mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 549221

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband