12.9.2008 | 08:18
Ný skæði
Í gær fékk Naglinn splunkunýja og sjóðandi heita Asics beint frá USA. Af því Naglinn er svo mikil skóhóra var ekki annað til umræðu en nýjasta týpan af Nimbus, numero 10 baby.
Þvílíkur munur að hlaupa, enda gömlu ræflarnir búnir að leggja mörg hundruð kílómetra undir hælinn og púðarnir orðnir handónýtir og Naglann farið að verkja í hné og sköflunga.
Naglinn bókstaflega sveif á brettinu í morgun á nýjum skæðunum, og keyrði á sprettina upp í áður óþekktar hæðir, 17 km/klst í 3°halla, og það þrátt fyrir 5 tíma svefn sökum útstáelsis í gærkvöldi.
Púlsinn fór upp í 96% í hörðustu sprettunum, en það hefur ekki gerst síðan í Þrekmeistaranum forðum daga.
Naglinn mælir með að fólk skipti um hlaupaskó á 9-12 mánaða fresti, sérstaklega þegar mikið mæðir á þeim greyjunum.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sko kominn tími á mína garma.
Eigðu góða helgi framundan og svo klukkaði ég þig á síðunni minni í gær
M, 12.9.2008 kl. 10:25
Alltaf sami dugnaðurinn í þér mín kæra, enda ekki við öðru að búast. Ég átti í mestu vandræðum með að koma mér frammúr kl. 7 til að lufsast í ræktina kl. 8. En ég skil þig með skóna... ég vil helst ekki fara úr mínum.
Anna María (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:07
Já góður punktur, verst hvað þetta er ógeðslega dýrt 18-20.000 kall fyrir góða skó
Hrund (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 12:13
M! Ég þarf að athuga klukkið. Endilega skiptu görmunum út, það fer svo illa með hnén að hossast á ónýtum skóm.
Anna María! Ég var góð í morgun, en ég þekki sjálfa mig, ég verð orðin vel mygluð um kvöldmatarleytið.
Halldóra! Glæsilegur árangur!! Til hamingju. Þú ert að gera frábæra hluti.
Hrund! Ég veit, maður er tekinn í görnina hérna á Íslandi. Ekki ef maður kaupir í Ammeríkunni, kostuðu 9000 kjell.
Ragnhildur Þórðardóttir, 12.9.2008 kl. 12:50
Ohhh.......er einmitt búin að vera slefandi yfir þessum silfur og fjólubláu, er glisgjörn skóhóra í meira lagi. Svei mér ef ég læt ekki vaða núna, til þess vinnandi ef maður svífur á brettinu eins og þú segir.
Bestu kveðjur,
Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 15:04
Frábært að skórnir virki vel :)
Elsa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 18:47
alveg eldheitur aðdáandi síðunnar, verð að spurja, hvar pantaru/kaupiru skóna? mínir eru einmitt að syngja sitt síðasta og ég var að spá í að kaupa fyrir mig og kallinn og reyna að sleppa við það að þurfa að borga nánast 40 þúsund kall hérna á íslandi fyrir 2 pör!
Arna (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 21:09
Ég nýtti einmitt ferðina mína til USA í sumar og fékk mér Nimbus 10
Ég hefði samt splæst í þá hérna heima líka. Góðir skór eru the ONE thing sem maður á ekki að reyna að spara pening - ekki ef þig langar að hafa þín eigin hné fram yfir fimmtugt
Mama G, 12.9.2008 kl. 22:51
Vala! Ég fékk mér einmitt þessa fjólubláu-silfruðu. Láttu vaða, þeir eru algjör snilld.... og svo flottir líka.
Elsa mín, takk fyrir að ferja þá yfir hafið.
Arna! Takk fyrir það. Ég pantaði skóna á Amazon.com.
Mama G! Skórnir skipta ÖLLU máli, ég var alltaf með beinhimnubólgu og að drepast í hnjánum eftir hlaupin, en ekki fundið fyrir neinu (7,9,13) eftir að ég byrjaði að nota Asics fyrir 7 árum.
Ragnhildur Þórðardóttir, 13.9.2008 kl. 09:56
Sæl, það er betra að telja km en ekki mánuðina þegar maður fylgist með notkun á hlaupaskóm. 'Eg notaði lengi Asics en var ráðlagt að prófa SAUCONI, hef ekki notað annað síðan.
Jon Kristinn Haraldsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.