Eru prótínsjeikar nauðsynlegir eftir æfingu?

Er nauðsynlegt að fá sér prótínsjeik eftir æfingu?

Markmiðið með EÆ (eftir æfingu) máltíð er að koma í veg fyrir niðurbrot próteina, stuðla að próteinmyndun í vöðvafrumum á meðan líkaminn er móttækilegur fyrir því að þessir hlutir gerist. 

Próteinmyndun í líkamanum verður til vegna áreitis - þetta áreiti eru þungar lyftingar -  semsagt tekið á járninu almennilega, og nei, bleiku plastlóðin teljast ekki til lyftinga. 

arnold-chest

 

Þetta þýðir að eftir æfingu er líkaminn móttækilegastur fyrir upptöku næringarefna fyrir vöðvavöxt, þ. e próteinmyndun, en á öðrum tímum dagsins. 
Þessi móttækileiki er mestur fyrsta klukkutímann eftir æfingu, en fer stigminnkandi eftir það, þó hann haldist yfir eðlilegum mörkum í meira en sólarhring.
Það er því lykilatriði að nýta þennan glugga eftir æfingu og gefa líkamanum rétt byggingarefni fyrir vöðvavöx sem fyrst til að ná hámarksárangri. 

Af hverju að fá sér prótein sjeik en ekki kjúklingabringu eða aðra fæðu eftir æfingu? 

Ástæðan er sú að mysuprótín er hraðlosandi prótín, þ. e það skilar sér hratt út í blóðrás, á meðan kjúklingabringa er hæglosandi prótín og skilar sér mun hægar út í blóðrás. 
Hraðlosandi prótín (mysuprótín) 0-45 mín eftir æfingu hefur því þann kost umfram aðra fæðu að veita líkamanum nauðsynlegar amínósýrur sem allra fyrst fyrir próteinmyndun í vöðvafrumum, sem kemur í veg fyrir að hann brjóti niður það amínósýrur sem fyrir eru í vöðvavef til að svala þessari þörf sinni.

 

Protein powder

Það tekur alltaf smá tíma fyrir gumsið að meltast, sem þýðir að næringarefnin úr FyÆ (fyrir æfingu) máltíð eru tiltæk fyrir þessa hluti mun fyrr en EÆ máltíðin. 
Það sem við látum ofan í okkur fyrir æfingu er þannig að sama skapi mjög mikilvæg og ekki síður en EÆ máltíð. 
Ef FyÆ máltíð er hins vegar eingöngu djúsglas, próteinsjeik eða annað smáræði, verður EÆ máltíðin enn mikilvægari til að koma í veg fyrir frekara niðurbrot og stuðla að próteinmyndun í vöðvum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lífefnafræðikennarinn minn í menntaskóla sagði að það eina sem fólk fengi úr fæðubótarefnum væri dýr sk****, því að þarmarnir gætu ekki tekið þetta upp.. Money down the drain í orðsins fylgstu :Þ Ég tek nú samt sénsinn á því að hann hafi haft rangt fyrir sér ;)

Snjólaug (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Snjólaug! Þá er sk***** í mér rándýr. Spurning hvort hægt sé að koma honum í verð einhvers staðar, nú þegar kreppan herjar á.

Júlíus! Vá takk fyrir falleg orð... maður roðnar bara. Það er ekkert annað í boði en að taka almennilega á því. Er reyndar í high-reps núna og Naglanum þykir það ekki alveg nógu skemmtilegt, það særir stoltið aðeins að pikka upp kettlingaþyngdir. Gengur bara fínt núna, lýsið loksins að leka. En hjá þér? Þú ert nú ekki langt frá keppnisformi nú þegar.

Halldóra! Glæsilegt hjá þér. Gaman að fylgjast með árangrinum hjá þér mín kæra.

Ragnhildur Þórðardóttir, 25.9.2008 kl. 08:41

3 identicon

Nennirðu að segja mér hvort að þessi fullyrðing sem að ég var að lesa er rétt eður ei.

 Sjálfur er ég að lyfta og gengur bara vel er að bæta mig í öllum æfingum reglulega.  Nú er þó komið að því að fara að skera sig smá.  Og þar sem að mér þykir dead boring að skera þá er þetta bara eitthvað sem að þarf að gerast

Fullyrðingin er þessi:  Ef að maður tekur góða æfingu og hleypur svo ca 4km og kemur heim og fær sér prótein sjeikinn kreatínið eða bara einhverjar brennslutöflur.  þá á maður bæði að geta verið að brenna og byggja sig upp.  Mér finnst þetta hljóma eitthvað skrýtið.

 En allavega alltaf gaman að lesa pistlana þína og gangi þér vel á þessum síðustu metrum.

sas (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

SAS!  Það er mjög erfitt og nánast ómögulegt að byggja upp vöðva og skera niður fitu á sama tíma.  Þessi ferli eru andstæð hvort öðru, annað krefst fleiri hitaeininga en þú brennir og hitt færri.  Eftir æfingu næringin er fyrst og fremst hugsuð til að hindra frekara niðurbrot og koma af stað próteinmyndun í vöðvafrumum, það ferli hins vegar er liður í uppbyggingu og því meiri vöðvamassi því meiri grunnbrennsla.  Svo þessi fullyrðing er hálf einkennileg að mínu mati.

Ragnhildur Þórðardóttir, 25.9.2008 kl. 11:33

5 identicon

Já fannst ett eiginlega vera of gott til að vera satt. 

sas (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband