5 vikur... sjæse hvað tíminn flýgur.....

 

Undanfarnir dagar hafa verið prófsteinn á viljastyrk og telur Naglinn sig þess fullviss að geta staðist pyntingar í japönskum fangelsum án þess að blikka auga þegar þessu yfir lýkur.

En þetta er þess virði því björgunaraðgerðir Þjálfa virðast hafa svipaðar afleiðingar á skrokk Naglans og aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á efnahag landsmanna, að minnsta kosti hefur þyngdin verið í frjálsu falli undanfarna daga líkt og krónukvikindið.  Nú er að bíða og sjá þegar þessum aðgerðarpakka lýkur hvort Naglinn hljóti náð fyrir augum Þjálfa og teljist samkeppnishæf á brókinni eftir 5 vikur.     

Reyndar hafa ýmis áföll dunið yfir undanfarna daga sem urðu næstum til þess að Naglinn legði árar í bát og hætti við keppni.  En sem betur fer var hösbandið til staðar til að kippa spúsu sinni úr þunglyndi og aumingjaskap. Hann sagði það ekki koma til greina að eftir ómælda vinnu í rækt og mataræði að láta nokkurn skapaðan hlut hafa áhrif á keppnina sem hefur verið markmiðið undanfarið ár.  Naglinn er honum þakklát fyrir þessa vatnsgusu enda hefði Naglinn séð eftir því endalaust að hætta við núna. 

Svo Naglinn heldur ótrauð áfram og fer nú óðum að nálgast lokasprettinn.  Þá þarf að fara að huga að smáatriðunum, sem eru reyndar ansi mörg og mikilvæg eins og lagfæring á bikiníi, máta sundbol, æfa göngulag á Leoncie hælunum, æfa pósurnar, tana, panta förðun, hárgreiðslu...... the list goes on and on......   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með bóndann! Ég mæti bara brjáluð heim til þín og bumba þig ef þér dettur svona vitleysa aftur í hug!

Varstu búin að máta sundbolinn og skóna?

ingunn (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:50

2 identicon

Naglinn á eftir að standa sig vel, hann fær góða strauma og kraft frá okkur öllum sem lesum þessa síðu og erum í "fanklúbbnum"

Go Nagli.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 15:59

3 identicon

I feel your pain!  Ég er búinn að vera að losa einhver 5-6kg af vatni fyrir vigtun... það fer alveg inn á top 10 yfir leiðinlegustu hluti sem ég hef gert og viljað komast hjá!

Gangi þér vel og glansaðu á sviðinu!  Eftir 3-4 vikur áttu eftir að líta til baka og hugsa um hvað þú varst í fokking flottu formi á sviðinu!

Now go out there and kick some butts!!!

Fjölnir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:36

4 identicon

Þú átt eftir að verða rosaleg á sviðinu !

Elsa (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:31

5 Smámynd: M

Vogir gefast ekki upp, þær þurfa bara stundum að væla, fá umhyggju og hvatningu sem þú svo fékkst frá þínum

Góða helgi.

M, 18.10.2008 kl. 00:43

6 identicon

Áfram Ragga

Soffía (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:15

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú meikar þetta eins og ekki neitt þótt erfitt sé, þú ert bara frábær, dugleg og flott og áfram nú hvet þig í huganum.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2008 kl. 19:42

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk alle sammen fyrir peppið. Ómetanlegt að vita af svona stuðningi. Knús á ykkur öll.

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband