Beygjur og skór

Naglinn vill benda þeim sem taka hnébeygjurnar (sem auðvitað allir lesendur síðunnar gera) að athuga skóbúnað sinn rækilega.

Skórnir eiga að vera með flötum botni, þannig virkjum við þjóhnappana og haminn (aftan læri) betur. S
kór með hækkuðum hæl, eins og til dæmis margir hlaupaskór, skekkja stöðuna og færa þungann óeðlilega mikið fram á við. Þannig virkjast framan lærin of mikið til samanburðar við rass og ham. Það veldur ósamræmi í styrk að framan og aftan í lærum.

Jafnframt læsir hækkaður hæll hreyfiferlinum dorsiflexion við ökklann sem er tá í sköflung.
Þegar hreyfanleika vantar á liðamótum reynir líkaminn að bæta það upp með því að leita hvar sem er að hreyfiferli. Hvað varðar takmarkaðan hreyfanleika á ökkla snýst fóturinn út á við og að innan verður snúningur á neðri og efri legginn til að vinna upp skortinn á hreyfanleika á ökkla. Þegar fóturinn snýst inn á við missirðu hreyfiferil til að snúa mjaðmalið út á við. Þetta er meginástæða þess að konur eiga það til að láta hnén detta inn á við þegar þær taka hnébeygjur, framstig, réttstöðulyftu o.s.frv. Þetta tengist verkjum í framanverðu og hliðlægu hné.

Þegar við missum hreyfanleika við mjöðm leiðir til óeðlilega mikils hreyfiferils í neðra baki, en við viljum að það sé stöðugt svo það geti fært kraft frá neðri líkama upp í efri part og öfugt. Ef mjóbak er of hreyfanlegt verður ekki áhrifarík færsla á þessum krafti og hryggsúlan getur orðið fyrir óþarfa áreiti. Þetta getur leitt til bakverkja.

Skilaboðin eru þau að lélegur skóbúnaður, hvort sem er vegna hækkunar á hæl, eða að skórnir eru of háir eða þröngir yfir ökklann getur leitt til vandamála ofar í hreyfikeðjunni. Lausnin felst í að skipta yfir í skó sem færa okkur nær jörðinni, semsagt flatbotna skór, nú eða bara vera á sokkaleistunum eða tásunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá... þessi færsla passar eins og hanski við það sem ég er búin að vera að hugsa um síðan á æfingu í morgun. Ég neflilega er ansi hreint aum í bakinu núna eftir hnébeygjur dagsins. Næst prófa ég að vera á sokkaleistunum og athuga hvort það sé kannski málið.

Bestu þakkir mín kæra

Kveðja

Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það gæti líka verið að þú sért ekki að skjóta rassinum nógu mikið aftur, þá fer þyngdin í bakið.

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 21:21

3 identicon

Takk fyrir, þetta er einmitt búin að vera í vandræðum með að finna réttu stöðuna í þessari æfingu finnst ég svo föst og erfitt að halda jafnvægi. Nú verður bara strippað fyrir framan stöngina og málið er leyst - takk, takk.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 08:50

4 Smámynd: Mama G

Hæ, mælirðu með einhverri spes tegund af skóm til að nota í lyftingar? Ég á bara Asics hlaupaskó þessa dagana

Mama G, 21.10.2008 kl. 09:07

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég nota flatbotna götu-strigaskó sem ég á, t.d eru margir tískuskór frá Puma, Nike og Adidas með flötum botni.  Annars er ódýrast að henda sér bara á sokkaleistana .

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 10:08

6 identicon

Ég prufaði að vera bara á tásunum um daginn (í staðin fyrir að vera í strigaskónum mínum), and I will never go back :)
Mér fannst ég vera miklu stöðugri og öruggari svoleiðis.

Aggatho (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:31

7 identicon

Ég mæli með tásunum.... svo lengi sem það taki ekki allir upp á þessu og gymið fari að anga af táfnyk ;)

Nanna (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband