90% reglan

Ein af stærstu hindrunum í fitutapi er skortur á fylgni við mataræðið, að halda sig við planið. Þú verður að halda þig við planið ef þú vilt að það virki, ekki satt? Það var enginn að segja að það yrði auðvelt. Það eru augljósar fórnir.

Það er ástæða fyrir því að ekki fleiri ganga um með öfundsverðan líkamsvöxt, þetta er erfitt.
En með því að plana vel, fylgja planinu og temja þér sjálfsaga geturðu byggt upp þinn besta líkama.

Áður en þú getur mælt gagnsemi hvaða prógrams sem er þarftu að íhuga hversu vel þú ert að fylgja því.
Fylgdirðu því, eða bara svona hálfpartinn fylgdirðu því? Án þess að fylgja því algjörlega geturðu ekki skýrt útkomuna.
Tengdist skortur á árangri mataræðinu? Misstirðu úr margar máltíðir? Breyttirðu máltíðum? Svindlaðirðu oft?
Við getum ekki gert breytingar til að tækla stöðnun án þess að upphaflega planinu hafi verið fylgt algjörlega eftir.

Mikilvægasti hlekkurinn í langtímaárangri er að fylgja planinu eftir. En hvað getur talist árangursrík eftirfylgni í mataræði? Töfratalan er 90%. Ef þú fylgir planinu 90% af tímanum eru líkur á árangri mjög háar.
En því meiri árangri sem þú vilt ná ættirðu að stefna að því að borða hollt meira en 90% tímans.
Það segir sig sjálft að því betur sem þú fylgir planinu eftir því meiri verður árangurinn.

Fitutap kemur fyrst og fremst í gegnum mataræði.
Lyftingar og brennsluæfingar eru mikilvægar breytur í prógramminu en eru langt á eftir mataræði hvað mikilvægi varðar. Hversu marga hefurðu séð hamast og djöflast í ræktinni en breytast ekkert frá ári til árs? Hvað er þetta fólk að gera hina 23 tíma dagsins? Það er eitthvað sem hefur áhrif á árangur þeirra og þú getur verið viss að það er eitthvað sem fer upp í munn og ofan í maga.

Flestir sem spurðir eru hversu vel þeir séu að fylgja planinu segjast vera duglegir, en er það alltaf raunin? Sjálfsblekking er nefnilega ansi sterkt fyrirbæri.
Hvað með þessar tvær máltíðir sem þú misstir úr í vikunni? Hvað með súkkulaðimolana á miðvikudagskvöldið? Teygðist ekki nammidagurinn yfir alla helgina líka?

Það er auðvelt að blekkja sjálfa(n) sig og halda að maður sé rosalega dugleg(ur), en þegar allt kemur til alls ertu kannski bara að borða hollt og rétt 75% af tímanum.
Lítið svindl hér og þar virka ekki svo hræðileg ein og sér en lítið + lítið + lítið er ekki lengur lítið heldur safnast saman yfir vikuna og verða stórt atriði sem hamlar árangri.

Ef þér finnst árangurinn standa á sér og þú ert undir 90% viðmiðinu ertu með svarið fyrir framan þig. Þú þarft einfaldlega að vera duglegri í mataræðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eins og talað út úr mínum munni hversu oft heldur maður að allt sé í góðu lagi en gleymir að telja aukabitana eða  svindlar smá en núna er ég af fullum krafti að reyna að fara 90 % eftir prógrammet og það er vel að virka. kveðja Þrúður                    

þrúður (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:34

2 identicon

takk fyrir þennan pistil, nákvæmlega það sem ég þurfti núna, smá spark í rassinn hehe :)

Íris (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Mama G

Teygðist ekki nammidagurinn yfir alla helgina líka?

Meira svona löng helgi sem byrjar á fimmtudegi og endar á miðvikudegi hérna megin

En hey, ég er búin að vinna mig niður í eingöngu súkkórúsínur + prótein bars sem nammi, kemst þótt hægt fari. Annars er nammi ekki svo mikið vandamál í mínu lífi, meira bara svona fitandi matur sem ég borða

Mama G, 27.10.2008 kl. 17:22

4 identicon

Hvoru megin við 90 % falla rækjur? eru þær hluti af þessum duglega 90 eða slöppu 10. Heyrði að þær gætu verið slæmar fyrir æðakerfið, er eitthvað til í því heldurðu?

Palli (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:03

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þrúður! Það er þokkalega að virka hjá þér, þvílíkur árangur í síðustu mælingu

Júlíus! Það er ótrúlegt hvað maður getur blekkt sjálfan sig fram og til baka og verðlaunað sig jafnvel fyrir ömurlega viku

Mama G! Það er nú stórt skref að vera búin að kötta nammið niður. Til hamingju með það.  Hitt kemur með kalda vatninu.

Palli! 90% reglan á meira við um matarplan og máltíðir en ekki einstaka fæðutegundir.  Rækjur geta alveg verið partur af góðu mataræði en í hófi þó, því eins og ég sagði um daginn þá geta þær hækkað kólesteról og eru því ekki góður kostur t.d fyrir þá sem eru þegar með of hátt kólesteról.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 09:54

6 identicon

Stundum tekur á að lesa færslurnar þínar (á jákvæðan hátt)!  Maður er jú blekkingarsnillingur og það sem þú skrifar er oft svooo satt. Það er drullu erfitt stundum að horfast í augu við sannleikann - EN les þetta samt því það er svo ótrúlega gott að láta minna sig á....

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:58

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þetta eru góðar fréttir fyrir Palla, þó að þetta séu auðvitað bara niðurstöður einnar rannsóknar og ber því að taka þeim með fyrirvara. Athugaðu samt Palli að þeir könnuðu ekki áhrif rækjuáts á fólk með hátt kólesteról. Ef þú ert í gúddí með það þá, eins og ég sagði, ættu rækjur að vera í lagi í hófi.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 10:48

8 identicon

Hæ Ragga.  90% reglan virkar vel fyrir mig því að ég þoli ekki nammi daga, er þunn daginn eftir og treð meira í mig en mig langar í því að það er "nammi dagur".  Ef maður borðar 6 litlar máltíðir á dag 7 daga vikunnar þá eru það samtals 42 máltíðir ekki satt.  Samkvæmt því mætti maður "svindla" 4 sinnum eða hvað segir naglinn um það?

Sástu að þrekmeistaranum hefur verið frestað nú þegar 10 dagar eru í mót... Afsökunin er m.a að það vanti styrktaraðila.... ég hélt að í fávisku minni þyrfti bara einn íþróttasal og 20 tæki til þess að halda mótið + staff til að telja.

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:12

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hæ Guðrún Helga,

Já þessi hugmynd að setja máltíðir vikunnar upp í hnitakerfi er m. a komin frá næringarfræðingi sem heitir John Berardi og það leyfir 4 máltíðir af 42 til að ná 90%. En eins og segir í pistlinum því nær 100% því meiri árangur og 90% er ALGJÖRT LÁGMARK. Að mínu mati eru 4 máltíðir í viku alltof mikið, sérstaklega þar sem fólk borðar yfirleitt langtum meira en það á að gera fyrir eina "frjálsa" máltíð. Þess vegna ættu flestir sem vilja ná árangri að stefna á allavega 95%.

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 12:59

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

P.S Fáránlegt með Þrekmeistarann!! Vonandi að þeir fari nú ekki að fresta bikarmótinu líka.....

Ragnhildur Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband