24 dagar

 

Eftir tvær vikur af sult og seyru er Naglinn aftur komin á eðlilegt mataræði og hefur endurnýjað kynni við ýmsar tegundir af mat sem var sárt saknað.  Þessum tveimur vikum lauk reyndar með feitum "refeed" degi þar sem Naglinn átti að úða í sig meira en hálfu kílói af kolvetnum.  Og við erum ekki að tala um hýðisgrjón og haframjöl ó nei.... morgunkorn, brauð, flatkökur, rúgbrauð, tortillur..... enda var Naglinn með væna óléttubumbu eftir þessa veislu.... og sælubros alla helgina. 

Í dag er mæling svo þá kemur í ljós hvort eitthvað hafi heflast af manni.  Reyndar fékk Naglinn tvö mjög jákvæð komment í ræktinni í gær sem peppuðu upp sjálfstraustið.  Einn sagði að kellingin yrði greinilega massífari á sviði nú en í fyrra, það væru greinilegar bætingar á skrokknum. 
Svo sagðist Löggan sjá hellings mun síðan hún sá Naglann síðast fyrir tveimur vikum.

Í dag eru ekki nema 24 dagar í keppni og ekki laust við að nú sé stressið farið að síga inn.  Reyndar hugsar Naglinn meira um að nú eru 24 dagar í pizzu, suðusúkkulaði, rauðvín, lakkrís, dökkar súkkulaðirúsínur, hraunbita, þrist.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

... mohijto, Rískubba, ristað brauð, kókópuffs mmmm...

Láttu endilega vita hvernig gengur í mælingu, þetta er það sem lífið snýst um þessa dagana hjá manni :) 

Hriiikalega er stutt í þetta allt í einu!

Audrey, 29.10.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ha ha... þú ert greinilega í sömu pælingum og ég með mat á heilanum. Já læt þig vita um mælinguna.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.10.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Audrey

Jæja - hvernig gekk?

Audrey, 30.10.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þetta mjakast.... ekki samt nógu mikið  og er ennþá sky-high í %, það er aðallega þríhöfðinn sem er að toga það upp.  Kviðurinn er samt að nálgast það sem hann var í keppni í fyrra.  Það verður bara harkan átján næstu 23 dagana og þá hætti ég bara við á síðustu stundu ef ég verð algjörlega úti á túni með skurðinn á keppnisdegi.

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.10.2008 kl. 10:52

5 Smámynd: Audrey

Ohh I feel your pain! En Það er ekki eins og við séum fitumældar á sviðinu. Samt pirrandi, skil of vel sko... en það hættir enginn við neitt, það er bannað núna!

Audrey, 30.10.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband