Sögustund

Naglinn hefur átt í mikilli innri togstreitu undanfarna daga. Á Naglinn að keppa eða á Naglinn ekki að keppa, það er spurningin. Við henni hefur ekki fengist svar ennþá og skipt er um skoðun á klukkutíma fresti.

Þessi keppnis-undirbúningur hefur ekki verið auðveldur, og eiginlega gengið hörmulega frá upphafi. Naglinn vill deila með lesendum sögu sinni, vonandi einhverjum til gagns og jafnvel víti til varnaðar.

Eftir fyrstu fitnesskeppni Naglans í nóvember 2007 hófst uppbyggingarferli þar sem fókusinn var settur á að bæta á sig vöðvum. Það ferli krefst þess að brennsluæfingar séu takmarkaðar og hitaeiningar auknar.
Ofan á þær 12 vikur af stífum brennsluæfingum og örfáum hitaeiningum fyrir keppni kemur áratugur af alltof miklum brennsluæfingum og stöðugri megrun.
Naglinn er nefnilega "cardio addict in recovery". Líkaminn var því orðinn vanur svona mikilli brennslu og um leið og hún var minnkuð og maturinn aukinn lenti Naglinn í hræðilegu "rebound". Það er ástand þar sem líkaminn bætir á sig fitu mjög hratt eftir að hafa verið orðinn mjög grannur. Ekki ósvipað því sem gerist hjá jójó megrunarliðinu.

Það hægist á brennslunni og líkaminn venst á fáar hitaeiningar og bregst því við með því að bæta á sig fitu þegar hitaeiningar verða skyndilega fleiri, því hann heldur að nú þurfi aldeilis að safna í sarpinn ef önnur mögur ár séu í aðsigi.

Af þessum sökum þyngdist Naglinn off-season mun meira en góðu hófi gegnir, bætti á sig heilum 13 kg frá sinni eðlilegu þyngd. Það var sko ekki allt saman kjöt skal ég segja ykkur. Naglinn ákvað því að hefja skurðinn 22 vikum fyrir mót til þess að ná þessu nú örugglega af sér. Það var hins vegar á brattann að sækja frá upphafi skurðartímabilsins. Líkaminn var ekki að bregðast vel við breyttu mataræði og æfingum, fitutap og þyngdartap gengu afar hægt. Þjálfi segir að þessar gegndarlausu brennsluæfingar og stöðuga megrun í gegnum tíðina hafi gert brennslukerfi Naglans mikinn óleik og því streitist líkaminn á móti fram í rauðan dauðann.

Þjálfi hefur reynt allt undir sólinni engir nammidagar í 10 vikur, alls kyns mataræðis breytingar, brennsluæfingar, lyftingar o.s.frv. Meira að segja tók Naglinn öfgafullt mataræði í mjög stuttan tíma sem var neyðarúrræði enda aðhyllist Þjálfi alls ekki öfgar þegar kemur að mataræði og þjálfun. Hann vill t.d ekki nota þessar gömlu vaxtarræktar mýtur um 2-3 brennsluæfingar á dag. Hann vill frekar að fitutap komi í gegnum mataræði, enda sé það öruggari leið gagnvart því að lenda ekki í "rebound".

Nú er staðan semsagt sú að Naglinn er engan veginn nógu skorin, og ennþá með vænan rass og kvið. En það eru ennþá 2 vikur í mót og ýmislegt sem getur enn gerst. Naglinn mun ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Nú eru smá dramatískar aðgerðir í gangi hvað varðar mataræðið sem vonandi lekur eitthvað af lýsinu af.
Auðvitað gerist ekkert dramatískt á svona stuttum tíma en spurning hvort Naglinn verði brókarhæf á sviði án þess að keppnin verði bönnuð innan 16 ára.

Staðan verður endurmetin daginn fyrir mót og ákvörðunin stóra tekin þá. Það versta sem gerist er að Naglinn hætti við og sitji elg-tönuð úti í sal og gargi á hinar skvísurnar.
Það kemur mót eftir þetta mót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Þetta er sárt eftir alla vinnuna þína. Vonandi geturðu keppt og verið stolt af árangrinum

Líkaminn bregst við eins og í kreppunni. Mikil neysla og svo pang Alla vega erfiðara og erfiðara fyrir mig að losna við mörina

M, 9.11.2008 kl. 16:01

2 identicon

Þú ert búin að leggja of mikið á þig til að hætta við... en þetta er auðvitað eitthvað sem þú ein ákveður og eins og þú segir þá kemur mót eftir þetta mót. En samt svo sárt að keppa ekki eftir alla þessa vinnu...

Hrund (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:19

3 identicon

Drífðu þig í trimform!!! Þegar maður tekur svona kött er húðin alltaf lengur að jafna sig og ég get lofað þér því að þér líður betur eftir að hafa farið í 10 tíma trimform! Trimform Berglindar er með afslátt fyrir fitnesskeppendur og svo geturðu líka keypt þér buxur&magabelti í hreysti... 

 Mér finnst þetta alla vega svínvirka!!!

Nanna (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:37

4 identicon

Fúlt ef að satt reynist að þú getir ekki keppt eftir þrotlausar æfingar.  En vonandi keppirðu

sas (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:03

5 identicon

Gangi þér vel á lokaspréttinum - en getur verið að vandinn sé oflítið "heilafæði"???? þú sért bara farin að rugla - ertu ekki í súperformi???

erka (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:35

6 Smámynd: Audrey

Leiðinlegt að heyra en ég skil þig vel :( Ef maður er ekki ánægður með sig þá er auðvitað bara eðlilegt að maður endurskoði hlutina... en ég vona innilega að allt gerist á næstu dögum svo þú verðir með...

Audrey, 10.11.2008 kl. 08:17

7 identicon

Gangi þér vel Ragnhildur mín!

Eins og þú sagðir sjálf þá kemur mót eftir þetta mót. Þú ert reynslunni ríkari. Það er alltaf jafngaman að fylgjast með þér og fróðleiknum á síðunni. Mun áfram fylgjast spennt með, hvort sem þú tekur þátt í þessu móti eða e-rju öðru síðar. Hef óbilandi trú á þér, en þú hefur þegar sýnt og sannað hvað í þér býr. Gangi þér vel á síðustu metrunum - ekkert er óhugsandi!

Mína (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 08:53

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vá, jafnvel hörðustu Naglar klökkna við svona mörg pep-up. 
Ástarþakkir öllsömul .  Þetta blæs mér byr í brjóst og ég held ótrauð áfram.

Nanna! 
Takk fyrir tipsið , það er nefnilega dálítið mikil húð á neðra mallakvikindinu .  Ég dreif mig í símann og er að fara í 1. trimform tímann í dag. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.11.2008 kl. 11:28

9 identicon

Nagli ég fer að gráta ef þú verður ekki með, búin að hlakka svo til eftir að hafa fylgst með þér í gegn um allt þetta ferli, dáðst að dugnaði og elju, tvær erfiðar vikur eftir Naglinn minn og þá er þetta búið. Ég held þú verðir aldrei sátt ef þú hættir við, sama í hvaða sæti þú lendir. Þá er allavega ekkert ef ég....ef ég hefði.....

Er Naglinn að breytast í Skrúfu ?

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:47

10 identicon

Þú massar þetta stelpa!  Allt of mikið í húfi að hætta við núna eftir allt puðið! Gangi þér vel á lokasprettinum

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:16

11 Smámynd: Mama G

Ég held (án þess að hafa keppt í svona keppni) að þetta sé bara eðlilegur hluti af undirbúningsferlinu. Þetta sýnir bara að þér er ekki sama hvað verður, að þú vilt gera vel og ná árangri.

Ég hef séð/heyrt svona áður. Væntanlegir keppendur velkjast um í efasemdum um sjálfa sig fram og til baka, fara svo samt í keppnina og standa sig bara vel.

Mér finnst það persónulega vera ótrúlega gott að geta yfirhöfuð farið í svona keppni. Því jafnvel persónan sem lendir í síðasta sæti í svona keppni er í betra formi en 95% af restinni af heiminum (svona ca. - you get the point).

Gangi þér vel! vonandi verðuru réttu megin í pælingunum þegar endanleg ákvörðun verður tekin

Mama G, 10.11.2008 kl. 15:52

12 identicon

Jú kona, ef einhver getur þetta þá ert það þú ... go for it!

Snjólaug (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:19

13 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Æi ástarþakkir öllsömul fyrir peppið. Það er allt gefið í botn þessa dagana til að þetta náist. Það er rétt að allir sem hafa einhvern metnað hljóta að efast um sjálfa sig fyrir keppni. Það er gott að vita til þess að ég er ekki ein um að hætta við og hætta við að hætta við fram og til baka Ég vil allavega gera betur en í fyrra, ég sjálf er viðmiðið í þessu öllu saman.

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.11.2008 kl. 20:51

14 Smámynd: Audrey

Frábært að heyra þetta.  Ég er líka búin að fara margoft í gegnum þetta og auðvitað er markmiðið að bæta sjálfan sig.  Hlakka til að upplifa þetta með þér eftir 11 daga!!!

Audrey, 11.11.2008 kl. 05:33

15 identicon

Baráttukveðjur til þín á lokasprettinum. Áfram Ragga Nagli!!!!

Kristín Birna (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:18

16 identicon

baráttukveðjur líka frá mér áfram kona.!!!

þrúður (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:02

17 identicon

Ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða að þú sért nú þegar búin að bæta þig síðan í fyrra.. sama hvernig keppnin fer. Þú ert hrikalega dugleg og staðföst í því sem þú tekur þér fyrir hendur og það væri mikil synd ef þú færir ekki á sviðið til að sýna árangurinn.

Gangi þér vel á lokasprettinum. ÁFRAM NAGLI

Óla Maja (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:44

18 identicon

Þetta er ekkert þú að tala Ragga mín heldur einhver skrýtin rödd sem veit ekkert hvað hún er að segja. Mæli með að þú lesir þetta aftur eftir nokkrar vikur og þá skilurðu hvað ég á við. Kannski ertu meira að segja búin að fatta það nú þegar. 

Áfram Ragga - þú getur þetta. Þú átt sko stóran hóp aðdáenda sem styður á bak við þig. 

Unnur dyggur lesandi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:53

19 identicon

Þú massar þetta. Engin spurning! Barátturkveðja.

Þórunn E (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 19:45

20 identicon

Ragga, þú veist best sjálf að þetta ferli er ekki línulegt!  Þú átt eftir að sjá massívar breytingar daglega á lokasprettinum.

 Þú verður eins og gyðja þarna á sviðinu!

Fjölnir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:45

21 identicon

Komdu sæl, ég hef verið að lesa þetta hjá þér alltaf af og til og haft bæði gaman og mikið gagn af.

Mig langar að spyrja þig að einu, vegna þess að oftast talar þú um "æfingar" og þá átta ég mig ekki alveg á hvort þú sért að tala um lyftingar eða vísa bæði til brennslu- og lyftingaæfinga. Spurningin er sum sé hvort maður eigi að taka inn próteinsheik fyrir og eftir brennsluæfingar, eins og með lyftingaræfingar. Gerir það sama gagn?

Einnig langar mig að spyrja þig um nytsemi kreatíns ef maður er að einbeita sér að því (a.m.k. fyrst um sinn) að losa sig við óþarfa fitu?

Gangi þér annars sem allra best og áfram með þetta bara segi ég!

valdi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:07

22 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Vá hjartans þakkir öllsömul fyrir peppið. Það er ómetanlegt að vita af svona miklum stuðningi úr öllum áttum, ég er djúpt snortin. Bjartsýnin ræður ríkjum þessa stundina og "kýla á þetta" hljómar aftur og aftur í hausnum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.11.2008 kl. 14:22

23 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Valdi! Takk fyrir að lesa. Varðandi spurningu þína þá er ég að meina lyftingar þegar talað er um að fá sér prótínsjeik eftir æfingu. Eftir brennslu þarftu ekki endilega að fá þér prótínsjeik. Þú ert ekki að rífa niður vöðvana í brennslu svo það er í raun ekki þörf á því, en þú mátt það ef þú vilt.

Kreatín virkar best fyrir sprengikraft í lyftingum eða spretthlaupum. Varðandi fitubrennslu þá virkar kreatín óbeint. Því öflugri sem þú ert á lyftingaæfingu því meiri vöðvamassa færðu og því hærri verður grunnbrennslan.

Það er pistill um kreatín undir fastar síður til vinstri á síðunni.

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.11.2008 kl. 14:27

24 identicon

Sæl aftur og takk kærlega fyrir þetta. Er búinn að lesa pistillin um kreatínið, og langar að spyrja núna hvernig kreatíni þú myndir mæla með? Þ.e. hvaða tegund?

valdi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:00

25 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Rétt hjá Helga, vörumerkið skiptir engu.  Bara að það sé hreint kreatín: Creatine monohydrate. Tékkaðu bara á prísunum, t.d eru þeir ódýrir hjá Perform.is.

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.11.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband