Rebound

Þetta er grein eftir Naglann sem birtist á Vöðvafíkn.net í gær. Sum ykkar hafa því hugsanlega þegar lesið hana en Naglinn vildi endilega birta hana hér líka.

Hvað gerist eftir keppni?

Þú ert búin(n) að eyða síðustu 12-16 vikunum í að undirbúa þig fyrir keppni, verið í ræktinni 2-3x á dag, fengið ráðleggingar um hvernig sé best að borða og æfa, hvernig eigi að setja á sig brúnkuna, hvernig eigi að borða og æfa síðustu vikuna fyrir mót…. En það hefur líklega enginn farið með þér í gegnum það sem gerist eftir keppni. Það eru nefnilega ekki allt sem tengist fitnesskeppnum sveipað dýrðarljóma.
Eftir keppni getur verið mjög erfitt tímabil fyrir marga, bæði sálrænt og líkamlega.

Líkamlega lenda margir í svokölluðu “rebound”. Margir kannast eflaust við hugtakið "jójó" megrunarkúrar, þar sem fólk borðar fáránlega lítið í ákveðinn tíma, grennist helling en bætir því á sig aftur og meira til þegar aftur er farið að borða eðlilega. Þegar við borðum svona fáar hitaeiningar hægist á brennslukerfi líkamans því hann er að bregðast við hungursneyð á þann eina hátt sem hann kann, spara.
Þó enn sé ekki farið að bera á vöruskorti á landinu Ísa, veit líkaminn það samt ekki, hjá honum er kreppa.

Eftir margar vikur af þrotlausum æfingum og mjög stífu mataræði til að verða brókarhæfur á svið verða þessar sömu breytingar á brennslukerfi líkamans, það hægist á öllu kerfinu. Það er ekki hollt fyrir líkamann að vera í keppnisformi allan ársins hring, það er óeðlilegt ástand að hafa fituprósentu mjög lága og líkaminn leitast við að koma sér útúr þessu ástandi.
Fyrir konur getur það beinlínis verið hættulegt heilsunni að hafa mjög litla líkamsfitu mjög lengi.
Til dæmis geta ofkæling, beinþynning gert vart við sig og blæðingar hætta.

Eftir keppni byrjar fólk að borða eðlilega þ.e fleiri hitaeiningar en áður og þá grípur líkaminn þær eins og vatn í eyðimörkinni og geymir eins og sjáaldur auga síns í langtímageymslunni sem er fituforðinn til þess að eiga ef mögur ár séu nú aftur í vændum. Eftir mót gerir fólk sér glaðan dag í mat og drykk, það minnkar brennsluæfingarnar, hættir á brennslutöflunum. Allt þetta hefur áhrif á “rebound”.

Sálræni þátturinn af “rebound” er öllu verri.

Eftir keppni á aldeilis að “et, drekk og ver glaðr”, jafnvel í nokkra daga.
Þú hefur neitað þér um svo margt í svo langan tíma að það voru komnar af stað þráhyggjuhugsanir og jafnvel draumfarir um alls kyns matvæli. Nú á aldeilis að svala þessari þörf.

En eftir aðeins nokkra daga af sukki og svo eðlilegu mataræði er þetta harða skorna útlit farið. Vöðvarnir draga til sín vökva þegar glycogen (úr kolvetnum) kemur inn í líkamann.
Jafnvel þó fituprósentan hækki aðeins um helming miðað við hvar hún var þegar þú byrjaðir að skera þá getur aðeins smáræðis aukning í fituforða látið fólki finnast það vera flóðhestar og hafa mistekist.
En það er ekki eins og fólk hafi misst viljastyrkinn eða stjórn á mataræðinu, það er bara að eigin kröfur um ákveðið útlit eru orðnir svo óeðlilega háar að 1-2 kg þyngdaraukning getur lagst á sálina af öllu afli.

Margir byrja að nota keppnir sem leiðir til að halda sér í keppnisformi megnið af árinu. Slíkar aðferðir eru varasamar, enda þarfnast líkaminn pásu frá svona miklu æfingaálagi og stífu mataræði til þess að geta brugðist við á þann hátt sem við viljum næst þegar við keppum. Of mikið álag leiðir til þess að líkaminn lítur á það sem ógn við sig og við náum ekki þeim árangri sem við viljum ná.

Við verðum að tileinka okkur þann hugsunarhátt að við séum tímabundið að ná ákveðnu útliti, og sætta okkur við líkamsfitan muni snúa aftur í eðlilegt horf.

Nokkur atriði er ágætt að hafa í huga eftir keppni:

Ágætis regla að sukka ekki í of marga daga eftir keppni, reyna að koma sér aftur á beinu brautina á mánudag, þriðjudag.

Lykilatriði er að halda áfram að borða margar smáar máltíðir með nægu prótíni til að viðhalda massanum og stíla kolvetnin inn á orkufrekasta tíma dagsins.

Eins er mikilvægt að gefa okkur góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, í að koma mataræðinu í það langtímahorf sem við getum hugsað okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góð færsla hjá þér að venju.  Það er alltaf farsælast að æfa hóflega, halda mataræðinu í jafnvægi og vinna ötullega að jákvæðu hugarfari.  Það er jú heilsan í hnotskurn sem huga þarf að. 

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.11.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband