8.12.2008 | 10:55
Prótín í hvert mál
Naglinn brýnir fyrir sínu fólki að borða margar smáar máltíðir og hver þessara máltíða á að innihalda prótín. Mörgum reynist erfitt að koma prótíninu alltaf inn, og skilja kannski ekki alveg tilganginn.
Í fyrsta lagi er mikilvægt að borða margar smáar máltíðir til að veita líkamanum stöðugt streymi af næringarefnum. Þegar kemur að prótíni er þetta stöðuga streymi sérstaklega mikilvægt.
Prótín geymist ekki í líkamanum líkt og kolvetni.
Kolvetni geymast í lifur sem glycogen og líkaminn getur notað það seinna, jafnvel einhverjum dögum seinna. Það er hins vegar mjög lítið magn af aminosýrum í blóðrás til þess að viðhalda vöðvabyggjandi (anabólísku) ástandi í líkamanum.
Þess vegna er mikilvægt að borða fullkomin prótín með hverri máltíð. Með fullkomnum prótínum er átt við þau prótín sem innihalda allar amínósýrukeðju, það eru aðallega afurðir úr dýraríkinu sem falla undir þann flokk. Prótín úr jurtaríkinu eru ófullkomin prótín.
Þegar við neytum prótíns í hverri máltíð verður aukning í magni af aminosýrum í blóðinu sem veldur aukningu í prótínmyndun og dregur úr niðurbroti aminosýra (katabólískt ástand).
Stöðugt magn aminosýra í líkamanum kemur í veg fyrir að hann stelist í eigin birgðir í vöðvunum til að fá næringarefnin sem hann þarfnast.
Þess vegna er mikilvægt að borða 5-6 smáar máltíðir (á 2-3 tíma fresti) sem allar innihalda prótín.
Smáar reglulegar máltíðir halda stöðugu insulin magni í líkamanum, sem er nauðsynlegt fyrir eðlilega meltingu á fitu og eðlilega vöðvastækkun.
Slíkar matarvenjur fara líka betur með meltingarkerfið.
Það gerir það líka skilvirkara, því rannsóknir hafa sýnt að margar litlar máltíðir keyra upp grunnbrennsluhraðann, brennir fleiri hitaeiningum og stuðlar að minni fitusöfnun í líkamanum.
Meginflokkur: Mataræði | Aukaflokkur: Fjarþjálfun | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhh talaðu ekki um það....grrrr. Ég var einmitt að búa til lyftingaprógramm fyrir tvær stelpur sem hafa eingöngu verið í pallatímum. Þær báðu sérstaklega um prógramm sem myndi ekki gera þær að vöðvatröllum. Ég sagði þeim að ef þær yrðu svona rosalega massaðar af því að lyfta þungt þá væru þær annaðhvort A) stökkbreyttar eða B) að sprauta sig með sterum. Við sem djöflumst í járninu ár eftir ár og náum ekki einu sinni að byggja upp eins mikinn massa og við viljum.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.12.2008 kl. 08:23
Einmitt, eins og þær vakni bara upp einn morguninn orðnar helmassaðar eftir viku af lyftingum. Ef það væri nú bara svo auðvelt fyrir okkur konur að bæta á okkur massa..... ég myndi líka gefa ömmu og jafnvel mömmu fyrir 5 kg af hreinu kjöti.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.12.2008 kl. 12:39
Hvaða ömmu og mömmugjafir eru þetta ;) ég myndi alla vega gefa litlu tánna ;)
Nanna (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:30
Þú þekkir ekki ömmu mína..... ha ha ha.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.12.2008 kl. 18:19
Hahaha. Gefa ömmu já.... hefur einhver sýnt áhuga?
Anna María (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:23
Sæl, Svo ég snúi nú alveg út úr þessari umræðu... gætir þú nokkuð bent mér á einhvern sem saumar sunboli og bikiní ?? Hvenar ætti maður að vera búin að láta sauma á sig ?? Ég fæ martraðir á næturnar yfir þessu hehehe :) ég ætla að taka þátt um páskana og er alveg lost hvað þetta varðar!
Kv. Elín
Elín H. Guðnadóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:40
Freydís er eiginlega sú eina hérlendis sem saumar eftir máli. Annars geturðu líka pantað af netinu frá USA eða Noregi. Inni á Vöðvafíkn.net eru fullt af linkum á flottar síður t.d suitsyouswimwear.com, ccfitwear.com, passionfruitdesign.com o.s.frv.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þessu strax, getur alveg sofið rótt fram í febrúar, þá skaltu fara að pæla í þessu sérstaklega ef þú pantar að utan.
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.12.2008 kl. 18:30
Snilld takk fyrir kærlega :)
Elín H. Guðnadóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.