Tæknileg mistök

Naglinn heyrði kunnuglega sögu fyrir stuttu.

Tveir guttar voru að æfa saman.  Annar var greinilega vanari innan um lóðin enda vel mótaður að ofanverðu en var þó greinilega á spegilsprógramminu enda með kjúklingaleggi.

Vinur hans var heldur blautur á bakvið eyrun í tækjasalnum, ræfilslegur og horaður.  Reynsluboltinn ætlaði nú aldeilis að sýna vini sínum hvernig ætti að massa brjóstpressu með lóð.  Hann pikkaði upp 35 kg handlóð og byrjaði að pressa.  En hann kom þeim einungis hálfa leið upp og hálfa leið niður, og eftir 3 reps var hann gjörsamlega úrvinda og grýtti lóðunum á gólfið sigri hrósandi enda í hans huga hafði hann nú aldeilis tekið á því.

Þá var röðin komin að hinum óreyndari.  Honum voru rétt 20 kg handlóð sem hann engan veginn réði við og kvartaði undan þyngslunum en vinur hans skellti skollaeyrum við og hvatti hann áfram "Jú koma svo, þú getur þetta alveg".  Með sameiginlegu átaki þeirra félaga gátu þeir kreist út nokkur hörmuleg reps.  Mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast í þessum aðförum.

Þetta er því miður alltof algeng sjón.  Byrjendur jafnt sem lengra komnir detta í þá gryfju að taka þyngdir sem þeir ráða engan veginn við, allt í nafni hégómans, og fórna þannig réttri tækni og fallegu formi á altari kílóanna.

Þetta eykur verulega líkur á slysum, til dæmis geta óharðnaðir vöðvar byrjenda hreinlega látið undan álaginu og viðkomandi misst lóðið ofan á sig.  Eins eru líkur á meiðslum gríðarlegar.  Langvarandi röng tækni getur valdið meiðslum á baki, hnjám, öxlum, olnbogum og öðrum liðamótum.  

Það er mikill misskilningur að styrkur aukist og vöðvar stækki við að taka hrikalegar þyngdir.  Ef æfingin er ekki framkvæmd rétt erum við ekki að ná hámarks örvun í vöðvann og hann fær því ekki það áreiti sem hann þarf til að stækka og styrkjast.

 

  • Lyftan á að vera falleg.  Fyrsta repsið á að vera jafn vel gert og það síðasta.
  • Ef við erum með viðráðanlega þyngd getum við lyft á réttu tempói:  Upp á 1 sek, niður á 2-3 sek.  
  • Alltaf að stjórna þyngdinni líka á niðurleiðinni.  Ef þyngdaraflið togar lóðin stjórnlaust niður erum við með of þungt.
  • Ef við þurfum að nota vogaraflið til að koma lóðunum upp erum við með of þungt.  Þessi aðferð eykur einnig líkur á meiðslum í baki og liðamótum.
  • Ef við getum ekki notað allan hreyfiferil vöðvans í hverju repsi erum við með of þungt.  Til þess að lyftingarnar skili árangri þarf hámarks virkjun í vöðvanum í gegnum allt settið.
  • Fórnum aldrei tækni fyrir þyngd.   

 

Það er sagt í líkamsræktarbransanum:  "Skildu egóið eftir í búningsklefanum."  og "Það skiptir ekki máli hversu þungt þú getur lyft, heldur hvað þú lítur út fyrir að geta lyft þungt". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær færsla eins og vanarlega.

 Það er svo fáránlega algengt að maður sjái fólk með risalóð sem það lyftir með því að bukka sig og begja og hreyra öll önnur liðamót en þau sem verið er að æfa.

 Ég er enginn professionalisti í þessu en manni blöskrar studum þegar maður sér hvernig fólk fer að. Svo er enginn til að benda mönnum á villurnar sem þeir eru að gera.

 Held að það væri fín hugmynd að hafa einkaþjálfara " á lausu"á ákveðnum tímum sem gæti vappað um og fylgst með og hjálpað fólki og sýnt því hvað það er að gera vitlaust. (ekki spurja mig af hverju þetta er í "bold")

Arnar Gísli (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 01:20

2 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Ég vann sem þjálfari í tækjasal áður en ég fór að vinna sem einkaþjálfari, og það eru bara alls ekki allir sem taka því vel ef labbað er upp að þeim að fyrra bragði og byrjað að leiðrétta þá.

Persónulega finnst mér að fólk eigi að panta sér tíma hjá þjálfara til að fara í gegnum æfingarnar áður en það byrjar að æfa, jafnvel þó það kosti smá pening (sumar stöðvar bjóða þó uppá fría tíma með þjálfara). Allavega myndi ég aldrei fara á bifreiðaverkstæði með bílinn minn og reyna að gera við hann sjálf með því að fylgjast bara með því hvernig viðgerðarmennirnir gera við aðra bíla...

Bjarney Bjarnadóttir, 11.1.2009 kl. 09:01

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Frábær líking Bjarney. Það eru þjálfarar í sumum stöðvum sem vappa stundum um salinn en eins og Bjarney segir tekur fólk því misvel þegar verið er að leiðrétta lyftingatæknina. Fólk verður að vera meðvitaðra um hvað það er að gera í salnum, og leita sér aðstoðar sjálft, t.d fá tíma með þjálfara í eitt og eitt skipti. Ef ég er óklár á einhverri æfingu þá spyr ég yfirleitt næsta einkaþjálfara hvort ég sé að gera rétt, þeir eru flestir mjög viljugir að kíkja á tæknina hjá manni.

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.1.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Heyr heyr! Sammála síðustu ræðumönnum, ég var sjálf sek um að taka alltof þungt hér í gamla daga. Þá var ég tekin í kennslustund af Íslandsmeistaranum sjálfum í hnébeygju og bekkpressu og hún strippaði stöngina og lét mig fara ass to grass og niður á bringu. Ég þurfti vessgú að kyngja egóinu og byrja upp á nýtt að beygja og pressa. En þvílíkar bætingar á massa og styrk í kjölfarið.

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.1.2009 kl. 11:30

5 identicon

OK en hvort á maður að lyfta þungt og í fá skipti kannski 3x6 eða létt og lyfta því 3x12-15 sinnum. mig langar að styrkjast en einnig langar mig að stækka vöðvana þannig að það beri aðeins á þeim?

kalli (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:17

6 Smámynd: M

Ég hætti að spyrja um ráð eftir að hafa spurt einn ofurvaxinn í WC hvaða tæki væri best fyrir efri magann. Ertu með marga maga var svarið ?? :-)

M, 12.1.2009 kl. 18:04

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þú græðir meira á að lyfta þungt til að styrkjast og stækka vöðvana. Annars er gott að blanda saman og taka 2-3 stórar "basic" æfingar fyrst og þá mjög þungt t.d 4 sett x 3-6 reps og ljúka svo æfingunni með 1-2 einangrandi æfingum og taka þær þá léttar t.d 3 sett x 10 -12 reps.

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.1.2009 kl. 18:06

8 Smámynd: M

Helgi : Já ég svo sem vissi það og tók þessu sem léttu gríni   Þetta var bara kaldhæðinn húmor hjá mér

Fer samt ekkert ofan af því að magi konu er öðruvísi en karls. "skiptist" meira við nafla hjá okkur en ykkur strákunum. Eins finnur maður að vissar æfingar hafa meiri áhrif á neðri magann ( sem er n.b ekki til ) og aðrar á þann efri. 

En nú hætti ég því þið heyrið að ég hef ekki hundsvit á þessu

Fyrirgefðu Nagli minn að ég sé að "blogga" á síðunni þinni

M, 13.1.2009 kl. 12:03

9 identicon

Mér finnst svona komment eins og "M" talar um að hafa fengið einmitt kannski ástæðan fyrir því að við leikmennirnir erum ekkert alltof spennt fyrir því að biðja um aðstoð og spyrja ráða. Auðvita hefur viðkomandi verið að skjóta smá gríni en því miður verður það oft til þess að manni líður eins og þvílíkum fávita og lætur það ógert að spyrja oftar...

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband