12 vikur í Íslandsmót

Jæja jæja

 12 vikur íÍslandsmótið og skurður hafinn hjá Naglanum.  Nýtt prógramm frá þjálfa komí hús í byrjun vikunnar og það innihélt smá minnkun á matnum, ekkert brjálaðenda ennþá langt í mót.  Síðastliðnar vikur frá því á Bikarmótinu í nóvember hefur Þjálfi unnið í því að koma handónýtu brennslukerfi Naglans á réttan kjöl. Naglinn hefur ekki borðað svona mikið í heilan áratug og notið hverrar kaloríu til hins ítrasta.  Vonandigengur þessi skurður því betur en sá síðasti, sem var hreinasta helvíti ognáðist ekki einu sinni þrátt fyrir blóð, svita og tár Angry.

Brennslan var aukinum eina á viku á nýja prógramminu og eru þær allar frekar stuttar oghnitmiðaðar og sem betur tvær svokallaðar metabolic æfingar í salnum. Naglinn fagnar því að ekki var bætt við meiri brennslu, enda algjörlegasigruð af fyrrum brennslufíkn og þykir reyndar fátt leiðinlegra en að safnamosa hangandi á færibandinu eða þrekstiganum.

Nú þarf Naglinn bara aðfara að æfa sig fyrir brautina, sérstaklega kaðalinn en Naglinn var súkkulaði íleikfimi í gamla daga og fékk alltaf að sleppa honum sökum afar lélegrarframmistöðu Blush.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér rosalega vel í undirbúningnum Ragnhildur mín! Hlakka til að fá að fylgjast með þér

Mína (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:35

2 identicon

veit að þér á eftir að ganga súpervel núna og þú verður eins og tarsan í kaðlinum.

þrúður (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:44

3 identicon

Kaðallinn og stiginn eru erfiðastir... en ef maður nær að mastera kaðalinn verður hann næstum auðveldastur ;)

Gangi þér vel !

Nanna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:07

4 identicon

Ávallt gaman að lesa bloggin þín.

 Það væri gaman að fá að fylgjast með ferlinu svona step-by-step ("dagur 1" osf.) hvernig þú ert að æfa þig fyrir þessar keppnir og hvernig það er að taka á. Öðrum til fróðleiks og skemmtunar (leiðir vonandi til þess að fleiri taki þátt á næstu mótum þegar það sér hvernig æfingarnar eru fyrir svona).

Arnar Gísli (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:12

5 identicon

Eitthvað finnst mér ég kannast við þetta "súkkulaði" vegna kaðalsins, minnir að frændi þinn einn hafi verið þannig líka ;)

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:12

6 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Gangi þér sem allra best í undirbúningnum...þú massar þetta núna;) mbk. Karin

Karin Erna Elmarsdóttir, 19.1.2009 kl. 13:18

7 identicon

Sæl, ég var að velta fyrir mér hvort þú hefðir nokuð í fórum þínum aðferð við að reikna út grunnbrennslu einstaklings yfir daginn?

 Og gangi þér vel með undirbúninginn.

Óli Jóns (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 13:56

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk öllsömul fyrir hvatninguna *knús*

Óli Jóns: Til að viðhalda sömu þyngd er yfirleitt miðað við 30 x líkamsþyngd í kg.

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband