8 ástæður fyrir hrösun

Samkvæmt rannsókn í International Journal of Obesity, hefur 80% þeirra sem náðu að grenna sig bætt því öllu á sig aftur, og jafnvel meira til.
Það þýðir að hellingur af fólki tókst að grenna sig en ekki mörgum tókst að viðhalda þeim árangri.
Það má því segja að vandamálið felist ekki í því að fólk geti ekki grennt sig, heldur liggi hundurinn grafinn í erfiðleikum að viðhalda nýjum lífsstíl.

Þessi þyngdaraukning tekur ekki langan tíma. Flestir sem strengja nýársheit að grennast hafa horfið frá þeim áformum í lok janúar.

Það er því vísindamönnum hugleikið hvað veldur því að fólk detti af beinu brautinni.

Hér koma 8 ástæður sem taldar eru stuðla að hrösun margra:

1. ENGIN EINBEITNING: þú settir þér ekki markmið, þú skrifaðir þau ekki niður, þú einbeittir þér ekki að markmiðum þínum á hverjum degi (t.d með því að lesa þau upphátt, sjá þau fyrir þér)

2. ENGINN FORGANGUR: þú settir þér markmið en þú settir það ekki í forgang. Til dæmis er markmiðið að fá þvottabrettiskvið, en bjórdrykkja og Kentucky Fried um helgar er ofar á forgangslistanum en að fá flottan kvið.

3. EKKERT STUÐNINGSKERFI: þú reyndir að gera þetta ein(n), ekkert tengslanet í kringum þig, eins og æfingafélagi, fjölskylda, maki, vinir, þjálfari til að veita þér upplýsingar og tilfinningalegan stuðning þegar er á brattann að sækja.

4. ENGIN PERSÓNULEG ÁBYRGÐ – þú fylgdist ekki með eigin ábyrgð á árangrinum – með árangursmati þar sem þú fylgist með þyngd, mælingum, matardagbók, æfingadagbók. Þú settir ekki upp ytri ábyrgð til dæmis með að sýna einhverjum öðrum árangurinn.

5. ENGIN ÞOLINMÆÐI: þú hugsaðir bara um skammtímamarkmið og hafðir óraunhæfar væntingar. Þú bjóst við 5 kílóa tapi á viku, eða 2,5 kg á viku svo að þegar þú misstir bara hálft kíló eða staðnaðir þá gafstu upp.

6. ENGIN SKIPULAGNING: Þú gekkst inn í líkamsræktarstöð án þess að hafa æfingaplan í höndunum, á pappír, þú settir æfingarnar ekki inn í skipulag vikunnar, þú varst ekki með skrifaðan matseðil fyrir vikuna, þú bjóst ekki til tíma fyrir æfingarnar, en bjóst í staðinn til afsakanir “ég hef svo mikið að gera, ég hef ekki tíma fyrir ræktina”.

7. EKKERT JAFNVÆGI: mataræðið eða æfingarnar voru of öfgakenndar. Þú fórst í “allt eða ekkert” hugsunarhátt: “Ég vil þetta núna” í stað þess að hugsa að góðir hlutir gerast hægt.

8. EKKI PERSÓNUGERT: mataræðið og æfingaplanið hentaði þér ekki. Það virkaði kannski fyrir einhvern annan, en það hentaði ekki þinni rútínu, persónuleika, lífsstíl, líkamsgerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert, geturðu sagt mér hvað þessi rannsókn heitir mig langar til að lesa hana.

 kv. Unnur Björk

Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:44

2 identicon

Ég held að þetta blogg hafi bara svarað einni af erfiðustu spurningum samtímans.

 Sjálfur hef ég glímt við offituvandamál og einnig fleiri í fjölskyldunni. Það er einfaldlega horfið eftir að ég gerði heilbrigðan lífsstíl að aðal markmiðum mínum. Það get ég því miður ekki sagt með aðra í fjölskyldunni sem endalaust furða sig á mittismáli mínu.

 Þetta hljómar samt allt eins og klisja og sá sem ætlar að taka sig á lætur þetta sem vind um eyru þjóta og setur sér "skammtíma"markmið í staðinn.

 Það hefur tekið mig uþb. 4 ár að breyta lífi mínu á þennan hátt. Þar sem áður var hamborgari og bjórtunna er ég kominn í grænmetið og six-packið.

 Hvenær kemur bókin ragga? :)

Arnar Gísli (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:15

3 identicon

takk æðislega fyrir hjálpina í dag elskan :*

Kristín Arna (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 19:57

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Unnur! Hér er linkur á rannsóknina:

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/12861237

Int J Obes Relat Metab Disord. 2003 Aug;27(8):955-62.

Weight maintenance and relapse in obesity: a qualitative study.Byrne S, University of Oxford, Department of Psychiatry, Warneford Hospital, Oxford OX3 7JX, UK.

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.2.2009 kl. 18:21

5 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta Ragga (og alla fínu pistlana þína)

Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband