Stoltur Nagli

Naglinn er að kafna úr stolti af einum kúnnanum sínum og má til með að monta sig aðeins.
Hún hefur náð þvílíkum árangri síðan hún byrjaði í þjálfun hjá Naglanum og það er yndislegt að fylgjast með breytingunum á bæði útlitinu, styrknum og þolinu.

Á einum mánuði fuku heilir 10 sentimetrar af kviðnum. Hún keypti sér æfingabuxur í upphafi, og þær eru núna að hrynja niðurum hana.
Við horfum ekki mikið á kílóin enda er hún að lyfta þungt og þ.a.l að bæta á sig kjöti samhliða fitutapinu.
En það eru samt hátt í 5 kg farin.
Þegar hún byrjaði í þjálfun gat hún 3 og hálfa armbeygjur. Núna tekur hún 16 kvikindi.
Þyngdirnar auknar í næstum í hverri viku og hún er farin að taka spretti, konan sem hafði ekki hlaupið síðan í menntaskóla.

Hugarfar hennar gagnvart æfingunum og mataræðinu er án efa stærsti þátturinn í árangri hennar. Hún er svo staðráðin í að ná árangri og hefur svo jákvætt viðhorf. Hún tekur öllum ábendingum Naglans varðandi mataræðið möglunarlaust og leiðréttir strax það sem þarf að laga. Hún mætir á hverja æfingu, og kvartar aldrei undan þyngdum eða að einhverjar æfingar séu leiðinlegar eða erfiðar. Aldrei heyrist: "Þetta er svo þungt, ég get þetta ekki, æi, ekki þessi æfing."

Það sannast aftur og aftur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Hugarfarið er eina hindrunin í að ná markmiðum sínum.
Jákvætt hugarfar og viljastyrkur kemur okkur á áfangastað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Frábært   Er þetta einhver sem þú ert með í fjarþjálfun eða einkaþjálfun hefðbundinni? 

Soffía, 10.2.2009 kl. 11:57

2 identicon

Frábært, til hamingju með það báðar tvær Þetta er svaka árangur á svona stuttum tíma!

btw þá ætla ég líka að verða eins og konan í færslunni hér á undan

Snjólaug (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:46

3 identicon

Enda með besta og mest hvetjandi þjálfara sem fyrir finnst! Takk fyrir hjálpina Ragnhildur mín :D Nú er einsgott að standa sig áfram svo ég valdi þér ekki vonbrigðum híhí.

Kúnninn (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:42

4 identicon

Frábært, til hamingju með árangurinn báðar tvær  

 Kemur ekki á óvart

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:40

5 Smámynd: Mama G

Já, ég held að það hafi einmitt verið ein skynsamlegasta ákvörðun sem ég tók á síðasta ári þegar ég tók einn mánuð hjá þér Ragga

Þú hefur greinilega tötsið í þetta, það hefur allt legið niðrávið í sentimetrum og kílóum hjá mér síðan ég tók ekki nema einn mánuð hjá þér!

Takk - ég kem pottþétt aftur í þjálfun hjá þér.

Mama G, 11.2.2009 kl. 14:47

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk takk alle sammen. Við erum voða stoltar ég og kúnninn, sem þarf ekki að hafa áhyggjur að valda mér vonbrigðum. Árangurinn hefur þegar farið langt fram úr öllum væntingum mínum.

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 15:38

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Gréta! Takk fyrir hrósið. Frábært að heyra hvað þér gengur vel áfram. Haltu endilega áfram á þessari braut.

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 15:39

8 identicon

Frábært að fá svona dæmisögu !  Finnst vanta jákvæðni og þor í alltof marga, en þeir sem taka hlutina alvarlega eru sigurvegarar bara fyrir að geta það ! ;)

Nanna (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:46

9 identicon

Ég er enn að bíða eftir að kreppan fari í pásu svo ég geti komið til þín í fjarþjálfun, það mun gerast, borga niður árskortið fyrst

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband