Breytt plön Naglans

Eftir langa umhugsun hefur Naglinn ákveðið að hætta við að keppa um páskana.  Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru margar, en sú sem vegur þyngst er að Naglinn er langt langt frá því að vera sátt við eigin líkama.  

Naglinn ætlar því að taka sér góða pásu og vinna í því að koma brennslukerfinu á réttan kjöl með því að æfa og borða rétt.  Markmiðið er að bæta meira kjöti, sérstaklega yfir axlir og handleggi og láta vöðvamassann brenna fitunni, frekar en að mygla á þessum helv.... brennslutækjum.

Þjálfi var mjög sáttur við þessa ákvörðun Naglans.  Planið núna er að skafa aðeins meira af lýsinu til að Naglanum líði vel í uppbyggingartímabilinu því það er óhjákvæmilegt að bæta á sig smá fitu samhliða vöðvum.  Þegar Naglinn er orðin sátt mun uppbyggingin hefjast.  

Naglinn mun ekki gefa út neinar yfirlýsingar núna um næstu keppni.  Naglinn hefur lært af biturri reynslu frá síðustu keppni að það er ekki gáfulegt að velja dagsetningu og byrja að skera.  Nú mun Naglinn skera sig niður og velja síðan dagsetningu fyrir keppni.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Júlli minn, maður er auðvitað aldrei sáttur við sjálfan sig, daginn sem það gerist á maður að hætta í þessu sporti segi ég. En miðað við formið á þér í nóvember þá hef ég fulla trú á þér fyrir páskana. Þú hefur minn stuðning 100% og ég hef fulla trú á að þú takir þetta núna.

Ragnhildur Þórðardóttir, 15.2.2009 kl. 12:36

2 identicon

Já það er allavega gott að vera búin að taka ákvörðun, það er meira en ég get sagt Ég skipti um skoðun frá degi til dags hvort ég eigi að keppa eða ekki.... er eitthvað hrikalega óákveðin. Er bara ekki alveg að finna taktinn í þetta skiptið...

Hrund (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:21

3 identicon

Ég er einmitt ósammála, ef maður er ekki sáttur við sjálfan sig á maður ekki að keppa, en ef maður getur verið sáttur sjálfur á maður endilega að drífa sig upp á svið ! Auðvitað finnst manni maður aldrei vera 100%, en sáttur á maður að vera ;)

Nanna (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:48

4 identicon

Hlýtur að vera léttir að vera búin að taka ákvörðun. Fylgist að sjálfsögðu áfram með þér og reyni að drekka í mig fróðleikinn sem birtist á síðunni. Knús

Mína (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:59

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nanna! Það er einmitt það sem ég á við, maður er aldrei 100% sáttur. Daginn sem það gerist þá hverfur metnaðurinn til að gera betur og það er þessi metnaður sem knýr fólk áfram í sportinu.

Hrund! Vá hvað ég skil þig. Það er alltof stutt á milli móta að mínu mati, þeir sem keppa í nóvember eiga oft erfitt með að koma sér aftur í gírinn fyrir Íslandsmót. Það ætla mjög fáar að keppa í apríl sem voru á Bikarmótinu og allar segja sömu söguna, eru bara ekki að koma sér í þetta hugarástand sem þarf. En þú þarft svo stuttan tíma og það eru ennþá 8 vikur í mót.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.2.2009 kl. 15:53

6 identicon

Já þetta er mjög stuttur tími og erfitt að ætla sér að koma jafn sprækur núna til leiks og fyrir bikarmótið. Ég er enn að velta þessu fyrir mér... þetta kemur bara í ljós Það eru jú 8 vikur í þetta og allt getur gerst...

Hrund (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Best að fara eftir því sem hjarta og líkami segir manni í hvert skipti fyrir sig.
Þú kemur bara flott inn seinna.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 13:37

8 identicon

Ég er handviss um að þetta er rétt ákvörðun hjá þér. Það sem þú skrifar hér á síðuna ber þess vitni að þú sért vandvirk og viljir gera hlutina 100% eða ekki. Þú rústar þessu þegar þú ákveður að keppa næst  

Segðu mér annað.. hvað kostar að vera í fjarþjálfun hjá þér?

Baráttukveðjur frá aðdáandanum sem er ennþá að lesa en löt við að kommenta

Óla Maja (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:48

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Óla Maja mín, mikið er gaman að heyra frá þér mín kæra. Sendu mér póst á ragganagli@yahoo.com í sambandi við fjarþjálfunina ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.2.2009 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband