18.2.2009 | 08:30
Aðvörun!! Naglinn bölsótast
Naglanum leiðast afsakanir alveg óheyrilega mikið. Hvort sem það eru afsakanir fyrir því að fara ekki í ræktina eða réttlætingar á slæmu mataræði t.d um helgar. Í augum Naglans er engin afsökun gild fyrir því að fara ekki í ræktina, nema þá kannski veikindi, og þá telst ekki með hor í nös og verkur í haus. Oftast nær sleppir fólk því að fara í ræktina því það er kannski, hugsanlega, líklega að verða veikt. En besta meðalið er að dru... sér og svitna bakteríunum út, að því gefnu að fólk sé ekki komið með hita.
"Það er svo mikið að gera" er slappasta afsökunin í bókinni. Naglinn er viss um að fólk gefur sér samt tíma til að glápa á imbann á kvöldin þá daga sem er svona "brjálað" að gera. Af hverju fórstu ekki í göngutúr í staðinn? Börn eru heldur ekki fyrirstaða, Naglinn veit um einstæða þriggja barna móður í tveimur vinnum sem keppir í fitness. Ef hún hefur tíma til að æfa, þá hafa allir tíma. Flestar stöðvar bjóða upp á barnapössun og langflestir eiga maka, foreldra, systkini o.s.frv sem geta litið eftir afkvæminu í 60 mínútur.
Sama gildir um sukk í mataræðinu. Mörgum reynist erfitt að halda sig við hollustuna um helgar og detta í ruglið frá föstudegi til sunnudags, sem þýðir að 2-3 dagar af 7 eru undirlagðir í rugl. Ef við miðum við 90% regluna þá erum við aðeins að borða hollt og rétt 60-70% af tímanum þegar helgarnar fara í fokk. Hvernig er þá hægt að búast við árangri?
Það er engin gild ástæða fyrir því að borða óhollt 2 daga í viku bara af því dagurinn heitir laugardagur eða sunnudagur. Þú tekur meðvitaða ákvörðun að stinga óbjóði upp í þig og því er engin afsökun til undir sólinni sem getur réttlætt þessa hegðun. Ekki ferðu að snorta kókaín í nös, þú tekur meðvitaða ákvörðun að sleppa eiturlyfjum því þau eru hættuleg heilsunni. Af hverju getur það sama ekki gilt um kók, snúða og Doritos? Er ekki hættulegt heilsunni að vera í yfirþyngd? Er ekki ákjósanlegra að búa í hraustum og heilbrigðum líkama? Af hverju tekurðu ekki meðvitaða ákvörðun að sleppa ófögnuði? Líkamanum er alveg sama hvaða dagur er.
Meginflokkur: Hugarfar | Aukaflokkur: Mataræði | Breytt s.d. kl. 08:49 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ragga. Er diggur aðdáandi síðunnar og les hvern pistil. Takk fyrir allann fróðleikinn.
En varðandi þennan pistil, ert þú þá á því að sleppa alfarið nammi og óhollustu, eða er í lagi að leyfa sér eitt kvöld í viku?
Björk (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:42
Sæl Björk,
Takk fyrir að kíkja í heimsókn á síðuna. Nei ég er alls ekki að segja að fólk eigi að stunda meinlætalíf. Skv. 90% reglunni þá fer árangurinn eftir því hversu nálægt 100% þú ert í mataræðinu. Eitt kvöld í viku þar sem við leyfum okkur góðgæti er nauðsynlegt fyrir sálartetrið, en margir leyfa þessu kvöldi að teygjast í báðar áttir yfir marga daga.
Ragnhildur Þórðardóttir, 18.2.2009 kl. 12:07
Góður pistill hjá þér ! væl og afsakanir eru óþolandi... Ef maður vill árangur þarf maður að lifa eftir því ;)
Nanna (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:34
Takk fyrir þetta, gott að fá smá spark í rassinn;)
Lena (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:43
Vá, þetta er greinilega tíminn - finnst ég einmitt vera búin að heyra svo mikið af þessum afsökunum núna í kringum mig.
Nafna (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:01
Váá hvað ég er sammála, það fer alveg í mínar fínustu þegar að maður er að þjálfa og fólk er með endalausar afsakanir. Stundum langar mann bara grípa í gamla góða "shut up and squat!"
Óli Jóns (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:44
Já mér finnst þetta með tímaskortinn best, sérstaklega þegar í kjölfarið kemur ræðan um hvað er að gerast í "Gossip girl", Grey´s anatomy" "despó" o.fl o.fl! Sumir hafa ENGAN tíma til að æfa en virðast hafa allan tímann í heiminum til að vera inní öllum sjónvarpsþáttaseríum sem til eru!
Eða þeir sem segja að líkamsræktarkort séu svo dýr, en djamma svo kannski flestallar helgar! Á mánuði kostar kort í ræktina álíka mikið og leigubílaferðin heim af djamminu! Og þá er ótalinn kostnaðurinn við áfengið og allt sem fylgir djammi...
Þannig að já, ég er sammála, ég er með ofnæmi fyrir afsökunum til að sleppa við ræktina..!
Bjarney Bjarnadóttir, 18.2.2009 kl. 14:05
AMEN BROTHAS & SISTAS
Ragnhildur Þórðardóttir, 18.2.2009 kl. 16:47
Fínn pistill að vanda og flestu er ég sammála þarna.
Eitt verð ég þó að segja að fólk með börn sem ekki hefur annan fullorðinn einstakling búsettan á heimilinu getur þó lent í vandræðum með tímaleysi.
Jú, jú flestar ef ekki allar líkamsræktarstöðvar bjóða uppá pössun en hins vegar finnst mér nú feikinóg fyrir þessi grey að vera 8-9 tíma á dag í gæslu svo við taki ekki meiri gæsla seinnipartinn, fram að kvöldmat.
Þegar svona er í pottinn búið þá getur maður jafnvel verið vel inní hinum ýmsu sjónvarpsþáttum, því á meðan þeir eru sýndir sofa börnin :-) Mér finnst stundum að þetta sé mál sem er aðveldara um að tala en í að komast !!!
Ég er hins vegar svo heppin að vinna ekki fulla vinnu og get því mætt í ræktina innan 8 tima gæslunnar hjá börnunum, það er lúxus :-)
bestu kveðjur,
Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 20:04
Ég tek undir bæði sjónarmið!
Tímaskortur er afsökun sem ansi margir skýla sér á bak við, jafnvel þó það sé ekki nokkur grundvöllur þar að baki.
Aftur á móti þá er ég sammála þessu með barnafólkið!
Það allra allra seinasta sem ég vil gera er að skutla minni dömu í barnagæslu líkamsræktarstöðvar eftir að hafa verið í tæpar 9 klst á leikskólanum. Fyrir mér þá er tíminn milli kl. 16-20 algerlega heilagur, þ.e. er aðeins notaður í familíustöff og kósýheit!
En þá er bara eitt í stöðunni, drusla sér á fætur fyrir kl. 6 á morgnanna, hvern einasta morgun ;o)
Helga ókunnug (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 08:48
Flottur pistill :) ég verð þó að vera sammála henni Hörpu hér á undan mér. Ég er einstæð 2ja barna móðir og mínir eru báðir á leikskóla allan daginn það er óskaplega erfitt að þurfa svo að fara með þá í gæsluna í ræktinni líka! Þeir eru ekki nema 2ja og 3ja ára og eru alveg búnir á því eftir daginn í leikskólanum :) en ég læt samt ekkert stoppa mig ég á góða að sem hjálpa mér með pössun á kvöldin svo að ég mæti í ræktina hvort sem það er eftir vinnu með guttana eða á kvöldin þegar þeir eru sofnaðir! Ég hef mætt síðustu 3 vikur þó svo að kvef og hálsbólga sé búið að hrjá mig, en ég er aldrei of veik til þess að "geta" ekki mætt!
Takk fyrir frábæra pistla :)
Kv. Elín
Elín H. Guðnadóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 08:57
Naglinn var að bíða eftir athugasemdum frá barnafólkinu. Það þarf auðvitað að færa fórnir til að koma líkamsræktinni inní daginn hvort sem fólk á börn eða ekki. Frábært að heyra Helga að þú nýtir morguninn í ræktina. Fyrir þessar einstæðu þá þarf ekki endilega að fara í líkamsræktarstöð, familíutímann má nýta til hreyfingar með barninu s.s göngutúra, sleðaferðir, skíðaiðkun o.s.frv.
Ragnhildur Þórðardóttir, 19.2.2009 kl. 10:42
Elín! Frábært að þú látir ekkert stoppa þig í að mæta í ræktina.
Harpa! Já það er lúxus að þurfa ekki að vinna heilan dag.
Ragnhildur Þórðardóttir, 19.2.2009 kl. 11:13
Mér finnst ekki mikið mál að samræma hreyfingu og fjölskyldulíf. Það er partur af fjölskyldurútínunni hjá okkur að selpurnar fái að fara í Sprotaland í Laugum um helgar á meðan mamma og pabbi eru í leikfimi.
Á virkum dögum skiptumst við kallinn á að fara strax eftir kvöldmat í hreyfingu, ég á mán og mið og kallinn þri og fim, föstudagar eru fjölskyldukvöld, þá fer enginn neitt. Bara að hafa matinn á milli 18 og 18:30, þá getur maður alveg farið að lyfta kl.19, eða í síðasta lagi kl.20.00.
Svo þessu til viðbótar er ég með eina 13 ára sem sækir einu sinni í viku í leikskólann svo ég komist líka í gymið á fimmtudögum
Þannig að þegar best lætur kemst ég 5x í viku í ræktina án þess að það hafi teljandi áhrif á samverustundir með fjölskyldunni eða að stelpurnar séu í hóppössun þegar þær eru orðnar þreyttar. Allt spurning um skipulag!
Mama G, 19.2.2009 kl. 15:44
Mama G´s got her shit together ;) eins og hún segir, snýst allt um skipulag !
Nanna (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:58
Þetta eru að verða hinar fjörugustu umræður :-) Að sjálfsögðu er þetta ekkert mál ef tveir eða jafnvel fleiri fullorðnir koma að því að gæta barna. HIns vegar þar sem ekki býr nema einn fullorðinn á heimili þá snýr þetta allt öðruvísi við, þá er ekki svo auðvelt að skottast út kl. 6 á morgnana eins og Helga stingur uppá og heldur ekki að fara út annað hvort kvöld eins og Mama G stingur uppá. Ekki skilur maður börnin eftir hvorki snemma á morgnana né seint á kvöldin....
Barnapössun á líkamsræktarstöðvum er auðvitað hægt að nýta um helgar, það er annað mál.
Þannig að stundum er þetta aðeins meira mál en spurning um gott skipulag :-)
kveðja,
Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 19:58
Svo er náttúrlega hægt að eiga karl og sinna heimaleikfiminni af krafti og þá er ekkert barnapíu vesen.
sævar (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:15
Heimaleikfimi eða eins og ég stakk uppá að gera eitthvað hreyfingatengt með börnunum eru allt fínir kostir, um að gera að nota hugmyndaflugið til að koma hreyfingunni inn í daginn.
Ragnhildur Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 08:19
Varð að skjóta inn einni lausn með barnapíumálin og ræktina, ég er með 2 börn sem þurfa oft að vera í leikskólanum í 8 tíma á dag og ég er sammála, mér dettur ekki í hug að fara með þau í pössun eftir það, eða allavega ekki með góðri samvisku. En það er hægt að fjárfesta í e-u góðu upphitunartæki s.s. hjóli, þrekstiga, hlaupabretti og nokkrum lóðum og henda sér úr bælinu áður en börnin vakna og djöflast eins og vitleysingur þangað til tími er komin til að vekja þau í skólann :) Þannig að ég kaupi ekki afsökunina með börnin, maðurinn minn vinnur mjög mikið í burtu en mér dettur ekki í hug að láta eina einustu æfingu detta upp fyrir, maður þarf bara að skipuleggja sig betur.
Ingunn (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 21:01
Sæl Ragga
Ég er búin að vera skoða síðuna þína og finnst hún æði. Er alveg að fíla þig í botn. Er með heilsurækt á heilanum og finnst geðveikt að geta hnýtt saman matarræði sem er í senn hollt en gott.
Ég er ógeðslegur nammigrís en ákvað fyrir stuttu að setja ekki upp í mig sykur nema í þau fáu skipti sem boðið er í afmæli og þess háttar - kaupi mér amk. ekki nammi eða neitt slíkt og hey... það er bara ekki rassgat erfitt.
Ég bý mér stundum til hafrakökur og sæti þær með banönum/döðlum og bara það að halda á kökunni slekkur á allri sykurþörf. Ég var líka að spá um daginn, þessi staðhæfing "Til að sprynga ekki á limminu, þá þarf ég (NB. ÞARF) að fá mér nammi einusinni í viku - vil ekki hætta að lifa þó ég sé að grenna mig"!! Eg var á þessari skoðun fyrir jól en er eiginlega hætt við :) Borðaðu bara ekki nammið! Ef það á að vera nammidagur þá er hægt að substituda sykurinn og óhollustuna fyrir eitthvað annað - ég er alveg að digga það sko! Búin að útbúa milljón uppskriftir sem slökkva á sykurþörfinni en eru ekki óhollar.. alveg geggjað!
Maður þarf bara að gera þetta skemmtilegt og spennó. Er sjáf búin að léttast um 16 kg. síðan í október 2008, er 174cm og 62 kg núna! Ef ég get hætt að éta sykur... óje, þá er allt hægt!
Elín (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:11
Æji shitt.. sorry maður! Vissi ekki að þetta væri svona mikill texti... :/
Elín (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.