Vægtlöftning i Köbenhavn

Afsakið þögnina.  Naglinn elur nú manninn í Kóngsins Köbenhavn og hefur því haft lítinn tíma til skrifta.  Það stendur allt til bóta blómin mín Cool.

 Naglinn hefur prófað tvær líkamsræktarstöðvar í vikunni.  Önnur er í hverfinu en þar vantar ansi mikið uppá fyrir alvöru lyftingar, engin hnébeygja, ekkert deadlift o.s.frv.  Hún er meira stíluð inná pallatíma og spinning samfélagið, enda mætir liðið í spinning tíma í massífum útbúnaði.  Við erum að tala um spandex frá toppi til táar og m.a.s í pedalaskóm.  Rólegir í metnaðinn í 40 mínútna spinning tíma!!

Naglinn gerði sér ferð þvert yfir borgina til að taka fætur í vel útbúinni stöð, enda í eigu Íslendinga Wink  Þar var allt til alls fyrir sigggróna lófa og hungraða hamstring vöðva.  En það kom Naglanum á óvart hversu fáir voru að æfa, og það á "prime time".  Á þessum tíma eru Laugar eins og Grand Central Station.  Kannski er Danskurinn ekki árrisull Woundering.  Naglinn fær á tilfinninguna að lyftingasamfélagið hér sé ansi afmarkað við þá allra hörðustu og að Fru Hansen sé ekki mikið að rífa í lóðin.

Kommer i lys. 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ragga.
Ég hef lesið þessa síðu hjá þér undafarna mánuði mér til mikillar ánægju og fróðleiks og lært mikið um mataræði og annað tengt líkamsrækt og heilbrigðum lífsstíl.  Vona að þú haldir áfram að uppfræða okkur amatörana í líkamsræktinni þó þú sért komin til Dk. 

Kolbeinn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:26

2 identicon

Gott að þú ert kominn aftur :) Les ennþá reglulega þó að ég kvitti nánast aldrei.

Alltaf gaman að lesa hjá þér og fræðst. Gangi þér vel.

Kveðja Hulda 

Hulda (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:00

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Sæl

vildi bara þakka fyrir heilsuupplýsingarnar sem þú skrifar.

 Ég er fæ svo oft bjúg en skildi aldrei afhverju, því ég stunda þá hreyfingu sem ég get. Ég flett því upp á google ,,af hverju fær maður bjúg" og fékk þá greinina þína. Ég ætla því að minnka þetta kolvetnisát mitt, en ég er svoddan brauðæta sem þýðir of mikið að kolvetnum hjá mér. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.3.2009 kl. 13:20

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Kolbeinn! Takk fyrir að kíkja í heimsókn og takk fyrir kvittið. Alltaf gaman að fá komment frá lesendum. Ég held að sjálfsögðu áfram blaðrinu þó ég sé komin á nýjar slóðir ;-)

Hulda! Takk fyrir að kíkja í heimsókn og fyrir kvittið.

Bryndís! Ég mæli absólút með að fólk minnki brauðát og skipti yfir í hreinni kolvetni eins og kartöflur og hrísgrjón og haframjöl. Prófaðu það í smá tíma og athugaðu hvort þér líður ekki betur.

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 12:44

5 Smámynd: Ásta Óskarsdóttir

Sæl, vildi bara þakka þér fyrir frábæru pistlana þína. 

Ráðið sem þú gafst um daginn varðandi það að taka meðvitaða ákvörðun um að forðast óhollustu eins og eiturlyf eða reykingar hefur virkað fínt hjá mér.  Hugsa nú alltaf "nei ég reyki ekki" þegar mér er boðið súkkulaðigums sem ég er annars mjög sólgin í og hefur hindrað mig í að ná þeim árangri sem ég hef óskað eftir.

Kærar þakkir, Ásta tannsi

Ásta Óskarsdóttir, 6.3.2009 kl. 19:29

6 identicon

Sæl Ragga,

alltaf gaman að opna þína bloggsíðu og lesa þínar greinar og skoðanir.

Hvaða likamsræktarstöð er i eigu íslendinga í Köbenhavn. Er einhver vefsíða sem hægt er að skoða?

Kveðja,

Pétur.

Pétur (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 11:22

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Ásta! Takk fyrir innlitið, hrósið og kvittið. Gaman að heyra að rausið í mér gagnast einhverjum þarna úti.

Sæll Pétur! Takk fyrir hrósið og innlitið. Equinox í Valby er í eigu Bjössa og Dísu í World Class. Mjög flott stöð, risastór og með allt til alls. www.equinox.dk

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 549159

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband