7.5.2009 | 11:45
Þú veist að þú ert að taka vel á því þegar....
Þú sannfærir sjálfa(n) þig að sleppa siðasta repsi/setti/spretti en klárar samt, annað eru helgispjöll
Þú hjólar heim eftir massífa fótaæfingu og börn og gamalmenni þeysast fram hjá þér
Það eru virkileg átök að blása hár og bursta tennur eftir að hafa lyft efri part
Það er á mörkunum að þú getir labbað niður stigann í búningsklefann eftir fótaæfingu
Daginn eftir fótaæfingu kjagarðu eins og fanginn í sturtunni
Þú lætur þig síga hææægt á klósettsetuna daginn eftir fótaæfingu - þú notar jafnvel fatlaða-klósettið
Þú rymur og stynur eins og berklasjúklingur í síðustu repsunum
Þú þarft að fara á the happy place í huganum til að geta klárað settið
Börn fara að gráta þegar þau sjá afskræmt andlit þitt í síðustu repsunum
Þú heldur áfram að svitna þó að þú sért búin(n) í sturtu og komin(n) í fötin
Andlitið er ekki rautt heldur purpuralitað eftir æfingu
Súrefnisgríma kemur sterklega til greina eftir sprettæfingu
Þú veltir því fyrir þér í miðjum spretti hvort einhver hafi látið lífið við að gera HIIT
Meginflokkur: Lyftingar | Aukaflokkar: Hugarfar, Þolþjálfun | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru harðsperrur mælikvarði á því hvað maður tekur vel á því? Ef svo er þá verð ég að fara að hrækja í lófana því ég er eiginlega alveg hættur að fá harðsperrur. En allavega góð síða hjá þér og alltaf gaman að lesa pistlana frá þér. Er meiri segja byrjaður að lesa gömlu pistlana aftur þegar að mig vantar upplýsingar.
Siggi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:56
Já sama hér, er eiginlega hætt að finna harðsperrur, en þær koma alveg af og til. En er yfirleitt rauð i framan , en svitna lítið spurning einmitt hvort maður þarf að fara spýta í lofana
En má ég spyrja þig í sambandið við fituprósentu hva er svona hagstæðast að vera? milli 15-18% ? er 27ára gömul
en átt hrós skilið, bara góð síða
Sigrún (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:06
Jóhanna! Það er alveg eðlilegt að fá harðsperrur dauðans eftir fyrstu vikurnar á nýju prógrammi. Ég fæ alltaf hrikalegar þegar ég skipti um prógramm. Þú stendur þig vel stelpa.
Siggi! Takk fyrir hrósið :-) Harðsperrur eru ekki endilega mælikvarði á hvað þú tekur á því, en þú ættir samt að finna fyrir æfingunni í vöðvunum daginn eftir. Ef þú ert alveg hættur að fá nokkra strengi þá er líklega kominn tími á að skipta um prógramm. Líkaminn er svo fljótur að aðlagast nýju áreiti. Það er lykilatriði að skipta um prógramm á c.a 6 vikna fresti.
Sigrún!
American Council on Exercise hefur flokkað eðlilega fituprósentu fyrir konur eftirfarandi:
Nauðsynleg fita (til að lifa af): 10-13%
Íþróttafólk: 14-20%
Fitness: 21-24%
Ásættanlegt: 25-31%
Offita:; 32% +
Að mínu mati eru þetta ansi háar tölur, t.d eru flestar kvk keppendur í fitness og vaxtarrækt mun lægri í % en þarna stendur. Fituprósenta er frekar óáreiðanleg mæling, og ýmsar breytur sem geta haft áhrif á niðurstöðuna t.d mælingatæki (klípa, rafræn vog o.fl), mælingamanni, tíma mánaðarins o.fl. Ég myndi fókusa meira á sentimetrana, fötin og spegilinn og hvar þér líður vel.
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.5.2009 kl. 09:46
Jú ég verð svona aumur í vöðvunum við og við og þá sérstaklega þegar að ég fer á nýtt prógramm. Og þið sem að hafið ekki skipt um prógramm eða róterað aðeins þá ættu þið að prófa það.
En annað Ragga fyrst að það var talað um fituprósentu. Þá langar mig að spyrja þig hvað er eðlilegt að léttast mikið þegar að maður fer að skera sig er sjálfur 170 cm og 77 kg. Er hræddur um að fara í eitthvað major cut þar sem að ég er að rembast við að koma mér uppí 80 kg.
siggi andri (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.