Sjálfsábyrgð...ekki hjá tryggingafélaginu

Öflugasta hvatningin er sjálfsábyrgð þegar kemur að þvi´að ná markmiðum sínum.

Ábyrgðarkennd er risastór þáttur í allri velgengni, hvort sem það er í viðskiptum, námi,vinnu eða þjálfun. Sjálfsábyrgð byrjar hjá okkur sjálfum og er mjög einföld. Þú setur þér markmið, setur upp plan, skuldbindur þig til að fara eftir því ogfylgist svo með árangrinum.

 

Þú getur verið ábyrg(ur) gagnvartsjálfum þér og öðrum.

 

1. skrifleg markmið 


2. Vigta sjálfa(n)þig

3. Mæla samsetningu líkamans


4. Mæla ummál líkamans


5. Taka ljósmyndi 


6.Búa til matseðil eða fylgjast með mataræðinu í matardagbók

7. Búa til æfingaprógramm og fylgjast með árangrinum í dagbók

Einfaldlega allt sem þú vilt bæta skaltu fylgjast með: Næring, þjálfun, lífsstíll (tími og gæði svefns, reykingar,áfengisneysla o.s.frv).

 

Það mun enginn koma og redda málunum fyrir þig.  

Breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum.  Þú þarft að skuldbinda þig og það er stór ákvörðun. 

En um leið og þú hefur viðurkennt sjálfsábyrgð þína þá geturðu tvöfaldað hvatninguna með því að vera ábyrgur gagnvart einhverjum öðrum.  Til dæmis með að sýna árangur vikulega eða mánaðarlega.

Það getur verið hver sem er, systkini,foreldri, vinur/vinkona, vinnufélagi o.s.frv. 

Þú getur líka ráðið þér fagmann í verkið, þjálfara eða leiðbeinanda.  Af hverju virkar þessi aðferð?  Það er tilorðatiltæki í viðskiptum sem segir: Frammistaða eykst þegar frammistaða er mæld

Í viðskiptum eru margvíslegar aðferðir notaðar til að mæla frammistöðu starfsmanna: dagbækur, skýrslur, tékklistaro.fl. Þessar aðferðir virka líka í þjálfun og frammistaðan eykst þegar fylgst er með henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála pistli þinum Ragga. Ég hef lika verið svolitið að horfa á þetta þannig að við förum með bilinn i skoðun einu sinni á ári og ef það er eitthvað af þá þurfum við að laga það til að halda bílnum á götunni.  Þetta er eins með okkur við þurfum að skoða okkur regluleg og ef það er eitthvað "að" þá þurfum við að laga það/bæta það.

Rut (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 12:01

2 identicon

Þetta er nákvæmlega það sem ég er að díla við þessa dagana.

Er hætt að kenna ytri aðstæðum um allt sem fer úrskeiðis í mínu lífi. Þetta er jafnvel svolítið erfiðara en ég hélt. Er t.d núna að búa til plan um hvernig ég eigi að borða þegar ég fer í ferðalögin í sumar. Ekki auðvelt en e-ð sem verður að gera ef að maður ætlar að standa sig og falla ekki í sukkgryfjuna miklu!

Ásta María (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 16:19

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hér er komin frábær hugmyndi að pistli, hvað stuðningur heima fyrir getur "make or break" árangur hjá fólki. Jóhanna! Fólkið heima hjá þér sem kemur með þessar athugasemdir, hefur það niðurstöður rannsókna sem styðja þessar fullyrðingar?

Rut! Sumir hugsa betur um bílinn sinn en líkamann, og leyfa honum að drabbast niður.

Ásta María! Nú ertu komin undir minn verndarvæng og þarft að standa skil gagnvart mér, það ætti að halda þér frá sukkgryfjunni. Það er ekki gaman að fá rautt í kladdann muuhahahaha

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.5.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 550730

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband