Sektarákvæði

Í rækt Naglans hér í Danaveldi hefur verið tekið upp á að sekta menn um 30 DKR (650 íkr) ef ekki er handklæði meðferðis meðan æft er í salnum. Naglanum finnst þetta vel, enda fátt viðbjóðslegra en að leggjast á bekk með svitabletti eftir aðra. Sérstakan viðbjóð vekur sveitt hnakkafar á bekkpressubekknum.

Naglanum finnst að það megi einnig beita sektarákvæðum á þá sem ekki ganga frá lóðum og stöngum eftir sig.
Það er fátt meira óþolandi en að þurfa að byrja á að strippa stöngina af 5-6 stk af 20 kg plötum eftir einhvern jálk sem dru...aðist ekki til að ganga frá eftir sig. Það er nú bara æfing útaf fyrir sig.
Hvað ef það kæmi nú sjötug kona og vildi nota hnébeygjustöngina eða fótapressuna, á hún að þurfa að hreinsa til eftir útúrpumpaðan dólg sem tekur 30x meira en hún?
Ef fólk finnur það ekki hjá sjálfu sér að ganga frá eftir sig í salnum, alveg eins og það (vonandi) gerir heima hjá sér, þarf hreinlega að grípa til forræðishyggjunnar svo það læri þetta í eitt skipti fyrir öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SAMMÁLA! Skil ekki hvernig er hægt að vera svona ógeðslega blindur og eigingjarn ... brennandi augngoturnar hafa því miður ekki náð að virka nógu vel, maður ætti að stinga þessu að Bjössa

Snjólaug (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 12:41

2 identicon

er það rétt sem sagt er að brjóstvöðvaæfingar hjálpi til við slöpp brjóst?  hef grennst mikið og þau hafa aðeins sigið við það

Magga (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 00:18

3 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Vá hvað ég er sammála! Ég er algjör gribba með þetta, að láta gaura ganga frá eftir sig, en því miður nær maður ekki alltaf að nappa þá, skil ekki svona tillitsleysi  

Bjarney Bjarnadóttir, 15.7.2009 kl. 15:07

4 identicon

Sæl og blessuð er í lagi fyrir mig að lyfta á hverjum degi er alltaf í hraðbrautinni í laugum brenn líka í 30 mín annaðhvort fyrir eða á eftir þarf að léttast um 30 kíló

magga (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:38

5 identicon

sæl langar svo að spyrja þig um eas próteinið mysu er ég ekki ígóðum málum með það  tek inn 90grömm á dag í undanrennu rosa gott bragð set líka 100grömm af haframjöli útá kv kolla

kolla (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 23:12

6 identicon

Sæl.

Ég vildi bara hrósa þér fyrir æðislega bloggsíðu. Ég var að googla "hitaeiningafjöldi" og síðan þín kom meðal annars upp.

Ég er í því basli sem þú varst í fyrir einhverjum árum. Ég HELD að ég sé að borða 900-1100 kcal á dag en veit ekki hvort ég hafi rétt fyrir mér þannig að ég þori ekki að bæta miklu við mig. Ég er samt södd alltaf, en það er bara erfitt að bæta við máltíð þar sem ég næ 4-5 máltíðum á 10 tímum (þar sem 2 þessarra tíma fer í ræktina). Einhver ráð handa mér?

Einnig langaði mig til að spyrja þig hvað pósitíva og negatíva væri? Er negatíva á leiðinni niður (til dæmis með hendur-flug) og pósitíva á leiðinni upp?

 Kær kveðja: Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband