11.8.2009 | 10:45
No more Jane Fonda please
Naglinn fékk annað grátkast í koddann sinn nýlega eftir að hafa heyrt að enn sé verið að ráðleggja fólki að gera fleiri hundruð af Jane Fonda kviðæfingum.Það er ekki til neitt sem heitir staðbundin fitubrennsla, kviðurinn minnkar ekki með endalausum kviðæfingum.
Hann minnkar þegar spikið hypjar sig, og það gerist nær eingöngu í gegnum mataræðið.En til þess að byggja upp sterkan kvið svo við höfum eitthvað að sýna þegar þvotturinn er tekinn ofan af þvottabrettinu, þá þarf vissulega að gera kviðæfingar en ekki fram í rauðan dauðann samt.
Æfingar eins og hnébeygjur, réttstöðulyfta, push-press styrkja allar miðjuna gríðarlega. Það er því engin ástæða til að bæta við ómannlegu magni af tilgangslausum "crunches".Ef þú getur gert fleiri en 15-20 reps af kviðæfingum þá ertu ekki að taka nógu þungt, eða ekki að taka réttu æfingarnar.
Kviðvöðvarnir samanstanda af rectus abdominis (sixpakkinn), transverse abdominus (TVA) (djúpir kviðvöðvar) og obliques (skávöðvar).
Rectusinn sér um að beygja mænuna og færa brjóstkassa og mjöðm saman (megin hreyfing í flestum kviðæfingum).
TVA liggja djúpt í miðjunni (core), og meginhlutverk er að halda miðjunni stöðugri.
Obliques liggja hliðlægt og sjá um að snúa miðjunni til beggja hliða.
Ein besta kviðæfingin að mati Naglans er blessaður Plankinn.
Þessi æfing er svokölluð isómetrísk æfing, þar sem spennunni er haldið í ákveðinn tíma en vöðvinn ekki dreginn saman og lengdur í gegnum reps eins og í hefðbundnum æfingum (dýnamískar æfingar).
Plankinn styrkir aðallega TVA, þess vegna ættu þeir sem berjast við svæðið fyrir neðan nafla ættu sérstaklega að hugsa um að gera plankann. Sterkir TVA halda öllu draslinu inni með því að gera miðjuna sterka.
Best er að miða við að halda spennunni í 45-60 sekúndur. Þegar þú getur haldið lengur en 60 sek í hefðbundnum planka er kominn tími á að ögra sjálfum sér, öðruvísi verða ekki framfarir.
Hér eru nokkrar hugmyndir að útfærslum á plankanum, í stigvaxandi erfiðleikaröð.
1. Olnbogar/fætur á gólfi
2. Olnbogar á gólfi/fætur á bekk
3. Olnbogar á bolta/fætur á gólfi
4. Olnbogar á bolta/fætur á bekk
5. Hendur á bolta/fætur á gólfi
6. Hendur á bolta/fætur á bekk (Naglinn er komin hingað ligga ligga lái)
Allar þessar útgáfur má svo gera enn erfiðari með að lyfta upp hönd og/eða fót svo jafnvægispunktarnir séu aðeins 2-3 í stað fjögurra.
Svo er hér myndband af einni dýnamískri plankaæfingu fyrir lengra komna.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er nefnilega það, greinilega löngu kominn tími á mína að breyta kviðæfingunum, tekurðu þá planka x 3 eða bara með öðrum kviðæfingum ?
Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 11:01
Skil ekki alveg spurninguna... ertu að meina hvort ég taki aðrar kviðæfingar líka? Já þá geri ég það, kannski eina aðra dýnamíska kviðæfingu og svo plankann.
Ragnhildur Þórðardóttir, 11.8.2009 kl. 11:12
Ég heyrði af planka-æfingu í Jui Jitsu þar sem að maður er á lófum og tám, og lyftir höndunum beint fram einni í einu og heldur jafnvægi á tám og öðrum lófa í smá stund. Gott að hafa fæturnar soldið gleitt.
Óli Jóns (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 11:16
Gleymdi að nefna 3 punkta plankann. Bæti því inn, takk kallinn minn.
Því nær sem fæturnir eru saman því erfiðara.
Ragnhildur Þórðardóttir, 11.8.2009 kl. 11:54
frábær grein að vanda,
kíki á síðuna á hverjum degi og finn mér alltaf eitthvað skemmtilegt að lesa, bíð líka alltaf spennt eftir nýjum færslum, sem virðast alltaf hitta beint í mark:)
takk fyrir fróðleikinn,
kv.Anna
Anna (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:08
Frábært að vita að plankinn vinni á svæðinu fyrir neðan nafla :) nú er það harka og nýta sér plankaæfingar. Alltaf gaman og fróðlegt að lesa hjá þér :)
Harpa (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:37
Er ótrúlega montin því að ég geri svona planka með róðri mjög oft og svo meira að segja planka með róðri og armbeygjum líka.... get kannski fljótlega farið að flokka mig sem lengra komna en ekki lengur byrjanda
Hulda (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 17:19
Orð í tíma töluð.Ég tek ekki kviðæfingar nema endrum og eins, og þá alls ekki nema ca 2 sett. Ég fæ nóg í gegnum aðrar æfingar eins og hnébegju, armbegjur, deadlift og fl æfingar þar sem miðsvæðið er notað sem styrking við grindina. Meira að segja axlalyfta með lausum lóðum er fínasta magaæfing, þar sem maður þarf að nota magasvæðið til að stífa sig af. Mikið af þessum crunch æfingum reynir óeðliega mikið á bakið. Spretthlauparar og fótboltaspilarar sem eru nú þekktir fyrir hroðaleg þvottabretti taka nánast ekki crunch, þeir taka hnébegju og fleiri æfingar sem byggja á " full body movement" ... og svo eru þeir cöttaðir, því að þeir hanga ekki tímunum saman í engri áreynslu á brettinu eða crosstrainernum, heldur gefa allt sem þeir eiga í spretti, sem er ein besta cardio æfingin.... sprettina má auðvitað taka á þessum tækjum ;-)
PS Horfiði á So you think you can dance ... og giskið á hvort að þau séu að taka crunsh daginn út og inn. Nei magasvæðið er svo mikið notað í dansi sem stuðningur við kroppinn að liðið er með þvottabretti dauðans :-)
http://2.bp.blogspot.com/_p3o2wMcoRLM/Smh51-jUu4I/AAAAAAAAAjM/g2arxHdq5vI/s576/Jeanine+Mason+Brandon+Bryant+Pop-Jazz.jpghttp://www.exploredance.com/pressphotos/stars21yellow021706.jpeg
Gummi P. (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 09:21
Sorry :-))
http://www.exploredance.com/pressphotos/stars21yellow021706.jpeg
Gummi P. (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.