Y-prógrammið

Nei... Naglinn er ekki búin að þjálfa sig í hel eða köfnuð á kjúklingabringu.
Ástæða blogg þagnarinnar undanfarna daga eru U2 tónleikar sem Naglinn og hösbandið skelltu sér á í London um liðna helgi..... ligga ligga lái... öfund sendist í flöskuskeyti til Kaupmannahafnar.

Þegar Naglinn dvelst í Lundúnaborg (sem er ansi oft) er æft í Fitness First rétt hjá þar sem NaglaSys býr.
Í nánast hvert skipti sem Naglinn heiðrar þá stöð með nærveru sinni er þar ansi vel byggður blökkumaður að æfa á sama tíma. Félaginn hefur vakið sérstaka athygli Naglans, og ekki eingöngu sökum lögunar hans (yeah sure..) heldur hefur æfingaplanið hans vakið ýmsar spurningar í höfði Naglans.

Hann virðist nefnilega eingöngu þjálfa brjóstvöðvana, enda lítur hann út fyrir að vera að detta framfyrir sig. Í hvert skipti er maðurinn í Smith-vélinni að taka ýmsar útfærslur af pressu: flata, hallandi, niðurhallandi, ein í einu.... jafnvel dag eftir dag að taka sömu æfingarnar.
Að pressu-maraþoninu loknu eru teknar allnokkrar útfærslur af flugi.
Stundum má reyndar sjá hann pumpa bísepp og trísepp slefandi upp við spegilinn.

Semsagt æfingaplan vikunnar hjá kauða lítur svona út : Mánudagur: Brjóst, Þriðjudagur: Brjóst, Miðvikudagur: Brjóst og hendur, Fimmtudagur: Brjóst, Föstudagur: Brjóst og hendur, Laugardagur: Brjóst

Félaginn er líka alltaf í hlýrabol sem er einu númeri of lítill en í hólk-víðum körfubolta stuttbuxum að neðanverðu. Og skýringuna á brókarvalinu fékk Naglinn í nýliðinni heimsókn, því Massi Massason er með horuðustu ballet kálfa norðan alpa. Það má því geta í eyðurnar og ímynda sér hvernig spóaleggirnir líta út norðan hnés, enda sá líkamshluti vel falinn sjónum almennings.

Félaginn er bara skólabókardæmi um hvernig alltof margir karlmenn þjálfa, þeir eru á svokölluðu Y-prógrammi, og líta út eins og sá bókstafur fyrir vikið.

Efri hlutinn er steiktur 3-5x í viku en rýrir spóaleggirnir látnir sitja á hakanum, enda ekkert gaman að þjálfa vöðva sem ekki er hægt að spenna í speglinum.
Svo eru þessi grey líka með svo lágan sársaukaþröskuld (ekki einu sinni dæmdir hæfir til barneigna) og allir vita að fótaæfingar eru erfiðustu æfingarnar.

Elskurnar mínar, slítið ykkur úr bekknum og tékkið á beygjunum eins og alvöru karlmennn.
X-prógrammið gefur svo miklu fallegri lögun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe, það er allavega einn svona í ræktinni þar sem ég æfi og ég get ekki hætt að fylgjast með honum því ég bara skil ekkert í þessu:P en hann heldur alveg örugglega að ég kíki á hann því hann sé svo sjúlkega "hot" hahaha

Anna (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:54

2 identicon

Bwhahahaha... ert snillidar penni...og alltof satt.. alltof margir kaupar æfa svona Y prógramm..svakalegt..

gott að "sjá" þig aftur í bloggheiminum kona :)

Heba Maren (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:06

3 identicon

Frábært blogg hjá þér og ég á ábyggilega eftir að stela einhverju orðavali hér við tækifæri :) En ég setti inn athugasemd hér neðar í bloggi hjá þér um  he fjölda hjá einstaklingum per dag.. ég var að spá í hvort þú gætir hennt inn einum degi fyrir  mig með he fjölda um 1550? kv. í bili.

Adda (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 19:28

4 identicon

Sæl Ragga

það er alltaf jafn uppörvandi að leaa bloggið þitt,það kemur manni alltaf í andann.-)

kv Andri sem er alltaf að reyna að stækka

Andri Hermannsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 02:17

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Adda! Ég skil ekki alveg, viltu að ég hendi inn pistli með mataræði fyrir þig? Því miður geri ég ekki svoleiðis, en þú færð fullkomið matarplan ef þú kemur til mín í fjarþjálfun.

Andri! Ég er nú bara upp með mér að fá athugasemd frá Fitness-kónginum sjálfum. Ég veit að þú ert ekki á Y-prógramminu félagi, enda með einn flottasta skrokk Klakans. Keep up the good work.

Ragnhildur Þórðardóttir, 20.8.2009 kl. 09:04

6 identicon

Bara gaman að lesa pistlana þína :) 

Sandra (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:44

7 identicon

Sæl Ragga nei það skil ég vel  og er alls ekki að fara fram á það, en það sem ég meinti var hvort þú gætir sýnt einhverskonar viðmið...

Steikarmáltíð hvað eru ca. margar he í henni miðað við einhverskonar holla máltíð sem þó inniheldur kjöt?

Svo maður geti haft bak við eyrað he fjöldann í óhollu máltíðinni þegar púkinn kemur á herðarnar...

Kv Adda.

Adda (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 550730

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband