Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag, hefur heilsan ekki tíma fyrir þig á morgun !!!

Hösbandið stundar tuðruspark tvisvar í viku og er það vel.  Nema að fyrir nokkrum dögum sneri greyið á sér ökklann svo nú lítur vinstri fótur hans út eins og hjá konu komin á níunda mánuð meðgöngu, allur bólginn og þrútinn.  Eins og gefur að skilja er tuðrusparkið út úr myndinni næstu vikurnar, sem og veggjaboltinn á miðvikudögum. 

Naglinn benti sínum heittelskaða á að þar sem skrokkurinn fúnkerar fullkomlega ofan sköflungs væri ekkert því til fyrirstöðu að fara í ræktina og lyfta upper body.  Það væri nú ekki hægt að mygla úr hreyfingarleysi þrátt fyrir smá helti.  Til eru dæmi sem Naglinn þekkir þar sem menn á hækjum, spelkum, haltir og jafnvel án útlims mæta harðir í ræktina. 

Naglinn varð þess fljótt áskynja að hugmyndin hlaut ekki góðan hljómgrunn hjá húsbóndanum, eitthvað hummaði í honum og ræskingar og hósti fylgdu í kjölfarið.  Svo klykkti hann út með að segja að þá þyrfti hann að kaupa sér kort, og hann TÍMDI því ekki. 

Naglinn fékk næstum gyllinæð af hneykslun, enda fátt sem Naglinn þolir verr en afsakanir fyrir að fara ekki í ræktina, eina gilda afsökunin í bókum Naglans er að vera dáinn og grafinn.  Allra ömurlegust er að hafa ekki tíma, hver hefur ekki 30 mínútur til að hreyfa sig af 24 klukkustundum dagsins??? Hversu miklum tíma er eytt fyrir framan skjáinn sem mætti nýta í göngutúr??  Að þykjast ekki hafa efni á líkamsræktarkorti fylgir svo fast í kjölfarið í ömurð, og er þyngra en tárum taki að fólk verðleggi heilsuna.  Það er ókeypis að fara út að labba eða gera armbeygjur heima í stofu !!!

Naglinn lýsti því yfir hátt og snjallt að þessi hegðun húsbóndans væri Naglanum til skammar og um þetta skyldi sko bloggað svo öll heimsbyggðin fengi að vita hvers konar aumingjaskapur viðgengist á Sogaveginum.

Hana vessgú kallinn minn..... svo skalt þú díla einn við þína samvisku.   


« Fyrri síða

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 549197

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband